Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. Sviðsljós Súperstjaman Diana Ross var árum saman ein þekktasta pipar- júnka heimsins - reyndar líka einstæð móðir með þrjár dætur á sínu framfæri. Auraleysið fyrstu árin er sagt hafa hvatt söngkonuna til frekari dáða í framabröltinu og hún þurfti innan tíðar ekki að kvarta yfir árstekjunum. Dætumar vom orðnar þreyttar á foðurleysinu og fundu sér einn vin- gjamlegan karlmann á baðströnd sem þeim leist ágætlega á að negla fastan fyrir móðurina. Þetta reynd- ist vera milljónerinn Ame Næss og féll hann kylliflatur fyrir töfrum Diönu strax við fyrstu sýn. Sama máli gegndi um hana. Núna em þau löngu orðin hjón og em að eigin sögn einir ham- ingjusömustu fimmmenningar heimsins. Eitthvað bögglaðist fyrir þeim hlutverkaskipan á heimilinu í fyrstunni en það er nú löngu hjá liðið og því allir hæstánægðir með lífið og tilvemna i lúxusvillunni hans Ame á Manhattan í New York. Diana Ross og eiginmaðurinn ný- legi, Ame Næss, eru vinsælt frétta- efni um allan heim. Dæturnar þrjár völdu Arne fyrir móðurina og hafa alls ekki séð eftir framkvæmdunum. Dætumar völdu Ame Það er á hreinu - danski prinsinn Jóakim er á teið til Ástralíu strax í næstu viku. Svo sem hæfa þykir um ungan prins frá því marflata landbúnaðarlandi Danmörku skal Jóakim, sonur Margr- étar Danadrottingar, forframast sem allra mest og best í öllu sem snertir lífið á betri búgörðum. Því er drengur- inn nú á förum að heiman og er ferðinni heitið alla leið til Ástrah'u. Þar mun hann verða í fóstri hjá móð- ur Díönu prinsessu og stjúpföður - og á búgarði þeirra hjóna er prinsinum ætlað að komast einu skrefi nær hegð- unarmynstri fullorðinna hefðardúlla. Henrik og drottningin eru síðan vænt- anleg til Ástralíu í febrúar og mun þá verða grannt skoðað hvemig Jóakim spjarar sig hjá hinum áströlsku and- fætlingum. Platmi sparkar DV-boltum RauðneQaðir Juventusleikmenn bökuðu Val, fjögur - núll, I snjókomu og kukfa síðastfiðinn miðvikudag. Mikil stemmning var á vellinum og í leikhléi var fótbottum með eiginhandaráritun allra leikmanna Juventus sparkað upp í áhorfendastúku við mikinn fögnuð áhorfenda. Boltamir voru gjöf frá DV til þess að einhverjir fengju skemmtilega minningu um komu hinna sparkandi snillinga til landsins og sex lúsheppnir áhorfendur hurfu af velli, árituðum fótbolta ríkari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.