Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 48
- ^gf. FRETTASKOTIÐ 62 25 25 Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. Islenskur skreiðarsali rekinn fra Nígeríu Bjama V. Magnússyni, skreiðarsala hjá íslensku umboðssölunni hf., var vísað úr landi í Nígeríu fyrir skömmu. „Faðir minn var búinn að vera rú- man mánuð í Nígeríu og vegabréfsé- ritimin var útrunnin," sagði Ami Bjamason. „Hann fór því til London í þijá daga, fékk nýja vegabréfeáritun og er aftur komin til Nígeríu." Að sögn Áma em komnar fullar ábyrgðir vegna sölu á skreiðarfarmin- um er legið hefur í skipi í nígerískri höfii að undanfömu. Verðmæti hans er talið nema 320 mUljónum króna. ■*" „Það verður byrjað að losa skipið í1 dag og það má gera ráð fyrir að greiðslur fari að berast síðar í mánuð- inum,“ sagði Ámi Bjamason. -EIR Framsókn, Austurlandi: Halldor og Jón efstir Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: ' Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ás- grímsson, varð yfirburðasigurvegari i prófkjöri á aukakjördæmisþingi fram- sóknarmanna á Austurlandi á laugar- dag. Þar var raðað á lista til næsta þingframboðs. Halldór fékk 157 at- kvæði af 166. Jón Kristjánsson al- þingismaður fékk innan við 100 atkvæði en hélt þó öðm sæti. Guðrún Tryggvadóttir á Egilsstöð- um, varaþingmaður, færðist í fjórða sæti. I þriðja sæti komst Jónas Hall- grímsson á Seyðisfirði. Þórhalla Snæþórsdóttir og Vigdís Sveinbjöms- dóttir, báðar frá Egilsstöðum, lentu í 5. og 6. sæti. í prófkjörinu vom 10 manns í fram- boði, frá skoðanakönnun fyrr í haust. -lf 7.-10. sæti var raðað eftir prófkjörið. 1 þeim em Einar Baldursson á Reyðar- firði, Jóhanna Guðmundsdóttir á Breiðdalsvík, Kristján Magnússon á Vopnafirði og Þórdís Bergsdóttir á Seyðisfirði. -HERB 1—= w — m jmmm 1 —■fc. V m TRÉ : /v TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF., IÐAVÖLLUM 6, KEFLAVÍK. SÍMAR: 92-4700-92-3320. LOKI Er ekkl orðið timabært að Rónald kynni Nansí sina fyrir ömmu í Skagaflrðinum? Ekki ólíklegt að Nancy komi Raisa sérstakur gestur Eddu Guðmundsdóttur Ekki er ólíklegt að Nancy Reagan komi með eiginmarmi sínum til ís- lands eftir að ákveðið hefur verið að Raisa Gorbatsjov, eiginkona Sov- étleiðtogans, komi með honum. ABC sjónvarpsstöðin bandaríska skýrði frá þessu í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi. f samtali við DV í morg- im sagðist Steingrímur Hermanns- son ekki hafa fengið neinar upplýsingar um það enn hvort Nancy kæmi. Hann sagði að Banda- ríkjamenn heföu verið búnir að ákveða að hún yrði ekki með í för en eftir að ákveðið hefði verið að Raisa Gorbatsjov kæmi væri ekki ólíklegt að Bandaríkjamenn endur- skoðuðu þessa ákvörðun. Raisa Gorbatsjov verður sérstakur gestur Eddu Guðmundsdóttur, eig- inkonu Steingríms, meðan á dvöl hennar stendur hér. Edda sagði í morgun að þetta væri svo nýtilkom- ið að lítið væri farið að huga að dagskrá heimsóknar Raisu. Það yrði þó gert strax í dag eftir að búið væri að ganga úr skugga um hvort Raisa heföi einhverjar sérstakar óskir. -KÞ Höfði verð- ur fundar- sfaðuiinn Höföi hefur nú verið ákveðinn sem fimdarstaður Reagans og Gorbatsjovs. Seint í gærkvöldi kom staðfesting Sov- étmanna á því að þeir samþykktu Höföa sem fundarstað. Bandaríkja- menn höföu áður samþykkt hann af sinni hálfu. Búist er við að leitogamir hittist á þremur fimdurn. Þeim fyrsta fyrir há- degi á laugardag, þeim næsta skömmu eftir hádegi og þeim síðasta fyrir há- degi á sunnudag. Állt bendir nú til að Höföi verði eini fundarstaður leiðtoganna. -KÞ Lrfshættu- lega slasaðir í bflflakl heila nótt Komiö meö hina slösuðu til Reykjavíkur. DV-mynd S Skömmu fyrir kl. 7 á sunnudags- morguninn fannst bílflak við Kleifá á Snæfellsnesi. Voru tveir lífshættu- lega slasaðir menn í flakinu en bílnum haföi verið ekið út af vegin- um aðfaranótt sunnudagsins og þrátt fyrir einhveija umferð á þess- um slóðum sást bílflakið ekki fyrr en birti. Að sögn Sveins Inga Lýðssonar, varðstjóra í Stykkishólmi, var bíll- inn á leið vestur Miklaholtshrepp er óhappið varð. Fyrst fór hann um 60 metra út af veginum og flaug svo 12 metra í ánna og lenti upp á fjar- lægari árbakkanum. „Bíllinn kuðlaðist saman og það var ekkert bílslag á honum er komið var að,“ sagði Sveinn Ingi í samtali við DV. „Báðir mennimir voru í lífe- hættu er þeir fimdust, hættulega slasaðir og fluttum við þá suður á Borgarspítalann eftir að gert haföi verið að meiðslum þeirra til bráða- birgða í Stykkishólmi." Fljótlega eftir að mennimir komu á Borgarsjúkrahúsið var annar mannanna settur á almenna deild og talinn úr lífehættu en hinn liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið í aðgerð allan sunnudaginn. -FRI Veðrið á morgun: Skýjað verður suðvestan lands Fremur hæg austanátt um mestallt land. Skýjað verður suðvestanlands en víða bjart annars staðar. Síðdegis mun eitthvað bæta í vind sunnan- lands. Vestmannaeyjar Afvopnuðu ölvaðan mann Dyraverðir veitingastaðarins Gest- gjafans aivopnuðu ölvaðan mann á staðnum á laugardagskvöldið eftir að viðkomandi hafði dregið upp hníf og hótað öðrum gesti staðarins líkams- meiðingum. Lögreglan var kvödd á staðinn og fjarlægði hún hinn ölvaða. Að sögn lögreglunnar vom þetta meira látalæti í manninum en að hann heföi beinlínis ætlað að stinga þann 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.