Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Fréttir Þing Verkamannasambandsins á Akureyri: Leikfléttan gekk upp Allar óánægjuraddir þagnaðar og fuli eining á þinginu Full eining var með kjaramálaályktunina á þingi Verkamannasambandsins á Akureyri i gær og tókst forystu- mönnunum þvi að setja niður ágreiningsmálin innan sambandsins. DV-mynd gk Sigurdór Sigurdórsson, DV, Akureyri: Leikfléttan, sem aöalforystu- menn Verkamannasambandsins settu af stað viö upphaf þings sam- bandsins til að setja niður ágrein- ingsmálin og gera Austfirðingum kleift aö koma inn aftur með sæmd og ná upp sameiningu innan sam- bandsins, gekk upp á þinginu í gær. Lausnin í þessari fléttu fólst í því að semja og samþykkja þannig kjaramálaályktun að engar ákveðnar kröfur eða prósentu- hækkanir launa væru þar nefndar þannig að allir hafa óbundnar hendur. Enda fór það svo að um- ræður um ályktunina voru allar á einn veg: „Halelúja'1. Björn Grétar Sveinsson, formað- ur Jökuls á Höfn í Hornafirði, sem verið hefur foringi óánægjuhópsins sem gekk út af fundi Verkamanna- sambandsins í haust, sagði í gær í samtali við DV að „tekist hefði að sigla framhjá skerjum“ þegar kjaramálaályktunin var samin. Karvel Pálmason alþingismaöur sagði aö ef ekki hefði tekist að ná sáttum um kjaramálaályktunina hefði allt eins getað farið svo að Verkamannasambandið hefði liö- ast í sundur á þinginu í gær. Þaö var alveg sama við hvern var rætt á þinginu áður en kjaramálaá- lyktunin kom fram að menn voru með lífið í lúkunum út af því að sambandið væri að springa og líða undir lok. Það er líka ljóst að kjara- málaályktunin er þannig samin að hægt er að ganga inn í þjóðarsáttar- samninga með óbundnar hendur því engar ákveðnar kröfur eru sett- ar fram. Margir halda því fram að Aust- firðingarnir hafi ekki átt annarra kosta völ en að ganga inn aftur vegna þess að ef til þjóðarsáttar- samninga kemur mundu þeir sitja eftir ef þeir ætluðu í alvöru að halda því til streitu að semja sér. Björn Grétar lýsti því að vísu yfir í gær að Austfirðingar myndu halda áfram samningaviðræðum heimá í héraði en eins og einn þing- fulltrúi sagði: „Hvað annað gat hann sagt?“ Þá þykir víst að Björn Grétar verði kosinn í framkvæmdastjórn VMSÍ en Sigfinnur Karlsson frá Neskaupstað, sem þar hefur átt sæti í mörg ár, lýsti því yfir í gær að hann gæfi ekki kost á sér áfram. „Þeir vilja mig ekki lengur fyrir austan,“ sagöi Sigfinnur. í gærkvöldi stóðu yfir skipulags- mál sambandsins og virtist svo sem menn greindi nokkuð á í því máli en umræðum var ekki lokið þegar DV fór í prentun. í dag fer fram stjórnarkjör á þinginu sem lýkur síðdegis. Sparisjóður Súðavíkur: Leggur fram kærar á fjórtán aðila - þar á meðal sýslumannsembættið Þingfest hafa verið hjá sýslumann- sembættinu á ísafirði fjórtán mál sem Sparisjóður Súðavíkur höíðar. Máhn eru höfðuð á útgefendur og framseljendur ávísana sem reyndust innstæðuiausar. Áður hefur komið fram í DV að kona kærði fyrrverandi sambýlis- mann sinn fyrir að hafa misnotað ávísanahefti hennar, þ.e. konunnar. Yíirdráttur á ávísanaheftinu var töluvert á aðra milljón króna. Spari- sjóður Súðavíkur höfðar nú þessi mál til að freista þess að fá til baka 1300 þúsund krónur, frá framseljend- um ávísananna. Embætti sýslumanns tók viö einni ávísun úr margumræddu ávísana- hefti í apríl, var það gegn greiöslu á gjöldum. Krafa kom á embættið í júlí um að greiða ávísunina. Pétur Hafstein sýslumaður segist hafa hafnað því. Og nú hefur embættinu verið stefnt ásamt öðrum aðilum sem ekki hafa viljað greiða Sparisjóðn- um. Ávísunin, sem embættið fram- seldi, var upp á tæpar tíu þúsund krónur. Pétur Hafstein segist hafa sent kröfuna á hendur embættinu til umsagnar bankaeftirlitsins og fengið þar ýmsar upplýsingar um gang mála af þessu tagi. Eftir umsögn bankaeftirlitsins taldi sýslumaður að full ástæða væri til að hafna því að greiða ávísunina. -sme Landgræðslan að lánastofnun - ríkissjóður greiddi undirboð Landgræðsla ríkisins lánaði einni af graskögglaverksmiöjum ríkisins, Fóður og fræ, allan áburð sem verk- smiöjan þurfti að nota árið 1986. Framkvæmdastjóri Fóðurs og fræs er jafnframt fulltrúi landgræsðslu- stjóra. Á sama ári undirbauð Fóður og fræ framleiðslu einu graskögglaverk- smiðjunnar á landinu sem rekin er af einkaaðila. Seinna á árinu fékk Fóður og fræ fimm milljónir úr ríkis- sjóði vegna þess hve illa fyrirtækið var statt fjárhagslega. Páll Ólafsson, eigandi verksmiðjunnar í Brautar- holti, segist ekki geta litið öðruvísi á en svo aö verið sé að greiða niður framleiðslu verksmiöjunnar. Hann segir að Fóður og fræ hafi undirboð- ið sig og náð frá sér viðskiptum við störan aðila. Sigurður Þórðarson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir það vera rétt aö Fóður og fræ hafi fengið 5 milljónir í desember 1986. Hvort það hafi verið vegna undir- boða, vildi hann ekki segja til um. Um ásakanir Páls sagði Sigurður að Páll hetði undirboðið verksmiðjur ríkisins til fjölda ára. Páll Ólafsson hefur haft nokkra sérstöðu í framleiðslu á grasköggl- um. Fyrir það fyrsta að vera eini einkaaðilinn í greininni og eins fyrir aö honum hefur undantekningalítið, tekist að selja alla sína framleiðslu. Öðrum verksmiðjum, sem hafa verið að langmestum hluta í eigu ríkisins, hefur aftur á móti reynst erfitt að selja framleiðslu sína. Vegna mikill- ar birgðasöfnunar var aðeins hluti verksmiðjanna starfræktur í sumar. -sme Sgurdór Sgurdórasen, DV, Akureyrr Ný þjóðarsátt, sem DV skýrði frá í gær að væri í burðarhðnum, var mjög til umræðu á þingi Verka- mannasambandsins í gær og virtist slíka 9amningaleið. Það er líka al- veg Ijóst að kjaramálaályktun ályktuninm: „Meginmarkmið í næstu samningum verður að leiö- rétta þennan ójö&iuð og hækka laun áðumefndra hópa.“ Þá segir einnig í ályktuninni: „Forsendur brostnar.“ Jaíhframt er rOtís- stjómin sökuö þar um aö brjóta samninga og sagt að enginn hafi haldið samningana nema verka- kaiia kröfu 1 ályktuninni er þar sem segin „Það sem einkennir stöðu kjaramála nú er arrnars veg- ar óviðunandi kjör fiskvinnslu- fólks og annarra láglaunahópa en hins vegar óþolandi misgengi launa í þjóðfélaginu." Síöar segir í Það setn ef tii vill bendir sterkast til þjóðarsáttarviija er eftirfarandi klausa: „Það er sérstakt hags- munamál launafólks að verölag haidist stöðugt og mun Verka- rnannasambandið gera allt sem unnter í þelm efnum.“ Sigurdór SguidóiaBom DV, Akureyn: Tfflaga um skipulagsbreytingar var lögð fram á þingi Verkamannasam- bandsins í gær. Þar er lagt til að sambandið verði deildaskipt og að deildlrnar verði fimm. Þar er gert ráð fyrir deild flskvinnslufólks, deild starfsmanna 1 bygginga- og mannvirkjagerð, deild verka- manna hjá ríki og sveitarfélögum, deild starfsmanna við orkufrekan iðnaðog deild sem kölluð er „ann- að“. Verkefni deUdanna á að vera samkvæmt þessurn tUiögum samn- ingar viö atvinnurekendur, að- búnaöur, vinnuumhverfi, menntun, starfsþjálfun og örrnur mál er snerta Um þessa tillögu eru skiptar skoð- anir. Margir vhja að deiidimar verði bara þrjár en umræða um þetta mál stóö enn yfir er DV fór í prentun og veröur málið afjgreitt i dag. Nokkuð sett í nefnd og yrði síðan tekið fyrir á aukaþingi sambandsins í maí á næsta vori. Talið er liklegt að þessi ust í gær að ijúka ætti málinu á þinginu nú. Samið um sölu á saltsíld til Sovétríkjanna: Mjög hagstæðir samningar náðust Mjög hagstæðir samningar náðust við Sovétmenn um kaup þeirra á saltsíld í gær. íslensk samninganefnd hefur dvalið í Moskvu um hríð og samningagerðin gekk stirðlega þar til í gær. Samningar náðust um að Sovét- menn kaupi í ár 200 þúsund tunnur af saltsíld en það er sama magn og þeir keyptu í fyrra. Þá féllust þeir á verðhækkun frá því í fyrra og nemur hækkunin 11 prósentum í Banda- ríkjadollurum. Þessi samningur þykir þeim mun hagstæðari fyrir okkur íslendinga þar sem mikið framboð er af ódýrri saltsíld í heiminum og var jafnvel búist við að íslendingar neyddust til aö lækka verðið á síldinni töluvert frá því sem fékkst fyrir hana í fyrra. -ATA DV Akuisvri: iltuunvæuiuaSQOni 1 StaO ólgUUnS Stguriór agurdóraBOíX, DV, Atareyrt Karlssonar sem 1v«H hxA vfln < ^ Talið er víst að Karvel Pálmason alþingismaður verði kjörinn vara- formaður Verkamannasambands íslands á þingi þess á Akureyri í dag og er taiiö afar ólíklegt að ein- hver bjóði sig fram á móti honum. Þá er einnig taliö ipjög líklegt að Bíjöm Grétar Sveinsson, foringi útgöngumanna í haust, komi inn í Karlssonar sem lýsti því yfir í gær að hann gæfi ekki kost á sér. Margir eru á því að Sigfinnur muni einnig hætta sem formaöur Alþýðusambands Austurlands á næsta þingi þess og aö Hrafnkeil A. Jónsson frá Eskiflröi verði næsti forraaður Alþýöusambands Aust- uriands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.