Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 7 Nærri áttræð ekkja í Smárahvammi: Með 270 milljóna króna land í kringum sig Smárahvammslandið í Kópavogi og Garðabæ verður eigendum sín- um drjúgt áður en yfir lýkur. Nokkuð er búið að láta af því en eftir eru um 53 hektarar og má búast við að þeir fari á um 270-300 milljónir króna. Það er 78 ára göm- ul ekkja í Smárahvammi sem er aðaleigandi landsins. Þau Kristján ísaksson og Guðrún Kristjánsdóttir bjuggu lengi í Smárahvammi og þar býr ekkjan enn og einnig tveir synir þeirra með fjölskyldum. Ein dóttir býr annars staðar í Kópavogi með fjöl- skyldu sinni. Þriðji sonurinn lést frá fjölskyldu fyrir allnokkrum árum. Afkomendur Smára- hvammshjónanna hafa fengið litla skika út úr búinu sem er annars að mestu leyti óskipt. Samband íslenskra samvinnufé- laga hefur gert kaupsamning við eigendur Smárahvamms um að kaupa 23 hektara úr landinu. Leynd hvílir yfir kaupverðinu en með hliðsjón af landsölum á svip- uðum slóðum og fasteignamati má reikna með að fermetrinn kosti 500-750 krónur, meðal annars eftir því hve stórar skákir eru keyptar. Á lágmarksverði eru þetta því 115 milljóna króna kaup. Þá virðast vera eftir um 9 hektar- ar af landi á þeim parti Smára- hvamms sem skipulagður var undir iðnað og skyldan rekstur. Lágmarksverð þeirra ætti að vera 45 milljónir króna. Þá eru eftir 17 hektarar vestar í dalnum sem eru hluti af 43 hektara íbúðahverfi á skipulagi Kópavogsbæjar og loks 5 hektarar undir íbúðir handan við Arnarnesveginn, í Garðabæ. Þetta má reikna minnst 110 milljóna króna land. Að undanskildu íbúðasvæðinu í Kópavogi, sem ekki er reiknað með að verði tekið undir byggingar næstu tvo áratugi eða svo, er allt Smárahvammslandið til ráðstöfun- ar um þessar mundir, það er að segja það sem eftir er af því. Á lág- marksverði reiknað er sá hluti landsins 185 milljóna króna virði en svæðið sem geymist 85 milljóna króna virði. -HERB Fréttir Fóðurbætisgjald: Um 26% af söluverði kjúklings Upphæð fóðurbætisskatts í útsölu- verði kjúklingakjöts er um 90 krónur af hverju kílói en kílóverðiö er um 350 krónur út úr búð og er hlutur fóðurbætisskattsins í verðinu því tæplega 26%. Þessar upplýsingar fékk DV hjá Pétri Björnssyni hjá kjúklingabúinu Reykjagarði. Pétur sagði að fóðurbætisgjald hefði fyrst verið sett í júní 1980 en síðan dæmt ógilt í október 1981. Síðan hafa tvisvar verið lagðir á fóðurbæt- isskattar og síðast síðastliðið sumar. Pétur Björnsson sagði að kíló af fóðri kostaði um 25 krónur og af því væri fóðurbætisskattur um 12,25 krónur. -ój Olfusárbrúin: Verklok áætluð 1. júlí „Verkið gengur vel og því miðar eftir áætlun," sagði Guðmundur Arason, yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni, í samtali við DV þegar hann var að því spurður hvernig byggingu brúar yfir Olfusárósa miðaði. Brúin verður 360 metrar að lengd og verður hún fimmta lengsta brú á landinu en lengst er brúin yfir Skeið- ará, tæplega 1000 metra löng. Næst- lengsta brúin er Borgarfjarðarbrúin sem er 520 metra löng. Brúin er átta höf og nú stendur yfir vinna við fimmta brúarhafið. Áætlaður kostnaður við brúar- smíðina og vegarlagningu frá Óseyrartanga að Þorlákshafnaraf- leggjara er á núvirði nálægt 230 milljónum króna. Verkiö hófst í febrúar síðastliðnum og á brúin að vera tilbúin þann 1. júlí næstkomandi og bendir ekkert til annars en að sú áætlun standist, að sögn Guðmundar. -ój Ársþing LH: Eifitt að ná fram sáttum í dag lýkur 31. ársþingi Landssam- bands hestamannafélaga (LH) en það er haldið á Selfossi. Þetta árs- þing er óvenjumikilvægt því glufa hefur myndast í röðum félags- manna og gæti sú glufa valdið því að félagar í þremur hestamannafé- lögum í Eyjafirði segöu sig úr samtökunum. Málið snýst um val á landsmótsstað. Stjórn LH hefur valið Vindheimamela í Skagafirði sem næsta landsmótsstað fyrir árið 1990. Þessu vilja félagar í hesta- mannafélögunum Funa, Létti og Þráni ekki una og telja sig eiga inni loforð um næsta landsmót sem yröi þá haldið á Melgerðismelum í Eyja- firði. Að sögn Jónasar Vigfússonar, sem mætti á ársþingið á Selfossi ásamt sex félögum sínum úr Eyja- firði, er þungt hljóð í hestamönnum í Eyjafirði. „Við höldum því fram að sá sáttmáli, sem gerður var í Varmahlíð áriö 1980, sé enn í gildi og hann hafi ekki rýrnaö með árun- um nema síður sé. Stjórn LH hefur sniðgengið þennan sáttmála. Við teljum að við eigum að fá næsta landsmót á Melgerðismela," segir Jónas. „Stjórn LH leggur fram tillögu á þessu ársþingi um að landsmóts- staður verði framvegis valinn á næsta ársþingi eftir landsmót. Ef tillagan verður samþykkt verður gengið til atkvæða á þessu þingi um Vindheimamela sem næsta landsmótsstað. Ef sú tillaga verður samþykkt munum við ákveða á aðalfundi hvers félags fyrir sig hvort viö göngum úr LH. Éf tillag- an verður ekki samþykkt er málið í óvissu." Margir þingfulltrúar hafa tekið til máls og sýnist sitt hverjum. Guðrún Gunnarsdóttir lagði til að Skagfirðingar gæfu mótsstað eftir til að ná fram sáttum og talsmenn stjórnarinnar hafa sakað Eyfirð- ingana um skort á félagsþroska. Það er því greinilegt að þungt hljóð er í þingfulltrúum og að erfitt getur reynst að ná fram sáttum sem allir geri sig ánægða með. -E.J. Dýra gröfin: Matsnefnd skipuð a næstu Sýslumanni Árnesinga hefur borist bréf frá sóknarnefndum Hveragerð- is- og Ölfussókna, þar sem óskað er eftir því að sýslumaður skipi mats- nefnd sem meti vinnu við gröf sem tekin var í Kotstrandarkirkjugarði nýlega. Reikningur fyrir gröfinni þótti óeðlilega hár, að mati sóknar- nefndanna. Andrés Valdimarsson sýslumaður sagði í samtali við DV að næstu daga dogum myndi hann kveðja tvo matsmenn til setu í nefndinni. Þeir hefðu síðan einhvern tíma til matsins, en auðvit- að hvíldi sú skylda á mönnum að ljúka því eins fljótt og hægt væri. Þegar matið liggur fyrir sagði Andrés aö það yrði sent til mats- beiðenda, sóknarnefndanna, og það væri síðan þeirra að taka ákvörðun um áframhaldið. -ój Brúin teygir sig smám saman yfir Ölfusárósa en reiknað er með að framkvæmdum Ijúki um mitt næsta sumar. DV-mynd KAE Fl Jeep Árgerð 1988 CHEROKEE COMANCHE Amerísk gæðavara Sýningarbílar á staðnum Örfáum bifreiðum óráðstafað OPIÐ LAUGARDAGA 13-17 ri Jeep EGILL VILHJALMSSON HF., einkaumboð a islandi Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.