Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
27
Iþróttir
„Úrslitaleikur með fyrra fallinu
- sagði forseti Real Madrid um leikina við Juventus í 2. umferð Evrópubikarsins
kk
„Þetta verður úrslitaleikur með
fyrra fallinu. Við vitum vel hve öflugt
lið Juventus er. En það er mikill hug-
m- í leikmönnum Real Madrid og
sigurinn gegn Young Boys, 5-0, í Ev-
rópubikamum sl. miðvikudag spilar
þar inn í. Við þekkjum ítölsk lið vel
og tvö síðustu áiin höfum við sigrað
Inter, Milano, í undanúrslitum
UEFA-keppninnar,“ sagði Ramon
Mendoza, forseti Real Madrid, þegar
hann frétti að lið hans hafði dregist
gegn Juventus í 2. umferð Evrópubik-
arsins, keppni meistaraliða. Það
verður stórleikur umferðarinnar.
Fyrri leikurinn verður í Madrid 22.
október. Sá síðari í Tórínó 5. nóvemb-
er. Spánska liðið hefur tvö síðustu
árin sigrað í UEFA-keppninni. Ju-
ventus sigraði í Evrópubikamum 1985.
Evrópumeistarar Steaua Búkarest,
Rúmem'u, sem sátu yfir í 1. umferð,
leika við Anderlecht í 2. umferðinni.
Belgíska liðið, þar sem Amór Guðjo-
hnsen er einn af lykilmönnunum,
leikur á heimavelli í fyrri leiknum. I
vor sigraði rúmenska liðið Anderlecht
í undanúrslitum og sigraði síðan Barc-
elona eftir vítaspymukeppni í úrslita-
leiknum. Það var á Spáni - í Sevilla.
Af öðrum leikjum í Evrópubikamum
má nefha að Celtic leikur við Dynamo
Kiev, Bröndby, Danmörku, við Dyn-
amo Berlín, Bayem Munchen við Vín,
Austurríki, og norska liðið Rosenborg
við Rauðu stjömuna, Júgóslavíu.
í Evrópukeppni bikarhafa er stór-
leikurinn milli Benfica og Bordeaux.
Stuttgart, liðið sem Ásgeir Sigurvins-
son leikur með, fékk erfiðan mótheija,
Torpedo, Moskvu, og verður fyrri leik-
urinn í Moskvu. Katowice, Póllandi,
sem sigraði Fram í 1. umferð, leikur
gegn Sion, Sviss.
I UEFA-keppninni munu augu
flestra beinast að viðureign Barcelona
og Sporting Lissabon, sem vann
Bordeaux efst
í Frakklandi
Marseille tapaði í fyrsta skipti
Bordeaux skaust upp í efsta sætið í
1. deildinni í frönsku knattspymunni
á laugardag þegar liðið sigraði Frakk-
landsmeistara Paris Saint Germain
2-0 á heimavelli. Á sama tíma tapaði
Marseille sínum fyrsta leik í deildinni
í haust - féll í Sochaux, 2-0.
Vikan var slæm fyrir franska meist-
araliðið frá París. Á þriðjudag var liðið
slegið út af tékkneska liðinu Vitkovice
í Evrópubikamum, keppni meistara-
liða, og síðan tapið í Bordeaux. Þó
varð heimaliðið fyrir því áfalli að á
23. mín. var Rene Girard rekinn af
leikvélli og leikmenn Bordeaux voru
þvi tíu eftir það. Samt hafði Bordeaux
undirtökin í leiknum. Franski lands-
liðsmaðurinn Philippe Vercruysse
skoraði fyrra mark Bordeaux á 76.
mín. og síðan skoraði Júgóslavinn
Zlato Vujovic gullfallegt mark. Sendi
knöttinn í markið af 25 metra færi hjá
franska landsliðsmarkverðinum Joel
Bats.
Eftir tólf umferðir hefur Bordeaux
19 stig og tveggja stiga forustu á Mar-
seille. Paris SG kemur svo í þriðja
sæti en Racing Paris er meðal neðstu
liða þrátt fyrir stórkaupin á leikmönn-
Rene Girard var rekinn af leikvelli en
það kom ekki aö sök fyrir Bordeaux.
um í sumar. Marseille tapaði fyrsta
leik sínum á leiktímabilinu gegn Soc-
haux. Þeir Thierry Femier og Stap-
hane Paille skomðu mörk Sochaux í
hinum óvænta sigri. -hsím
Úrslit í 1. deildinni frönsku um
helgina urðu þessi:
Nice-Monoco 1-0
Nantes-Toulouse 2-1
Rennes-Lens 1-2
Bordeaux-Paris S-G 2-0
Sochaux-Marseille » 2-0
Le Havre-Nancy 3-0
Metz-Saint Etienne 1-1
RC Paris-Brest 2-2
Lille-Auxerre 1-1
Toulon-Laval 3-0
Staðan er nú þannig:
Bordeaux 12 8 3 1 17- 5 19
Marseille 12 6 5 1 17- 8 17
Paris S-G 12 6 3 3 11- 8 15
Toulouse 12 5 4 3 18- 8 14
Nantes 12 6 2 4 14-11 14
Lille 12 4 5 3 16-12 13
Auxere 12 3 7 2 12-10 13
Metz 12 3 6 3 14- 8 12
LE Havre 12 4 4 4 14-13 12
Monaco 12 4 4 4 13-12 12
Lens 12 4 4 4 14-15 12
Sochaux 12 4 4 4 14-16 12
Nice 12 4 4 4 8-11 12
Brest 12 3 5 4 10-13 11
Laval 12 1 8 3 5-11 10
ST Etienne 12 1 7 4 6-12 9
RC Paris 12 3 3 6 10-17 9
Rennes 12 3 3 6 8-15 9
Nancy 12 2 4 6 9-16 8
Toulon 12 1 5 6 10-19 7
stærsta sigurinn í 1. umferðinni á
Skagamönnum. Bayer Uerdingen, lið
Atla Eðvaldssonar og Lárusar Guð-
mundssonar, leikur gegn Vidzev Lodz,
PóUandi. Þá em áhugaverðir leikir
milli Beveren-Bilbao, Dukla Prag-
Leverkusen, Feyenoord-Mönc-
hengladbach, Legia Varsjá-Inter og
Spartak Moskvu-Tourlouse.-hsím
(ITKMlTMC
FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTIG 1 SÍMAR 28388 - 28580
Umboó a Islandi fyrir
DINERS CLUB
INTERNATIONAL
SUMARHÚSAEIGENDUR
A SPÁNI, ATHUGIÐ!
Beint leiguflug til Spánar 22. okt. 29. okt.
2. nóv. 8. nóv. 21. des. 4. jan. Verð frá kr. 16.900,-