Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986.
Frjálst, óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð i lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Baríð í brestina
Flokksþing Alþýðuflokksins var hallelújasamkoma.
Menn komu saman í Hveragerði til að hylla foringjann,
Jón Baldvin Hannibalsson. Hallelújasamkomur hafa
verið óvenjulegar í sögu Alþýðuflokksins, sögu sem ein-
kennzt hefur af klofningi. Nú var reynt að berja í
brestina með ýmsu móti.
Alþýðuflokkurinn var upphaflega sterkur flokkur.
Hann klofnaði um afstöðu til Sovétríkjanna, eins og
aðrir flokkar sósíaldemókrata. En sá klofningur flokks-
ins, sem mestu skipti, var útganga ýmissa mikilhæfustu
leiðtoga hans og stofnun Sameiningarflokks alþýðu -
Sósíalistaflokksins. í Sósíalistaflokknum voru því jafnt
kommúnistar sem sósíaldemókratar. Alþýðuflokkurinn-
missti meginhluta ungu kynslóðarinnar. Hann varð
brátt leiðinlegur kerfisflokkur, flokkur bitlinga. Þá
varð einnig afdrifaríkur klofningur fyrir þremur áratug-
um, þegar Hannibal Valdimarsson og félagar hans
sameinuðust Sósíalistaflokknum um stofnun Alþýðu-
bandalagsins. Alþýðuflokkurinn bar ekki sitt barr.
Enn varð afdrifaríkur klofningur fyrir þremur árum,
þegar Vilmundur Gylfason stofnaði Bandalag jafnaðar-
manna.
Margt hefur breytzt. Það varð einnig mjög ljóst á
flokksþinginu um helgina, hversu reynt var að láta líta
svo út sem meiriháttar eining hefði tekizt. Gylfi Þ. Gísla-
son og Hannibal Valdimarsson voru mættir og lýstu
vinsemd hvor við annan og hollustu við Alþýðuflokk-
inn. Þrír þingmenn Bandalags jafnaðarmanna voru
gengnir í Alþýðuflokkinn.
Svo mikilvægt sem þetta er fyrir Alþýðuflokkinn,
skyldu menn varast að mikla það fyrir sér. Því fylgja
kostir að fá opinberan stuðning Hannibals. En Hanni-
bal ræður nú ekki yfir neinu fylgi.
Við komu þingmanna Bandalags jafnaðarmanna
fjölgar þingmönnum Alþýðuflokksins úr sex í níu. En
þessir þrír nýju þingmenn eru fylgislausir. Flokkur
þeirra fékk eitt prósent í síðustu skoðanakönnun DV.
Eftir sitja menn í landsnefnd Bandalags jafnaðar-
manna, sem heimta, að þingmenn flokksins segi af sér
og víki fyrir varamönnum. Eftirlegukindurnar í Banda-
lagi jafnaðarmanna hafa auðvitað ekki heldur neitt
fylgi-
Þannig verður ekki ljóst, að sýningin í Hveragerði
verði til að auka fylgi Alþýðuflokksins. En hún er sið-
ferðilegur stuðningur fyrir flokkinn, sem vel gæti nýtzt
eitthvað á næstunni.
Ekki verður heldur séð, hvaða framtíð fyrrum þing-
menn Bandalags jafnaðarmanna eiga í Alþýðuflokkn-
um. Hvað fá þeir? Talað er um, að þeir ætli í prófkjör
Alþýðuflokksins. En hversu líklegt er, að fjöldi stuðn-
ingsmanna Alþýðuflokksins á Reykjanesi fari að kjósa
Guðmund Einarsson ofarlega á lista? Sama máli gegnir
um hina þingmennina. Þeir kunna sem hægast að detta
út. Verði sú leið farin að gefa þeim sæti ofarlega á list-
um, án þess að þeir fari í pófkjör, gæti svo farið, að
kjósendur Alþýðuflokksins höfnuðu þeim og margir
kysu listann ekki.
Þá virðist það einungis kokhreysti í formanni Al-
þýðuflokksins, þegar hann segir sí og æ, að einhverjir
úr verkalýðsarmi Alþýðubandalagsins muni ganga í
Alþýðuflokkinn.
Menn skyldu ekki láta blekkjast af skrautsýningu.
Haukiu- Helgason.
„Ef Thor hefði haft fyrir því að lesa einhver rit Friedmans, þá hefði hann vitað, að hann aðhyllist síður en svo
frjálsa samkeppni vegna ofurástar á kaupsýslumönnum."
Um peninga
og pennavarga
í hinni frægu ritdeilu sinni við
Þórberg á þriðja áratugnum lofar
Kristján Albertsson fullyrðinga-
stilinn sem hann kallar svo. „Hann
gerir kleift að fara hratt yfir sögu
og koma viða við. Hann er upplits-
djörf ásjóna sannleiks og visku.“ En
Kristján bendir einnig á, að þessi
stíll getur verið hættulegur. „Það er
hann, þegar blóðþyrstir pennavargar
varpa frá sér öllum áhyggjum af rök-
stuðningi staðhæfinga sinna, til þess
eins að geta bölsótast og úthúðað
efitir vild.“ Ég rakst fyrir skömmu á
úttekt á peningum í gömlum Hel-
garpósti, og óneitanlega datt mér
þessi lýsing Kristjáns í hug, þegar
ég las þar ummæli Thors Vilhjálms-
sonar rithöfundar, því að hann er
bersýnilega ósnortinn af öllum
áhyggjum af rökstuðningi staðhæf-
inga sinna.
Pennavargurinn
Thor segir í samtali við Helgar-
póstinn: „Það, sem menn þurfa til
þess að eignast peninga, er skortur
á sjálfsvirðingu fyrst og fremst.
Ómanneskjulegheit fylgja
gjaman.. .Ég fæ alltaf svolítið fyrir
brjóstið, þegar menn eru að reyna
að koma að þeirri skoðun sinni, að
það felist einhvers konar yfirburðir
í því að eiga peninga. Þetta er vit-
leysa. Margt ómerkilegasta fólk
mannkynssögunnar hefur Einnað-
hvort átt eða stjómað miklum
fjármunum nema hvort tveggja sé.“
Thor breytist síðan í blóðþyrstan
pennavarg: „Ég hef mikla andstyggð
á viðhorfum þessara kramarakjass-
ara, eins og Friedmans, sem vilja
verðmerkja allt og alla. Ég held, að
menn hafi aldrei hugsað það til enda,
hvað það getur verið hættulegt, ef
tekið verður upp á því að meta alla
skapaða hluti til fjár.“
Peningar eru tæki, ekki til-
gangur
Thor fer í rauninni fyrirlitningar-
orðum um alla þá íslendinga, sem
vinna fyrir sér með heiðarlegum
hætti. Gengur þeim til skortur á
sjálfevirðingu með því að neita að
þriggja af öðrum án þess að gjalda
eitthvað fyrir, eins og hann gefur í
skyn? Hún er óralöng leiðin frá Thor
Vilhjálmssyni til Júlíusar skóara,
reykvísks smákaptíalista, sem Matt-
hías Johannessen skáld segir frá í
merkilegri ritgerð um athafnaskáld
í tímaritinu Frelsinu. Matthías hef-
ur eftir Júlíusi: „Sjálfetæði er það
að sækja það eitt til annarra, sem
maður getur borgað fyrir fullu
verði.“
Frjálshyggjan er
mannúðarstefna
KjaUaiinn
Dr. Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í heimspekideild
Það skiptir auðvitað meginmáli,
hvemig menn eignast peninga. Þrír
kostir eru tiltækin að ræna, betla
eða selja. Ég skal fúslega játa, að
þeir menn sýna ekki mikla sjálfe-
virðingu, sem taka annan hvom
hinna fyrmendu kosta. Þeir, sem lifa
á ölmusum úr almannasjóðum, em
til dæmis ekki líklegir til þess að
halda fullri reisn. En menn geta
staðið uppréttir í frjálsum viðskipt-
um, því að þar afla þeir fjár með því
að selja einhverja þá þjónustu, sem
aðrir vilja kaupa. Þar em ummæli
Thors fjarri öllu lagi.
Peningasöfnun er ekki tilgangur í
sjálfum sér nema í hugum nirfla og
peningapúka. í hugum allra venju-
legra manna em peningar (eða það,
sem við getum keypt fyrir þá) ekkert
annað en tæki, sem við þurfum á að
halda til þess að geta sinnt raun-
vemlegum áhugamálum okkar, lifað
fögm mannlífi. Thor þarf til dæmis
sjálfur á peningum að halda til þess
að geta keypt bækur, hlustað á tón-
list, etið og drukkið og verið glaður.
Lífið er ekki saltfiskur, en við þurf-
um saltfisk til þess að geta lifað.
Fylgismenn frjálsra viðskipta
halda því ekki heldur fram, að menn
verði alltaf betri menn með því að
eignast peninga. Margur verður af
aurum api, segir á fomum bókum.
En því aðeins græðist mönnum fé í
fijálsum viðskiptum, að þeim takist
að fullnægja þörfúm neytenda með
ódýrari og betri hætti en öðrum. Og
er það ekki lofevert?
Er Milton Friedman „kramar-
akjassari“?
Víkjum að lokum að þeim ummæl-
um Thors um Friedman, að hann sé
, .kramarakj assari “. Fátt er fjær
sanni. Ef Thor hefði haft fyrir því
að lesa einhver rit Friedmans, þá
hefði hann vitað, að hann aðhyllist
síður en svo fijálsa samkeppni vegna
ofurástar á kaupsýslumönnum.
Hann aðhyllist hana, vegna þess að
hún knýr kaupsýslumenn til þess að
leggja sig fram um að fullnægja þörf-
um neytenda.
Mér er það minnisstætt i þessu
viðfangi, þegar Friedman kom til
íslands haustið 1984. Honum var
haldið mikið hóf í Þingholti, þar sem
saman voru komnir nokkrir helstu
atvinnurekendur landsins. Þar var
Friedman meðal annars spurður,
hveijir væru helstu óvinir atvinnu-
frelsisins. Hann leit á veislugesti og
svaraði: „Líklega komist þið að því
með því að lfta í spegil." Það, sem
Friedman átti við, var, að margir
atvinnurekendur vilja frelsi fyrir
sjálfa sig, en ekki fyrir aðra. Þeir
vilja til dæmis frelsi til þess að fram-
leiða föt, en kæra sig sumir ekki um
frelsi fólks í Suður-Kóreu til þess að
keppa við þá um að framleiða föt.
Eins og Friedman þreytist ekki á
að benda á, er markaðskerfið mikil-
virkasta tækið, sem enn hefur
fundist, til þess að koma fátæku fólki
í bjargálnir. En sannast það ekki á
pennavargnum Thor Vilhjálmssyni,
að þeir einir leyfa sér að fara lítils-
virðingarorðum um peninga, sem
alltaf hafa haft nóg af þeim?
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson.
„Þeir, sem lifa á ölmusum úr almannasjóð-
um, eru til dæmis ekki líklegir til þess að
halda fullri reisn.“