Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 22
r 22 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Enn um framburð Undanfama tvo laugardaga hef ég íjallaö um framburð og mim svo enn um sinn. Ástæðan? Þeir sem á annað borð velta fyrir sér stööu íslenskrar tungu hljóta að komast að þeirri niðurstöðu að æskilegt sé að viðhalda máhnu sem minnst breyttu án þess þó að hneppa það í fjötra. Það er aldrei hægt að halda nokkru máli óbreyttu. Einungis dauð mál geta haldist óbreytt. Vandamálið felst þá annars vegar í því að greina á miili þeirra breyt- inga sem skipta máli og hinna sem minna máh skipta, hins vegar að meta hvort einhver ástæða sé til að grípa inn í gang breytingarinnar. Einstakar breytingar eru misaf- drifaríkar fyrir framtíð íslens- kunnar. Sumar geta leitt til veigamikilla breytinga á gerð máls- ins; aðrar auka einungis á flöl- breytnina og gera mönnum kleift að hta mál sitt blæbrigðum. Hér verða tekin tvö dæmi, annars vegar þágufallssýki, hins vegar einhljóðunin æ verður a. Fyrri breytingin skiptir að mínu áhti mjög litlu, hún er veigahtil; sú seinni er afdrifaríkari, er miklu meiri breyting. Þágufallssýki felst í því að nota þágufah í stað þolfahs með óper- sónulegum sögnum. Um er að ræða tiltölulega fáar sagnir, flestar sagn- ir eru persónulegar, þ.e. hafa með sér fallorð í nefnifalh. Það er engin breyting á beygingakerfinu sem slíku þótt menn segi mér langar í stað mig langar. Málið er jafnbeygt eftir sem áður. Breytingin æ verður a veldur á hinn bóginn því að í hljóðkerfi málnotandans fækkar um eitt hljóð. Hljóðkerfið breytist. Ég þykist ennfremur hafa orðið var við aðra afleiðingu þágufahs- sýkinnar, eða öhu heldur tunræð- unnar um hana. Mér finnst oft erfitt að heyra hvort menn segja mér eða mig. Það vih breytast í mé og mi eða einhvers konar blöndu beggja orðanna, rétt eins og menn séu hræddir við að láta uppskátt um hvom kostinn þeir hafa valið. Mér finnst það alvar- legri breyting að mér og mig breytist í mé og mi heldur en það hvort falhð menn nota með óper- sónulegum sögnum. íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson Um tökuorð gildir svipaö. Engin sérstök ástæða er til að amast við tökuorðum, nema þeim sem engri beygingu taka. Ég sé til dæmis enga ástæðu til að hamast gegn orðinu videó. Það beygist eftir íslenskri fallbeygingu, eins og píanó. Öðru máli gegnir um tökuorð eins og lýsingarorðið næs. Það beygist ekki, hvorki í kynjum, tölum né follum. Næs brýtur í bága við regl- ur beygingakerfisins og táknar því veiklun þess. Orðið vídeó gerir það ahs ekki. Hér verður reyndar að gera einn fyrirvara og hann er sá að við vit- um sjaldnast af hveiju málbreyt- ingar stafa og enn verra er að spá um hvaða afleiðingar þær hafa. Sífellt em að verða breytingar á málinu og við verðum þeirra vör eftir á. Breytingar verða hins vegar fyrst í talmáh og ritmál htast af þeim. Ýmislegt bendir til þess að breytingar séu miklar á framburði íslenskunnar og því finnst mér meiri ástæða til að gefa framburð- inum gaum heldur en að vera sífellt að hamra á því að beygingakerfið sé í hættu. Sagan kennir okkur sömu lexíu. Hljóðkerfi íslenskunnar hefur tek- ið verulegum breytingum en beygingakerfiö hefur staðið af sér erlend áhrif, innlenda vankunn- áttu og annað sem menn kunna að telja tungunni hættulegt. Óskýrmæli í síðasta þætti nefndi ég þrjú at- riði sem gera framburð manna óskýran. Reyndar er ahs ekki hlaupið aö þvi að skilgreina óskýr- mæh og upptalning mín er fjarri því fullnægjandi. Til að bæta um betur kemur efdr- farandi: í nokkur ár hefur staðið yfir umfangsmikil mállýskukönnun um aht land. Aðstandendur hennar eru þeir Kristján Ámason og Hö- skuldur Þráinson. Eitt af því sem þeir rannsaka er óskýrmæh. Sam- kvæmt því eru óskýrmæli: 1. Brottfah önghljóða. Dæmi: dag- blað verður dabla, ánægður verður ánæður. 2. Samlögun neftiljóöa, þ.e. m og n. Dæmi: innbær verður imbær, hin blöðin verður him blöðin. 3. Brottfall atkvæða. Dæmi: kló- settið verður klósdið, hjólinu verður hjólnu, Keflvíkingar og Akurnesingar verða Keblígar og Aknesigar. 4. Önghijóðun nefhljóða, þ.e. þegar m eða n rennur saman við undanfarandi önghljóð. Dæmi: samferða verður saverða. (Því miður er ekki unnt að sýna framburðinn hér en effið (vaffið) verður nefmælt). 5. Brottfall neíhljóða. Dæmi: fs- lendingar verður fsledigar. Þá er það ekki meira að sinni. Hafið það gott um helgina. Það er aldrei hægt að halda nokkru máli óbreyttu. Einungis dauð mál geta haldist óbreytt. Vísnaþáttur Ef um það væri spurt hvert væri frægasta afbrotamál á íslandi frá hinumsíðari öldum myndu eflaust flestir nefna morð Natans Ketils- sonar og fara aö rekja þá miklu harmsögu sem því er tengd. Síðasta aftaka á íslandi 1830 Hægt væri að nefna meira en hálfan tug rithöfunda á síðustu öld og þessari sem hafa ritað um þessi efni fræðibækur og skáldrit. Þrír eða fjórir þeirra eru enn á meðal vor. Við þessa sögu, þó óbeint sé, kemur ein af skáldkonum okkar sem telja verður meðal þeirra list- fengustu þótt vísur hennar séu æði misjafnar. Um Rósu Guðmundsdóttur, eða Skáld-Rósu, hefur dr. Guðrún P. Helgadóttir ritað allra manna fræðilegast. Það er 1 seinna bindi ritsins Skáldkonur fyrri alda, 1963.' Vísur eftir Rósu, er hér birtast, eru teknar úr þeirri bók. Rósa er fædd 1795 í Eyjafirði, bóndadóttir, fermd í Möðruvahakirkju. Þegar á því höfðingjasetri hefst þjóðsagan um Rósu sem ástkonu Páls Melsteð sem þar var amtmannsskiifari og síðar valdamaður með þjóð sinni. Opinberlega er Rósu hvergi getið í sögu hans. Ung kona á Rósa að hafa ort til Páls þessa alkunnu vísu: Man ég okkar fyrri fund, fom þó ástin réni. Nú er eins og hundur hund hitti á tófugreni. Ástkona ævintýramannsins Rósa giftist manni úr alþýðustétt Astir og lætur elstu dóttur sína heita Páhnu. En senn kemur ævintýra- maðurinn Natan Ketilsson th sögunnar. Hann er ættaður úr Húnavatnssýslu, ekki alveg efna- laus, oflátungur, hagmæltur og gekk í augun á konum. Hann var ekki grandvar maður í orði og æði, hafði komist yfir jörð, ávaxtaði fé sitt og annarra með ýmsum hætti og fékkst við lækningar. Hann vhdi gjarnan vinna sér hylh höfðingja en var hvorki þeim né öðrum trúr. Almælt var að Rósa heföi gerst ást- kona hans um tíma og átt með honum bam sem þó var kennt manni hennar. Frá þeirri tíð er tal- in þessi vísa: Seinna nafnið sonar þíns sífellt þig á minni, að oft var fáklædd eyja hns uppi í hvhu þinni. En maður Rósu, sem kallaður var faöir Rósants Bertholds, lét Natan fara úr vistinni. Th er hka önnur vísa eftir Rósu sem sumir telja að ort sé th Natans: Augað snart er táram tært, tryggð í partast mola, mitt er hjartað sárum sært svik er hart að þola. Eftirfarandi vísa er eignuð þeim í sameiningu, Rósu - fyrirpartur- inn - og Natan - seinni hlutinn: Ég ann þér meðan í æðum mín einn blóðdropi kvikar. Sannlega hefur sálin þín sopið á vísdómsbikar. Skáld-Rósu Vísnaþáttur Natan myrtur Vísur Rósu og Natans em miklu fleiri en hér eru birtar. Þeirra veg- ir voru löngu aðskhdir og hann kominn í tygi við aðrar konur þeg- ar hann var myrtur. Þegar Rósu bámst þessi miklu tíðindi á hún samt að hafa ort: Hef ég lengi heimsfógnuð haft og gengið bjarta. Nú veit enginn, utan guð, að hvað þrengir hjarta. Og einnig þessa: Ég hef friðar enga stund átt, en kviðið harmi. Mér hefur hðið eins og und opin svíði í barmi. Ennfremur: Sorgin djúpt mig sviptir ró, sinnið margt fær stungið, má ei kvarta minnsta þó, mitt er hjartað spmngið. Rósa skildi við mann sinn þegar Súsanna dóttir hennar fæddist og var þá talin ber að hórdómi því að ahir eignuðu Natan bamið, enda mun hann ekki hafa farið dult með heimsóknirnar th Rósu frekar en samband sitt við aðrar konur. Því fór sem fór. Þetta var afbrýðimorð. Ungur piltur vann ódæðisverkið með hjálp kvenna sem Natan hafði svikið. Rósa og Agnes Agnes og Friðrik hétu þau og misstu höfuð sín. Rósa á að hafa ort til hennar: Undrast ekki, bauga brú, þótt beiskrar kenni pínu, hefur burtu hrifsað þú helft úr brjósti mínu. En Agnes var hka gáfukona og vel hagmælt. Hún orti: Sálar minnar sorg ei herð, seka drottinn náðar, af því Jesús eitt fyrir verð okkur keypti báðar. Er mín klárust ósk til þin, angurs tárum bundin, ýfðu ei sárin sollnu mín, sólar báru hrundin. Um synd sína, þegar’ Súsanna fæddist, orti Rósa: Engi lái öðmm frekt einn þó nái faha, heldur gái að sinni sekt, syndin þjáir alla. Flestu kenna fæ ég á, fæst þó nenni telja, verstu brenna nauðir ná, næstum spennir helja. Tvær lokavísur En hverfum nú í lokin th yngri daga Rósu og birtum vís- ur frá þeim stundum: Engan leit ég eins og þann álma hreyti bjarta. Einn guð veit ég elskaði hann af öllum reit míns hjarta. Rósa varð gömul, dó vorið 1855. Það þótti þá mikih aldur hjá erfiðis- fólki. Hún gerði víðreist um sína daga og féll frá á norðurleið. Bestan veit ég blóma þinn, blíðu innst í reitum. Far vel Eyjafjörður minn, fegri öhum sveitum. Utanáskrift: Jón úr Vör Fannbraut 7, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.