Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Page 17
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 17 DV Popp Ný plata með Bjartmari Guðlaugssyni á næstu grösum: Olivia Newton-John aldrei hefur handtak gert í fiski í fylgd með fullorðnum er nafnið á nýju sólóplötunni hans Bjartmars Guðlaugssonar, hans þriðju. Eitt lag hefur þegar heyrst í útvarpi og sjón- varpi: Týnda kynslóðin. Dæmigert fyrir Bjartmar að taka hana fyrir, hann sem söng á fyrstu plötunni um gamla hippann sem er orðinn að kóti- lettukarli. Ég heimsótti Bjartmar á mánudagskvöldið var, drakk með honum könnu af kaffi, hlustaði á nýju plötuna af kassettu og ræddi við hann um heima og geima en þó fyrst og fremst tónlistarferilinn að fornu og nýju. Það er sígilt í viðtölum að byrja að spyijast fyrir um nöfn hljómplatna. Skyldi í fylgd með full- orðnum hafa eitthvert táknrænt gildi, til dæmis þegar aldursmunur Bjartmars og undirleikara hans er hafður í huga? „Nafnið er táknrænt fyrir plötuna í heild,“ svaraði Bjartmar. „Það er frekar ég sem er í fylgd með fullorðn- um. Það eru Friðrik Karlsson og Gunnlaugur Briem úr Mezzoforte sem stjóma upptökunum og sjá um hljóðfæraleikinn með Eyþóri Gunn- arssyni og Jóhanni Ásmundssyni. Ég er eiginlega í fylgd með fullorðn- um, bæði tónlistarlega og útgáfulega séð. Nú, svo er líka lag á plötunni sem heitir þessu nafni, titillagið." Við hlustum. Greinilegt er að nýja platan hljómar öðruvísi og miklu betur en fyrri plötur Bjartmars. Hvemig skyldi það hafa atvikast að hann og liðsmenn Mezzoforte tóku saman höndum? „Það var útgefandinn, Steinar Berg, sem átti hugmyndina,“ svaraði Bjartmar. „Ég neita því ekki að ég þurfti að hugsa mig um áður en ég meðtók þá hugmynd. Þegar einhver benti mér á að í sjálfu sér ættu fjór- menningarnir í Mezzoforte ræ'tur í rokki sló ég til og sé ekki eftir því. Mér heyrist platan hafa gengið upp hvað varðar spilamennsku og hljóm- burð. Þeir eru svo flinkir, þessir strákar, að þeir eru tvímælalaust á heimsmæhkvarða. Sjálfur er ég sátt- ur við mig hvað varðar textagerð og söng.“ Á fyrri plötum sínum hefur Bjartmar allajafna lagt mikið upp úr textum sínum. Eru lögin enn í öðru sæti? „Nei, nú er ég farinn að leggja lög og texta að jöfnu," svaraði hann og hló. „Það er rétt að textarnir réðu ferðinni alveg hér áður fyrr en það rann upp fyrir mér fyrir nokkru að ein lítil melódía getur verið mikið ljóð. Auðvitað spila textamir ennþá mjög stóra rullu hjá mér og ég er hjartanlega sannfærður um það enn- þá að góður texti getur gert gæfu- muninn í rokklagi.“ Sumarliði er með Lögin hljóma. Á einum stað full- yrðir yrkisefnið „að það sé enginn alki og berji aldrei konur nema stundum". „Þetta er Sumarliði," sagði Bjart- mar. „Hann kom síðastur til leiks að þessu sinni. Mér fannst ég verða að hafa hann með.“ Sumarliöi kom við sögu í tveimur lögum á fyrstu sólóplötu Bjartmars, Ef ég mætti ráða. Á þeirri næstu söng hann um Sumarliða í einu lagi. Vart er tekið viðtal við Bjartmar án þess að spurt sé um hver Sumarliði sé. Vitandi að hann gefur ekkert upp um það frekar en fyrri daginn spurði ég þess í stað hvort einhver heildarlína væri í textum nýju plötunnar. „Nei, þetta er allt hvert úr sinni áttinni," svaraði Bjartmar, „enginn heildarsvipur, bara nærmyndir af mannlífmu, teknar með þröngu lins- unni. Háðskur? Nei, nei, bara hæfi- lega nastí. Reyndar fjalla þrjú lög á plötunni um eitthvað sem er týnt,“ hélt hann áfram íbygginn. „Eitt er um týndu kynslóðina, annað um týndu kyn- slóðina á sunnudagsmorgni og hið þriðja um týndan poppara. Þú spyrð hvort ég hafi eitthvað á móti jafn- öldrum okkar. Síður en svo. Ég held ekki að ég sé að gera neitt grín að týndu kynslóðinni... jæja, kannski svolítið. Annars held ég að allt þetta kjaftæði um týndu kynslóðina sé á misskilningi byggt. Ég hef aðeins einu sinni eða tvisvar kíkt á týndu kynslóðina í Hollywood. Ég er orðinn svo óskaplega heimakær að ég nenni ekki á böll lengur, - fer frekar á góð- an konsert.“ Við hlustum á kassettuna. Titillag- ið líður hjá og allt í einu hljómar kunnugleg rödd. Laddi? „Nei, Eiríkur Fjalar.“ Bjartmar varð kvikindislegur á svipinn. „Mér virðast alls kyns dúettar vera í tísku, Bubbi og Megas og svoleiðis, svo að ég fékk Erík Fjalar með mér í einu lagi. Hann stóð sig alveg frábærlega. Jakob Magnússon kemur líka aðeins við sögu, einnig félagar úr kór Lang- holtskirkju. Eva Albertsdóttir, Erna Þórarinsdóttir og María Helena Har- aldsdóttir syngja svo meö mér bakraddir. Þar með held ég að allir séu taldir, að viðbættum félögunum í Mezzoforte." Meira um texta Ég reyni að hlusta eftir textunum með tilliti til ljóðstafa. Þeir virðast ekki vera fyrir hendi að þessu sinni. Best að víkja að slíku næst. „Stuðlar og höfuðstaíir í rokktext- um eru rugl,“ sagði Bjartmar. „Ragn- heiður biskupsdóttir var með brókarsótt hljómar mun eðlilegar fyrir mér en Ragnheiður biskups- dóttir brókar var með sótt. Rokkarar hafa ekkert með bragfræði að gera. Hún heftir þá og gerir textana af- káralega. Ég yrki hins vegar heilmik- ið á hefðbundinn hátt og einnig þannig að ég skrumskæli allar brag- reglur....“ Því til sönnunar fer Bjartmar með nýlegan brag sem ég næ ekki niður í - bið hann þess í stað að leyfa mér að heyra fyrsta textann sinn. Það er auðsótt mál. „Ég orti þennan texta þegar ég var tólf eða þrettán ára,“ sagði Bjartmar. „Mig minnir að hann hafi orðið til um það leyti sem Lumumba var myrtur. Ég hef enn ekki samið lag við þennan texta en ætla að gera það einhvern tíma. Hann heitir Matvæla- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna og er svona: Við kræsinganna borð þeir sitja í hóp og þykjast kanna hvernig öll þeirra orð metti milljónir manna. Svo veifa þeir hungruðum börnum með brosi og vinarhóti en börnin eru bara allt of máttfarin til að geta veifað á móti. „Ég held að textarnir á nýju plöt- unni séu einlægir," hélt Bjartmar áfram. „Ég er farinn að leggja meira upp úr smáatriðum en áður: Hvemig mamma beyglar munninn þegar hún maskarar augun. Hvað hryggurinn er umkomulaus þar sem hann þiðnar á eldhúsborðinu á sunnudegi eftir að mamma og pabbi hafa verið aö djamma nóttina á undan. Þannig at- riði sem margir kannast við og geta heimfært upp á sjálfa sig. Olivia Newton-John aldrei hefur handtak gert í fiski og borðar af heldri manna diski... Ég er hins vegar að velta því fyrir mér að fara inn á ný viðfangsefni í textunum einhvern tíma síðar. Hef- urðu veitt því athygli að pólitíkusar og hámenntaö fólk sleppur yfirleitt alltaf framhjá textasmiðum? Ég gæti vel hugsað mér að skoða þann þjóð- félagshóp nánar og vinna úr honum í framtíðinni." Til upphafsins Bjartmar Guðlaugsson. laga- og textasmiður, er málari að mennt. Tónlistin hefur þó sjálfsagt átt hug hans allan frá barnæsku: „Ekki aldeilis," svaraði Bjartmar og glotti. „Ég lét tónlist lönd og leið til ársins 1980, hlustaði bara á hana í útvarpi. Hélt upp á Jethro Tull, Rolling Stones, Pink Floyd og leiddist Bítlarnir. Svo gerðist það að ég fór á Melarokkið, sat þar allan daginn og hlustaði á fólk sem kunni ekkert fvr- ir sér en spilaði og spilaði eins og það ætti lífið að leysa. Þá fékk ég ein- hverja hugljómun. Ég gat náttúrlega líka gert eitthvað eins og þessir krakkar. Upp úr því fór ég að glamra á gítar - kunni náttúrlega ekkert til að byrja með en gafst ekki upp. Á táningsárunum hafði ég mestan áhuga á myndlist, hafði mikinn áhuga á því að mála og teikna. Svo klúðraði ég því öllu fvrir mér og fór til sjós og í frystihús. Segið svo að ekkert hafi komið út úr pönkbvlgjunni nema Bubbi Mort- hens og Sykurmolarnir: Platan í fylgd með fullorðnum ber þess sann- arlega ekki merki að höfundur hennar hafi orðið fyrir hugljómun á einum mestu tónleikum íslensku nýbvlgjunnar. Ég segi revndar ekki alveg satt þeg- ar ég segi að ég hafi engin afskipti haft af tónlist fram til áo. Ég hafði lítils háttar leikið á trommur með hljómsveitum." sagði Bjartmar og gretti sig. „Ég fékk bara ekkert út úr því. Sköpunarþráin fékk enga út- rás. Ég finn mig alltaf best einn með kassagítarinn. I eina skiptið sem ég lék með alvöruhljómsveit fann ég mig ekki heldur almennilega því að við þurftum að kópíera erlenda tón- list til að flytja á böllum. Nú stendur revndar til að ég spili með hljóm- sveit í vetur til að kynna nýju plötuna. Ætli við komum ekki tíu til tuttugu sinnum fram. Að öðru leyti verð ég bara á ferðinni með kassagít- arinn. Ég hvíldi mig reyndar á spila- mennskunni í vor og sumar og æfði mig þess í stað á gítarinn. Nú held ég að ég geti skammlaust notað hann til fleiri hluta en bara að semja á hann lög.“ En hvernig gengur að semja lög núna þegar þau skipta orðiö jafn- miklu máli og textarnir - eða næstum því eins miklu máli? „Ég fletti ekki svo Mogganum án þess að fá hugmyndir," svaraði Bjartmar. „Svo sit ég hér undir súð með gítarinn og gamla kassettutækið hans pabba. Verði eitthvað til sem ég er sæmilega ánægður með geymi ég það til seinni tíma. Annars sleppi ég því. Ætli ég eigi ekki um fjörutíu lög núna sem ég þyrfti að láta ein- hverja aðra hafa. Þetta er efni sem ég kem aldrei til með að nota sjálfur." Bjartmar Guðlaugsson er í stór- sókn þessa dagana. Fyrsta platan hans er orðin safngripur. Sú næsta fór fyrir ofan garð og neðan þrátt fyrir góð tilþrif (Hrúturinn og Stúd- entsdúfan, svo dæmi séu tekin). Nýja platan á áreiðanlega eftir að hljóma. Verið viðbúin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.