Dagblaðið Vísir - DV

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinoktober 1986næsti mánaðurin
    mifrlesu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Útgáva
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Síða 42
42 MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Dean Martin Frank Sinatra var spurður um það á dögunum hver væri uppáhaldsbar Dean Martin's. Sinatra var ekki lengi að svara um hæl. „Uppáhaldsbar Dean's get- ur verið hvar sem er. Það er sá bar sem er opinn...". Edward prins hefur reynslu á ýmsum svið- um. Síðastliðið sumar var hann algjör lukkupinni lítils áhugaeikhúss sem starfar skammt frá sumarhúsi kon- ungsfjölskyldunnar í Bal- moral. Síðastliðið sumar lék hann lítið hlutverk í upp- færslu leikhússins á verkinu Skassið tamið. Hann var auðvitað stjarna sýningar- innar og vegna þátttöku hans var troðfullt á allar sýn- ingar. Og nú hefur þetta sama áhugaleikhús beðið hann að taka þátt í upp- færslu á farsa frá Viktoríu- tímabilinu. Það er þegar hafin barátta um sætin I leik- húsinu. öm Ingi, myndlistarmaður og útvarpsmaður á Akureyri, handlék pönnuna eins og besti kokkur við pönnukökubaksturinn. Hundruð pannsa fóru í gest- ina. Erna Indriðadóttir, útvarpsstjóri Rúvak, sýnir gestum upptökusalinn. Slegið var á létta strengi í veislunni sem var í beinni útsendingu. DV-myndir JGH jón G. Hauksson, Akureyii; Ríkisútvarpið á Akureyri var gal- opnað fyrir Akureyringa á milli klukkan sautján og nítján á fimmtu- daginn var. Hundruð Akureyringa notuðu tækifærið og skoðuðu húsa- kynni Ríkisútvarpsins. Ekki skemmdi það fyrir að útvarpsmenn buðu upp á rjúkandi góðar pönnu- kökur sem bakaðar voru á staðnum. Hljómsveit var fengin til að spila fyrir gesti í beinni útsendingu. Áuk þess að sýna gestum radíóið var dag- skrá vetrarins kynnt og minnt á að Svæðisútvarpið á Akureyri hefur útsendingar framvegis klukkan átj- án. Allt er fertugum fært. Svo skemmtilega vildi til að ein af reyndustu starfsmönn- um Iðnaðarbankans, Guðrún Ólafsdóttir, sem starfað hefur í þágu bankans í 19 ár, varð fertug þennan dag. Egill Óiafsson færði henni blómvönd í tilefni dagsins og Valur Vaisson bankastjóri þakkaði henni fyrir vel unnin störf. Guðr- ún hefur aldeiiis sögur að segja bamabörnum sínum úr fertugsafmæli sínu. 400 gestir og Stuðmenn til skemmtunar. Iðnaðarbankinn hélt herlega veislu fyrir starfsfólk á Hótel Selfossi á dög- unum. Makar máttu koma með. Boðið var upp á sjávarréttasnarl að hætti Selfyssinga og dúndurstuðmúsík að hætti Stuðmanna. Tilefhið var að kynna fyrir starfefólki nýjan „alreikn- ing“, nokkurs konar sambland af sparireikningi og tékkareikningi, þar sem nafh viðkomandi reikingshafa er ritað á hvert alreikningsblað. Þetta uppátæki Iðnaðarbankans vakti kátínu starfemanna og skemmtu þeir sér hið besta. Mun andrúmsloftið sennilega verða létt hjá starfólki Iðn- arbankans á næstunni. Það var þéttsetið á Hótel Selfossi en starfsfólk Iðnaöarbankans lét það ekki á sig fá og naut þess að snæða sjárvarrétti í boði bankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 227. tölublað (06.10.1986)
https://timarit.is/issue/190825

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

227. tölublað (06.10.1986)

Gongd: