Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. 9 Utlönd Auknar líkur á komu Nancy Reagan Fréttamenn ABC hvetja islenska drauga til að hræða ekki leiðtogana um of Ólaíur Amaraon, DV, New Yaric Haft er eftir talsmönnum sovéskra andófsmanna, sem nú eru búsettir í Bandaríkjunum, í aðalfréttatíma ABC sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudags- kvöld að þeir muni fara til íslands og standa fyrir mótmælum til að leggja áherslu á kröfur sínar um að sovéskir andófsmenn fai að flytjast frá Sové1> ríkjunum. í sama fréttatíma var ennfremur haft eftir íslenska sjón- varpinu að Raisa Gorbatsjov, eigin- kona Sovétleiðtogans, kæmi með manni sínum til íslands og yrði sérleg- ur gestur frú Eddu Guðmundsdóttur, eiginkonu Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. Þar var ennfremur sagt að engar áætlanir væru uppi um það að Nancy Reagan færi með eigin- manni sínum til íslands á fimmtudag en sennilegt væri að það breyttist eftir að staðfesting fékkst á því að frú Gor- batsjov kæmi. Síðar í fréttatímanum var einnig fi-étt frá Islandi þar sem sagði að is- lenskir embættismenn hefðu verið að því komnir að gefast upp á Sovét- mönnum fyrir seinagang í því að ákveða fundarstað fyrir leiðtogafund- inn. En nú hefði verið bætt úr því og Sovétmenn loks getað staðfest Höfða sem vettvang fúndar leiðtoganna. Á laugardagskvöldið var ráðist á aðalfiéttamann CBS sjónvarpsstöðv- arinnar, Dan Rather, á Park Avenue hér í New York þar sem hann var á leið heim til sín úr heimsókn hjá vini. Hann slapp með skrámur og mar á kinn. Þetta þykir D V fréttnæmt því á mið- vikudag næstkomandi flýgur Dan í aðalfréttatima ABC á sunnudag eru taldar auknar líkur á að Nancy Reagan komi til íslands i fylgd eiginmanns sins eftir að staðfest var i Reykjavík að Raisa, eiginkona Gorbatsjovs, kæmi með manni sinum hingað til lands. Rather til Islands til að flytja fréttir af leiðtogafundinum um næstu helgi. Þá hefur DV einnig fengið staðfest- ingu á því að blaðamaðurinn Nicholas Daniloff kemur til íslands til að flytja fréttir fyrir blað sitt US News and World Report. ABC sjónvarpsstöðin fjallaði enn meira um draugagang í Höfða í frétta- tíma sínum seint á sunnudagskvöld. Þar sagði í gamansömum tón frá því að nú hefði Höfði endanlega verið staófestur sem fúndarstaður leiðtog- anna og lýstu fréttamenn ABC sjón- varpsstöðvarinnar yfir þeirra eindregnu ósk sinni að draugamir myndu ekki hrella leiðtogana um of á meðan á fundinum stæði. SJÁLFSTÆÐISMENN Veljum Guðmund H. Garðarsson Kosningaskrifstofa hefur verið opnuð á jarðhæð Húss verslunar- innar, gengið inn Miklubrautar- megin. Skrifstofan er opin frá kl. 9.00—22.00 og símar eru 68 1841 og68 1845. stuðnlngsmann ÞEGAR ÞEIR TÖLDU SIG HÓLPNA PÁ VAR MARTRÖÐIN AÐ BYRJA Fifteeiand fms city and thc nig! stand a chance. u Gossett ivjd Soul i r Altheimum 4 CHARLES DURNING TONYA CROWE • LANE SMITH • CLAUOE EARL JONES Editetl by SKIP LUSK Piodticed by B0S84 FRANK f wculw proteei JOE WtZAS Orecteö by FtUNK DE FEllTtA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.