Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 14
14 . . .einn með öllu -sett upp á svipstundu. Stærðir: 1,50x2 m 2x2 m Visa/EijrokPl K. AUÐUNSSON GRENSÁSVEGI 8 S: 68 67 75 & 68 60 88 ^SPER^V SR 50 GÍRÓKOMPÁS - Fyrirferðarlítill - Enginn vökvi - Auðveldur í notk- un - Frábær tæki á mjög hagstæðu verði Friðrik A. Jónsson h.f. Skipholti 7, Reykjavik, Simar 14135 — 14340. LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Málfríður í Dagverðargerði í viðtali við DV:1 Viðtal: Anna Ingólfsdóttir Þá mundu menn loka mig inni í Dagverðargerði í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu býr kona að nafni Málfríður Eiríksdóttir og hefur gert alla sína ævi, að undanskildum tveim árum. Þá dvaldi hún á sjúkra- húsi vegna berkla sem hún hlaut örorku af. Málfríður býr nú einsömul og hef- ur gert í 12 ár eða síöan Eiríkur bróðir hennar ílutti suður og hóf störf sem bókavöröur á Alþingis- bókasafninu. Málfríður hefur í 12 ár safnað póstkortum og á hún nú um 21.500 kort, eitt af hverri tegund, bæði innlend og erlend. í húsakynnum Málfríðar í Dag- verðargerði er heldur kuldalegt um að litast. Þar er ískalt og húsið ber þess greinileg merki að því hefur ekki verið haldið við í áratugi. - Málfríður, þú hefur átt heima hérna alla tíð ekki satt? Alla mína hundstíð og kattarævi „Jú, ég hef átt hér heima alla mína „hundstíð og kattarævi", var að vísu burtu um tveggja ára bil og dvaldi þá á berklahæli. Ég varð öryrki eftir berklana en örorkan kemur fram í slæmsku í brjósti, handlegg og öxl. Á yngri árum skaust ég í vinnu tíma og tíma sem hlaupastelpa. Hingað að Dagverðargerði flutti faðir minn með sínum fósturforeldr- um árið 1899, þá 9 ára gamall. Þegar fósturfaðir hans dó tók hann við búi ásamt fósturmóður sinni. Síðar gift- ist hann móður minni sem réðst í kaupavinnu á næsta bæ. Þau bjuggu hér alla sína tíð og eignuðust fjögur börn en tvö dóu ung. Við erum því tvö á lífi en eigum að visu tvær fóst- ursystur sem eru mæðgur. Móðirin eignaðist barn 15 ára gömul með manni sem var vinnumaður á næsta bæ. Foreldrar mínir tóku þær í fóstur og þær bjuggu hér. Þegar pabbi dó tók Eiríkur bróðir við búskap en hætti eftir 10 ár. Hann var bijóstþungur og þoldi þessa vinnu illa. Eftir þetta vann hann ýmsa kaupavinnu þar til haustið 1975 að hann fluttist alfarinn suður og fékk vinnu sem bókavörður í AI- þingisbókasafninu. Við Eiríkur erum bæði ógift. Ég á einn son. Hann er flökkufugl og vinn- ur hjá verktakafyrirtæki í Færeyjum og Danmörku. Eg hef nú verið ein í 12 ár en hafði að visu verið ein tíma og tíma áður. Eiríkur og sonur minn koma gjarnan og dvelja stundir hjá mér. Borga ekki túskilding En ég telst víst alger einbúi og kann því bara vel. Þó er það ekki galla- laust að búa einsömul. Lengi eftir berklana fékk ég greiddan örorku- styrk en fyrir nokkrum árum komst ég á fullar örorkubætur og þá gekk betur að ná endum saman. En ég hef ekki bolmagn til þess að láta gera við húsið. Eiríkur bróðir á húsið og ég borga ekki grænan túskilding í húsa- leigu. Ymsu er hér ábótavant og hér er kalt á vetrum þegar stormasamt er því gluggarnir eru orðnir óþéttir. Rafmagnskyndingin er ekki nógu sterk þegar kuldar eru. Það sem ekk- ert er gert fyrir það smágengur úr sér. En mig langar ekki til að fara og hef heldur ekki aö neinu að hverfa neins staðar. Á meðan ég hef þessa heilsu þá verð ég hér. Ég segi eins og stúlkan forðum: „Þá koma tímar, þá koma ráð.“ Ég sé um mig sjálf og get ekkert sagt til um hvenær for- sendur breytast. Ég þyki manna nískust og hef þurft að vera það. Ef ég þyrfti að flytja í þéttbýli og borga 15-20 þúsund í húsaleigu á mánuði eða kaupa íbúö þá myndi ég ekki treysta mér til þess á þessum bótum. Þá yrði svo htið eftir að ég gæti ekki lifað af því. Það er líka erfitt fyrir öryrkja að flytja sig um set. Maður verður helst að hafa bakhjarl til að redda einu og öðru. Það hefur verið djöfullega búið að gamla fólkinu og öryrkjum. Að vísu hækkuðu bæturnar en síðan hækk- aöi matvara og þjónusta og ég efast um að við stöndum betur með hækk- aðar bætur. Það má heita gott ef við höfum staðið í stað. Þó efast ég um það. Þótt þetta eigi að heita velferðar- ríki þá eru nú á því ýmsir gallar, nema helst rétt fyrir kosningar, þá virðist allt í lagi.“ - Hverjumaugumlíturþújafnréttis- baráttu kvenna? Bilið milli karla og kvenna of mikið „Frá því ég var barn hefur mér fundist bilið milli karla og kvenna alltof mikið. Ég minnist þess þegar hreppstjórinn og faðir minn voru að semja skattaskýrslu fóður míns. Þeir sátu hér í baðstofunni og ég spurði þá af hveiju mamma gerði ekki skattaskýrslu. Ég var þá á níunda ári. Svipurinn á þeim varð alveg dá- samlegur og þeir htu hvor á annan. Að síðustu svöruðu þeir þvi að ég væri ekki nógu þroskuð til að skilja þetta. Mér finnst óréttlátt að kynferði eitt ráði því að sumir fái helmingi meira í mánaðarlaun heldur en aðrir. Þó veit ég að það er ógerningur að alhr sitji við sama borð og fái sama kaup.“ - Nú safnar þú póstkortum. Hvernig byrjaði sú söfnun? „Mig langaði alltaf til þess að safna póstkortum alveg frá því ég var krakki. Árin liðu en ég kunni ekki við að safna, meðal annars af ótta við að vera talin snarvitlaus og af því að sníkja því oft þarf maður þess. Það var ekki fyrr en bróðir minn hætti búskap að ég hóf söfn- un. Ég fiskaði hjá ömmu minni og þeg- ar ég byrjaði átti ég eitthvað á fimmta hundrað korta. Ekki kom nú mikið af kortum til okkar því við vorum hvorki vinsæl né hátt skrifuð. En fólk átti bunkana af kortum og söfn- unin gekk vel fyrst í stað. Mikilvægt var að hafa tal af sem flestum. Póstkortin og Árni Johnsen Ég get sagt frá því að fyrir nokkrum árum kom Árni Johnsen hingað og vildi eiga viðtal við Eirík bróður. Eiríkur var þá að búa sig undir Vopnafjarðarferð. Það vildi svo til að Árni var líka á leið til Vopnafjarð- ar. Á meðan Eiríkur var að búa sig bauö ég Árna inn í baðstofu og til þess að honum leiddist ekki sagðist ég vilja spjalla við hann. Hófum við samræður og Eiríkur bættist í hóp- inn. Töluðum við um daginn og veginn. Segi ég síðan við Eirík: „Greyið, þú hittir fullt af köllum og kellingum. Æ, reyndu nú að fá kort.“ Árni spurði strax hvort ég safnaði póstkortum og gerði mikið úr. Stuttu seinna kom mikið viðtal í Mogganum og var þaö mest um mig. Eg varð bálvond en fyrirgaf þó mannkertinu því ég fékk drjúgar kortasendingar víðs vegar að í kjölfar viðtalsins. Eiríkur segir mig flokka fólk í tvo Systkinin Málfriður og Eiríkur bjuggu lengi saman en siðustu tólf árin hefur Málfríður verið ein eftir að Eiríkur gerðist bókavörður hjá Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.