Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
Utlönd
Óttalömun
orsök
vöggu
dauða?
Haukur L. Haukason, DV, KaqaxLhcti:
óvæntur dauði ungbama af
óvæntum orsökum, svokallaður
vöggudauði, heíur verið undir
smásjá vísindamanna síðastliðna
þijá tii fjóra áratugi.
I Danmörku var fyrsta tilfelli
vöggudauða skráð á sjötta ára-
tugnum og í dag deyja um sextíu
til sjötíu böm á aldrinum eins til
tólf mánaða á ári af ókunnum or-
sökum. Á þingi Iækna og þeirra
er misst hafa böm sín á þennan
hátt, er haldið var hér í Kaup-
mannahöfa um helgina, kom fram
ný kenning um orsök vöggudauða.
Höfundur hennar, norski lækna-
prófessorinn, Birger Kaada, heldur
því fram að orsakir vöggudauðans
séu geðræns eðlis. Það er fyrirbæri
er aðallega þekkist í dýraríkinu
og nefiúst óttalömun. Hafa til-
raunir sýnt að dýr geta lent í svo
vonlausri og lífehættulegri að-
stöðu að viðbrögðin verða óeðli-
lega lágur hjartsláttur, tilfinninga-
leysi og sársaukaleysi. Þessi
viðbrögð koma fram hjá öllum
dýrategundum og geta leitt til
dauða. Telur doktor Kaada að
kenning sín skýri hvers vegna
vöggudauði gerist svo óvænt og
átakalaust, það er þegar bamið
sefur og af hverju læknar finna
engin spor við krufrúngu, en ótt-
alömun skilur engin spor eftir sig.
Þrennskonar aðstæður geta
framkallað eða styrkt óttalömun
hjá dýrum. Það er ef maður hindr-
ar það í hreyfingum, með því að
loka það inni eða halda því fóstu,
ef fiWkölIuð eru óvænt eða
óþekkt hljóð og loks ef dýrið er
skilið eftir aleitt.
Um fimmtíu prósent af svefai
ungbama er draumsvefa, eða
augnhreyfingasvefa, og við þann
létta svefa eru imgböm móttæki-
legri fyrir ytri áhrifúm.
Hægt er að dempa óttalömum
með ákveðinni lyfiagjöf.
Á næsta ári mun samvinna
ýnússa faghópa hefjast til að koma
í veg fyrir orsakir vöggudauðans.
I þeim hópi verða meðal annars
læknar, dýralæknar og sálfræð-
ingar.
Sévardnadze
á heimleið
fráKúbu
Sévardnadze, utanríkisráðherra
Sovétrikjanna, yfirgaf Kúbu í
morgun og hélt áleiðis til Sovét-
ríkjanna, eftir rúmlega fjögurra
klukkustunda heimsókn og
skyndifund með Castró Kúbuleið-
toga.
Talið er að Islandsfundur Gor-
batsjovs og Reagans í næsta
mánuði hafi verið efetur á baugi
fundar Castró og Sévardnadze í
Havana, en á fúndinum skýrði
Sévardnadze Castró að auki frá
ferðalagi sínu til Kanada, og Mex-
fkó, og fúndi með þarlendum
leiðtogum.
Castró lofaði Sovétmenn í síð-
ustu viku fyrir fómfysi og raun-
verulegan friðarvilja með nýjustu
tillögum sfaum um bann við upp-
setningu geimvamarkerfa og
nýrra gereyðingarvopna.
Loks get égsagt hug
minn um heimalandið
Sovéski andófemaðurinn Yuri
Orlov kom í gær til New York í
Bandaríkjunum þar sem komu
hans var ákaft fagnað. Hét hann
því að halda áfram baráttu sinni
fyrir mannréttindum í Sovétríkj-
unum. „Ég mun leitast við að
beijast fyrir frelsi þeirra sem sitja
í sovéskum fangelsum," sagði hann
við komu sfaa til Bandaríkjanna
og um leið gat hann þess að nú
loksins gæti hann sagt hug sinn
um Sovétríkin.
Yuri Orlov og konu hans, Irina
Orlova, var sleppt eftir tveggja og
hálfe árs útlegð í Síberíu. Kom til-
kynningin um frelsi þeirra í kjölfar
viðræðnanna um lausn Gennady
Zakharovs, sem sakaður var um
njósnir í Bandaríkjunum, og
bandaríska blaðamannsins Nic-
holas Daniloff, sem haldið var í
Sovétríkjunum vegna meintra
njósna.
Orlov, sem þakkaði Bandaríkja-
stjóm, Reagan forseta og sové-
skum vinum og stuðningsmönn-
um, sagðist ekki enn vera búinn
að átta sig á því að hann væri
Ég mun leitast við að berjast fyrir frelsi þeirra er enn sitja í sovéskum
fangelsum sagði sovéski andófsmaðurinn Yuri Orlov er ásamt konu sinni
kom til New York í gær eftir langa fangelsisvist i Sovétrikjunum. Þúsundir
fögnuöu komu sovéska kjameðlisfræðingsins til Kennedyflugvallar
Símamynd Reuters í morgun:
orðinn fijáls. Væri hann með svo-
litla sektarkennd vegna þeirra sem
væru eftir. Orlov vildi ekki að svo
stöddu segja fyrir um árangur
toppfundarins á íslandi eða líkum-
ar á því að Sovétríkin breyti um
stefau í mannréttindamálum.
Sagðist hann mundu tjá sig um
þessi efrú á blaðamannafundi á
þriðjudaginn í New York.
Nokkrir bandarískir háskólar
hafa lýst yfir áhuga sfaum á að fá
Orlov til starfa en hann er kjam-
orkueðlisfræðingur. Kvaðst hann
ekki enn hafa gert neinar áætlanir
um framtíðina.
Ásamt eðlisfræðingnum Andrei
Sakharov og gyðingnum Anatoly
Shcaransky, sem nú' býr í ísrael,
myndaði Orlov samtök andófe-
manna sem fylgjast skyldu með því
að Sovétríkin fæm eftir Helsings-
forssáttmálanum frá því 1975.
Orlov varð leiðtogi samtakanna
árið 1976 en var handtekinn í fe-
brúar 1977 og dæmdur til sjö ára
þrælkunarvinnu og fimm ára út-
legðar fyrir starfeemi og áróður
gegn Sovétríkjunum.
Sovéski kafbáturinn í togi á leið heim
Sovéski kjamorkukafbáturinn, sem
kviknaði í undan ströndum Banda-
ríkjanna á föstudaginn, var dreginn
austur á bóginn í gær. Að því er sjá
mátti á myndum teknum af banda-
rískum eftirlitsflugvélmn hafði kaf-
báturinn orðið fyrir miklum
skemmdum.
Samkvæmt upplýsingum yfirvalda í
Sovétríkjunmn biðu þrír áhafaarmeð-
limir bana en Caspar Wefaberger,
vamarmálaráðherra Bandaríkjanna,
lét hafa það eftir sér að honum þætti
ekki ótrúlegt að fleiri hefðu látið lífið.
Að sögn George Shultz, utanríkis-
málaráðherra Bandaríkjanna, hefur
ekki orðið vart geislunar á svæðfau
umfram það sem eðlilegt er.
Kafbáturinn, sem borið getur 16
kjamaflaugar, var 600 sjómílur fyrir
norðaustan Bermudaeyjar þegar eldur
braust út í honum vegna sprengfagar
á föstudaginn. Það var ekki fyrr en í
gærmorgun sem það tókst að ráða
niðurlögum eldsins. Sigldi kafbáturinn sovésku kaupskipi. Bandaríkjaforseta um slysið og þykir
aðeins í skamma stund fyrir eigin vél- Þóttiþaðtíðindumsætahversufljótt jafavel geta leitt til gagnkvæms
arafli og var síðann tekinn í tog af sovésk yfirvöld tilkynntu Reagan trausts fyrir toppfúndinn.
Sovéskur kafbátur af þeirri gerð sem kviknaði í undan ströndum Bandaríkjanna.
íslenskir draugar
í heimsfréttunum
Ólatur Amaison, DV, New Yoric
Aðalfréttatími ABC sjónvarps-
stöðvarinnar á laugardagskvöld var
að miklum hluta helgaður fyrir-
huguðum leiðtogafundi Reagans og
Gorbatsjovs í Reykjavík.
Þar var meðal annars sýnd fimm
mfaútna löng kvikmynd frá íslandi.
Þar voru meðal annars svipmyndir
frá væntanlegum vettvangi leið-
togafundarins, í Höfða, auk þess sem
birt voru viðtöl við nokkra íslend-
inga. Talað var við Pál Lfadal þar
sem fram kom að trú manna væri
að draugagangur ríkti í Höfða. Sagði
Páll að draugamir í Höfða væru
aðallega í því að stríða fólki og væru
vita meinlausir.
Sagði fréttamaður ABC að draug-
ar myndu láta á sé kræla þegar
leiðtogamir hittast í Höfða um
næstu helgi.
Einnig var rætt við Bjöm Bjama-
son, aðstoðarritsljóra Morgunblaðs-
ins. Sagði Bjöm það algerlega nýtt
fyrir fslendinga að halda slíkan fund
og raunar væm þær fáar borgimar
í heiminum er slíks heiðurs hefðu
orðið aðnjótandi. Sagði Bjöm að
undirbúningstími væri óvenju
skammur og minntist á að þriggja
mánaða fyrirvari hefði verið fyrir
leiðtogafúndinn í Genf í nóvember
síðastliðnum.
Sýndar vom margs konar götu-
myndir frá Reykjavík og loftmyndir
af borginni. Einnig vom sýndar
myndir af íslensku landslagi á sól-
björtum sumardögum og glæstum
fallvötnum. Átti fréttamaður sjón-
varpsstöðvarinnar engin orð til að
lýsa náttúrufegurð landsins og vitn-
aði meðal annars í orð ferðalangs
eins er heimsótt hafði landið endur
fyrir löngu. Sá sagði að eftir að guð
hefði skapað himinn og jörð hefði
hann tekið allt sem eftir var og skap-
að ísland.
1 vikulegum fréttaþætti ABC sjón-
varpsstöðvarinnarr á sunnudag var
meðal annars viðtal við Shultz, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, þar
sem hann var inntur eftir hugsanleg-
um árangri af Reykjavíkurfúndfa-
um.
Var ráðherrann meðal annars
inntur eftir því hvort hann teldi að
árangur gæti orðið af fundi þar sem
Reagan sæti í hægindastól andspæn-
is Sovétleiðtoganum er einnig sæti
í dúnmjúkum hægindastól í húsi þar
sem væri reimt.
Blaðamanni DV finnst það heldur
hjákátlegt að nú þegar augu og eym
heimsins beinast að íslandi og dag-
legir fréttaþættir em af undirbún-
ingi leiðtogafundarins á íslandi,
skuli mætir menn úr íslensku þjóð-
lífi tala um drauga og forynjur, álfa
og huldufólk og það hve hjátrúar-
full íslenska þjóðin sé í viðtölum við
erlenda blaða- og fréttamenn. Aldrei
áður hefur tsland fengið aðra eins
auglýsingu á erlendum vettvangi og
því fer ekki fjarri að sú auglýsing
er þegar er komin sé tugmiUjóna
dollara virði.
I viðtölum blaðamanns DV við
innfædda hér í Bandaríkjunum kem-
ur hins vegar fram að þeir halda nú
að á íslandi búi almennt sérvitringar
er trúi á drauga og forynjur. Er ekki
laust við að íslendingum hér vestra
finnist alvarlegt að hlusta á tslend-
inga í erlendum fjölmiðlum ala á
ranghugmyndum um land okkar og
þjóð og velti þvi fyrir sér hvort ekki
sé hægt að nota þetta stórkostlega
landkynningartækifæri betur.