Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Side 23
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 23 Fréttir Mývatnssveit: Merktur silfurrefur skotinn á afréttum Fimur Baldursson, DV, Mývatnssveit: Hjörleifur Sigurösson, bóndi aö Grænavatni í Mývatnssveit, skaut heldur óvanalega tófu á dögunum. Hjörleifur var að leita uppi refi í Sellöndum sunnan Mývatnssveitar þegar hann sá silfurgráan ref sem hegðaði sér ólíkt venjulegum ís- lenskuip villirefum. Refsi var rólegri og gæfari en frændur hans íslenskir og nánast beið þess að veiðimaðurinn kæmist í færi. Hjörleifur skaut tóf- una og kom í ljós að hún var með álmerki í eyranu og bar númeriö 322. Var hér greinilega um að ræða ref sem sloppið hafði úr refabúi. Hér í sveit hafa annars fallið fleiri kynlegar skepnur en silfurrefurinn sæli. Frægt varð er rjúpnaskytta skaut hænu sem hafði villst upp til heiða og blandast rjúpum merkur- innar og um daginn varð svo fálki fyrir bíl. Bíllinn ók eftir þjóðvegi og flaug fálki í veiðihug þá skyndilega fyrir bílinn og varð fyrir honum og hlaut bráðan bana af. Skotveiðimenn hafa víða gengið tii rjúpna þessa dagana og margir fengið góða veiði hvort sem það er í Bláfjöllum, Tindastól eða Mývatnssveit. DV-mynd G.Bender Mývatnssveit: Skaut 91 rjúpu á einum degi Rjúpnaveiðin hefur gengið ágætlega það sem af er víðast hvar og sumstað- ar hafa menn séð mikið af rjúpum en þær eru styggar. „Kropp, þetta hefur verið kropp hérna, jú, ég fékk 91 rjúpu einn dag- inn og þá voru fáir að skjóta, annars geta þetta verið allt upp í 20 manns í einu,“ sagði Héðinn Sverrisson, sem skaut 91 rjúpu einn daginn og 50 annan. „Menn hafa verið með þetta 10-15 eftir daginn og það telst gott. Þetta hefur verið sæmilegt hér í kjarrinu en hún er lítið í fjöllunum. Ég fór síðast í gær og sá lítiö," sagði Héðinn í lokin. Hótel Reynihlíð býður skotveiði- mönnum upp á gistingu og útvegar skotveiöileyfl fyrir menn og kostar leyfið 300 krónur fyrir daginn. „Menn eru farnir að notfæra sér þetta töluvert og það voru menn hérna hjá okkur í dag sem fengu á stuttum tíma 14 rjúpur," Arnþór Björnsson hótelstjóri. -G.Bender Björgunarbátar án haffærisskírteina Landssamband hjálparsveita skáta á tvo björgunarbáta sem ekki hafa fengið haffærisskírteini. Bátarnir eru óskráðir og í þá vantar tilskilinn búnað. í fyrstu flutti LHS inn*báta sem reyndust vera með of þunnan botn og fengust þeir ekki samþykktir hjá Siglingamálastofnun. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá LHS þá eru þeir tveir bátar, sem Landssambandið á nú, með þykkri botn en þeir bátar sem dæmd- ir voru ónothæfir. Landssambandið keypti bátana frá Englandi þar sem innflytjendur hér á landi buöu ein- göngu upp á of dýra báta að mati LHS. Hjá Siglingamálastofnun fengust þær upplýsingar að enginn bátur frá LHS hefði verið samþykktur. Bátarnir tveir, sem LHS á, eru á Eskifirði og á Barðaströnd. Barða- strandarbáturinn var notaður þegar Glaður ÍS strandaði við Flatey á Breiðaflrði, þrátt fyrir að báturinn hafi ekki haffærisskírteini. Björgun- arsveitin þar framdi því lögbrot um leiö og hún aðstoðaði við björgunar- störf. -sme DAGANA IJM HELGINA Ljúfmeti af léttara taginu verður á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og Smjörsölunnar, þar á meðal ný og spennandi ostakaka. Kynntu þér íslenska gæðamatið Nú hefur þú tækifæri til að kynna þér niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni. Ostameistaiamir veiða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. Ostar á kynningarveiði Ostarnir verða seldir á kynningarverði OSTADAGANA, notaðu tækifærið. OPIÐHÚS kl.1-6 laugardag fk sunnudag að Bitruhálsi 2 Verið velkomin OSTA- OG SI'UÖRSALAIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.