Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Page 41
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 53 DV Þaö hljóta að vera töggur í þeim blaðamanni því einn kvenkyns blaðamaður, sem skrifar reglulega tískupistla í eitt af heimsblöðunum, sagði að Dante hefði gleymt að lýsa í Infemo þeim hörmungum sem fylgdu þessu starfi. Hún sagði að það virtist spennandi þegar sagt er frá öllum þeim fjölda sýninga sem í boði em. Það væri hægt að komast yfir að sjá tíu sýningar á dag með herkj- um og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og þau væm heit böð, nudd, góð herbergisþjónusta á hótel- inu og ákaflega þohnmóður maki eða vinur. Samkeppni og tortryggni í tískuheiminum er samkeppnin gífurleg og þar ríkir ugglaust mikil tortryggni. Á sýningu Yves Saint- Laurent í síðustu viku var bekkurinn þéttsetinn, en hann var með þeim síðustu sem kynnti sumartískuna. Viðstaddur þá sýningu var meðal annarra gesta ungur maður með myndavél um hálsinn, ekki óeðlileg sjón miðað við aðstæðm-. En þessi ungi maður fj öldaframleiöir fatnað, m.a. peysur, í Austurlöndum. Hann tók myndir af þeim fötum sem sýnd voru og nokkrum klukkutímum síð- ar áttu myndimar að vera komnar í hendur réttra aðila í fyrirtæki hans og framleiðslan á eftirlíkingum er sjálfsagt hafin í dag, rúmri viku síð- ar. Klækimir em margir og víst að ein- hveijir nota fmmskógarlögmálin í þessum sérheimi sem tískuheimur- inn er. Það er mikill rígur milh húsa og milh landa. En þó að rígur sé milh landa eða borga em flestir sam- mála um að París beri höfuð og herðar yfir ahar aðrar tískuborgir heims. Að missa af sýningum í París er eins og að hella tómatsósu yfir heita gæsalifur og snæða þannig, sem er erfitt aö útskýra og erfiðara að afsaka, eins og haft hefur verið eftir einum tískufréttamanni í París. Hænan-eggið í París söfnuðust saman, auk fiöl- miðlafólksins, verslunareigendur og hönnuðir eins og ávallt. Það er stór hópur sem kemur frá Ameríku enda er sagt að það sem sýnt er í París í dag sé til sýnis í Ameríku á morgun. „Stundum velti ég því nú fyrir mér hvor aðilinn sé hænan og hvor egg- ið,“ er haft eftir einum bandarískum fatahönnuði. Hann segist sækja París heim vegna umstangsins kringum sýningamar en fótin séu aukaatriði. Hann segir að tískuhönnuöir í París séu jafnt undir áhrifum frá þeim bandarísku eins og þeir bandarísku frá þeim frönsku. Álíka hljóð heyrist frá ítölskum fatahönnuðum. Þeir segjast skapa mikið aðhald og sam- keppni fyrir frönsk stéttarsystkin sín. En ítölskum fatahönnuðum hef- ur verið legið á hálsi fyrir að hanna eingöngu föt til fjöldaframleiðslu og sniðganga hátískuna. ítalskir hönn- uðir, með Armani í fararbroddi, hafa líka sagt að þeir hanni fót og fram- leiði fyrir almenning úr þeim gæðaefnum sem landar þeirra fram- leiða. „Við framleiðum fót sem fólk getur notað. Það er okkar styrkur," segir Armani. Þó að glæsileikinn hafi verið mikill yfir flestum sýningunum í París og freistingar margar fyrir kaupendur hvíldi skuggi yfir öllum herlegheit- unum. Hrunið á verðbréfamarkaðn- um í Wall Street í upphafi seinni vikunnar setti strik i reikninginn og margir kaupahéðnar héldu að sér höndum vegna óróleika á veröbréfa- mörkuðum heimsins. Það er fátt sem tekur jafnmikið mið af efnahagslífi þjóðanna og tísk- an. Ef kaupgeta almennings er mikil fylgja hönnuðir því eftir með aukn- um íburði og glæsileika í tískuheim- inum. En hvað sem líður stööunni á verðbréfamörkuðum heimsins hafa franskir fatahönnuðir kynnt vor- og sumartískuna 1988 við fógnuð við- staddra. Við skulum líta á nokkrar myndir og huga að því sem koma skal með hækkandi sól. Það eru reyndar fleiri hundar svartir en hundar prestsins og minnug um- mælanna um hænuna og eggiö er rétt að einskorða tískuskoðun okkar ekki eingöngu við Paris. -ÞG Tíska Saint-Laurent og Lagerfeld Þessir tveir jarlar í tískuheimi Parísarborgar, Karl Lagerfeld og Yves Saint-Laurent, sýndu einnig hvaö þeir vildu leggja til málanna fyrir næsta vor. Karl Lager- feld er aöalhönnuöur Chanel-tískuhússins en Yves Saint-Laurent er meö eigið tískuhús en var yfirhönnuð- ur hjá Dior áöur en hann fór út í sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Daginn sem tilkynnt var um verölaun fatahönnuöa og óskarinn var afhentur í Parísaróperunni kom tilkynn- ing frá tískuhúsi Chanel um aö það tæki ekki þátt í samkeppninni. Var borið viö að formgalh heföi verið á auglýsingu hátíðarinnar. Talsmaður samkeppninnar sagöi að öllum aðilum heföi veriö tilkynnt um tilhögun á sama tíma og á sama hátt fyrir hálfu ári. Og samkvæmt öörum heimildum var sagt að Chanel- tískuhúsiö, meö Karl Lagerfeld í fararbroddi, hefði verið ósátt viö að aö Yves Saint-Laurent hafði keypt mikinn hluta af auglýsingatíma sjónvarpsstöövarinnar sem sendi beint út frá verðlaunaafhendingunni. En hvað sem því líður vöktu sýningar keppinautanna tveggja mikla athygli sem endranær. í fyrsta skipti í mörg ár voru karlar í hlutverkum sýnenda við hlið kvenkyns sýnenda hjá Saint-Laurent. Sem fyrr er mikil htadýrð í fatnaði hans, felhngar eru mjög áberandi nú og slaufur. Nokkrir kvöldkjólarnir eru úr gegnsæu chiffonefni og minna á „baby-doll“ náttföt. Annars minnti yfirbragð sýningar hans á leikhús- og sirkuslíf. Karl Lagerfeld hefur sótt hugmyndir í gamlan fataskáp Marie Antoinette, þar eru komin gömlu „korselettin“ frá mitti að brjóstum. Svartur kvöld- eða hanastélskjóll meö blúndum úr gegnsæju chiffonefni frá Yves Saint-Laurent. Hugmyndina að þessum samkvæm- iskjól sækir Lagerfeld til Marie Antoinette. Frá mitti stift „korselett", stutt pils, en annað síðara og efnis- meira yfir. Kjóllinn er blár. Dagkjóll frá Karl Lagerfeld, áber- andi rendur i belti, hönskum og hatti setja sterkan svip á þennan annars einfalda kjól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.