Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Hasarleikur - Moonlighting: „Það má aldrei slakna á spennunni“ - segir höfimdurinn, Glenn Gordon Carson Þátturinn Moonlighting eða Hasar- leikur, eins og hann nefnist á ís- lensku, hefur verið sýndur á Stöð 2 á föstudagskvöldum, reyndar í læstri dagskrá. Þáttaröð þessi hefur náð alveg ótrúlegum vinsældum hvar sem hún hefur verið sýnd. Aðalsögu- hetjumar em Maddie og David, vel þekktir einkaspæjarar. Reyndar er það Maddie sem á fyrirtækið en David er aðalkarlinn, kaldur náungi sem ekki virðist hræðast neitt. Það eru þau Cybill Shepherd og Bruce Willis sem fara með aðalhlutverkin í Hasarleik og þau hafa sannarlega slegið í gegn. Fyrir utan að hafa ver- ið kosin kynþokkafyllsta parið á skjánum hafa þau einnig unnið til Golden Globe og Emmy verðlauna. Rjka fyrirsætan í upphafi hófst syrpan á því að vel stæð auglýsingafyrirsæta uppgötvar að hún á starfandi fyrirtæki þar sem vinna einkaspæjarar. Hún lætur auglýsingamar lönd og leið og tekur sér sæti með hinum einkaspæjumn- SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöscorgi tækifaeranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hrfnglr. 27022 VIÖ birtum... Það ber árangurl ER SMÁAUGLÝSINGABLADHD Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-fóstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 Frjalst.óhaÖ dagblaö KREDITKORTAÞJÓNUSTA Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið. um. Á þessum stað er það David Addison sem ræður ríkjum, náungi sem lendir í ýmsu án þess að það komi starfinu við. í einum þættinum var hann dauðadrukkinn vegna þess að faðir hans ætlaði að kvænast konu sem hann haföi sjálfur sofið hjá. Meö hjálp Maddie tókst honum að losna við sektarkennd sína og mætti í brúðkaup föðurins. Hins vegar kom í ljós að brúðurin mundi ekki eftir David og tók vel á móti stjúpsyni sín- um. Það má því segja að það séu misjöfn máhn sem þau skötuhjúin þurfaaðleysa. Þó að þau séu allajafna nokkuð góðir vinir, David og Maddie, er það oftar sem slettist upp á vinskapinn. Þau eru mjög oft ósammála svo hgg- ur við slagsmálum. Samt hefur Maddie talsverðar áhyggjur af David ef hann ekki lætur sjá sig á réttum tíma. Þættirnir eru yfirleitt spenn- andi og gaman að fylgjast með þeim. í þeim er talsverður húmor og sér- staklega er það David sem getur verið einstaklega fyndin persóna. Maddie þykir hins vegar sérlega glæsilegur einkaspæjari og hefur fengið viðurnefnið hin kvenlega Chnt Eastwood. Hressilegt orðbragð Vestanhafs hafa þessir þættir vakið meiri athygli en aðrir síðan Dallas var og hét. Skólakrakkar vitna í tíma og ótíma í þau skötuhjú, að vísu við htla hrifningu kennara og foreldra því málfarið er ekki alltaf til fyrir- myndar. Blótsyrði eru tíð og fléttuð saman við orðaleikjabrandara. Að vísu ber flestum saman um aö í þeim Wilhs og Shepherd séu ekki stjörnur á borð við Cary Grant og Katharine Hepbum en samt byggjast vinsældimar á hhðstæðum forsend- um. Cary Grant hefur enda látið hafa eftir sér að hann sleppi aldrei þætti af Hasarleik. Það sem helst er fundið að er að tilbrigöin í leik þeirra Wihis og Shepherds þykja nokkuð einhæf. Þess er t.d. getið að þegar rifrildi hefur 300 sinnum lokið með hurða- skellum þá megi geta sér til um hvernig því 301. ljúki. En það sem gerir þessa sjónvarps- þsfetti vinsælli en marga aðra af svipaöri gerð er meðal annars aö kynhlutverkin eru ekki alveg sam- kvæmt hefðbundnum formúlum. Mörgum þykir einnig sem undir- tónninn sé kynferðislegur þótt þættirnir verði aldrei grófir eða klámfengnir. Shepherd var áður fyr- irsæta og margir minnast eggjandi mynda af henni. Um leið og ímynd kynbombunnar fylgir henni í hlut- verki Maddie er hún konan sem ræður. Hún á fyrirtækið sem allt snýst um og Addison er í vinnu hjá henni. Fundnar stjörnur Áður en byrjað var að gera þessa þætti áttu aðaheikaramir heldur erf- itt uppdráttar. Fáir þekktu Bruce Wilhs og Cybill Shepherd bjó við fah- andi gengi. Nú er öldin önnur. Wihis, sem birtist í þáttunum sem aht annað en viðkvæmur náungi, virðist einnig nákvaemlega réttur maður á réttum tíma. Á undanförnum árum hafa flestar karlhetjur sjónvarpsþáttanna oft verið svo uppteknar af sjálfum sér að þær hafa hætt að höfða til áhorfenda. Nú hafa hin mjúku ghdi verið látin víkja og aftur er komin fram á sjónarsviðið karlhetja sem svipar til harðjaxlanna í kvikmynd- umfyrriára. Höfundur Hasarleiks, Glenn Gor- don Caron, er að sögn konu sinnar allt önnur manngerð en hann hefur skapaö í einkaspæjaranum á skján- um. Hann er rúmlega þrítugur og er nú kominn í röð áhrifamestu fram- leiðenda sjónvarpsþátta. Hannliefur þá sérstöðu meðal keppinauta sinna að hann er fús til að ræða aðferðir sínar. Einföld brögð Caron segir að meðal einfaldra bragða sem hann beiti sé að nota ekki senur á borð við það þegar sex óþokkar sitja með fætur uppi á borði og leggja á ráðin. Máhð er að láta hlutina gerast. „Þetta vita allir,“ seg- ir hann „en gleyma sér of oft og það slaknar á spennunni." Morðgáturnar í Hasarleik standast tæpast samanburð við það besta sem gert hefur verið á því sviði. Gáturnar sem þau skötuhjú leysa skipta vissu- lega máh en hasarinn er aðalatriðið. Caron segir að það hrífi einnig betur aö láta vandræðin sem söguhetjum- ar lenda í fremur vera thfinningaleg en að þær lendi í beinum lífsháska. „Þetta vekur fremur með áhorfend- unum þá tilfinrdngu að eitthvað sé raunverulega í hættu,“ segir Caron. „Áhorfendum er ekki sama hvernig fer.“ Caron segir einnig að um leið og hann leiti fyrirmynda í lögregluhetj- um flmmta áratugarins láti hann umgjörð þáttanna vera poppmenn- ingu samtímans. „Söguhetjurnar eiga ekki að draga dám af frægu og virðulegu fólki,“ segirCaron. „Orð- færi þeirra og hegðun er sótt til lágstéttarinnar en ekki þeirra sem komist hafa áfram í lífinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.