Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Kvikmyndir Rob Reiner leitar að hinu mannlega Rob Reiner leiðbeinir hér Robin Wright er leikur titilhlutverkið í The Princess Bride. Á aðeins þremur árum hefur fyrr- verandi sjónvarpsleikaranum Rob Reiner tekist að skapa sér nafn sem leikstjóri í hinni hörðu samkeppni í Hollywood. Hann hefur leikstýrt íjórum myndum og er óhætt að segja að með hverri mynd hefur vegur hans aukist. Fyrsta mynd hans var The Spian- al Tap. Það tók hann tvö ár aö sannfæra framleiðendur um að það borgaði sig að fjármagna verkið. Gróðinn var ekki sérlega mikill en gagnrýnendur hrifust mjög af þessu byrjendaverki. The Spinal Tap er nokkurs konar rokksaga ogíjallar um síðustu daga þungarokkshljómsveitar. Þaö var mikið um improviseringar við þá mynd. Improviseringar er skiluðu árangri. Þótt ekki færi mikið fyrir The Spinal Tap á hinum stóra kvik- myndamarkaði þá vakti leikstjórn Reiners athygli og var greið leið fyrir hann að fjármagna sína næstu mynd The Sure Thing. The Sure Thing virðist í fyrstu feta í fótspor margþvældra ungl- ingamynda nútímans, en þegar að er gáð, þá er móralskur undirtónn í myndinni. The Sure Thing gekk mjög vel. Kostnaður við hana var 4,5 milljónir dollara. Hún skilaði framleiðendum aftur á móti 20 milljónum til baka. Auk þess fékk myndin jákvæðar viðtökur gagn- rýnenda. Þetta voru samt bara smápening- ar miðað við gróðann á næstu mynd Rob Reiner, Stand By Me. Sú mynd kostaði 8 milljónir doll- ' ara, en hefur nú þegar skilað í kassann 53 milljónum dollara, leik- stjóranum og öllum aðstandendum til mikillar undrunar. Þessi ljúfa mynd.segir frá fjórum strákum sem halda í ævintýraleit að líki sem þeir hafa haft fregnir af. Stand By Me er full af mannleg- um tilfinningum er endurspeglast í hugarfari og aðgerðum drengj- anna sem eru snilldarvel leiknir af ungum strákum er alhr höfðu reynslu af kvikmyndaleik áður en þeir voru valdir í hlutverkin. Það gekk samt ekki auðveldlega fyrir Rob Reiner að sannfæra fram- leiðendur um ágæti Stand By Me. Flestum fannst handritið allt of mjúkt, lítið um spennuatriði, sér- staklega þegar haft er í huga að handritið er búið til upp úr smá- sögu eftir sjálfan Stephen King sem er þekktasti hryllingssöguhöfund- ur nútímans. Það var framleiðandinn Norman Lear sem bjargaði handritinu frá endurgerð með því að treysta á Rob Reiner. Traust sem svo sannarlega hefur borgað sig. Stand By Me er Kvikmyndir Hilmar Karlsson sjálfsagt með eftirtektarverðustu myndum sem komu fram í fyrra og hefur alls staðar fengið góðar viðtökur gangrýnenda sem áhorf- enda. Rob Reiner endugalt greiðann með því að bjóða Norman Lear að vera framleiðandi næstu myndar sinnar The Princess Bride. Og nú var lagt mikið undir, heilar sextán milljónir dollara skyldi vera upp- hæðin. The Princess Bride er byggð á þekktri ævintýraskáldsögu er ger- ist í fortíðinni og hefur allt við sig sem þannig myndir þurfa að hafa, skylmingar, slagsmál, pyndingar, hefnd, risar, ófreskjur og krafta- verk og utan um allt þetta er svo rómantísk ástarsaga. Það er skemmst frá því að segja að The Princess Bride var frum- sýnd fyrir stuttu við mikla hrifnigu áhorfenda, og gagnrýnendur eru á einu máli að leitun sé á betri ævin- týramynd. Rob Reiner stendur á fertugu í dag. Á að baki litríkan feril. Hann er sonur hins þekkta leikara og leikstjóra Carl Reiner og hefur ver- ið viðloðandi kvikmyndir frá barnæsku. Þótt nafnið hljómi ekki kunnuglega hér á landi eru það ábyggilega margir sem muna eftir honum í hinum vinsælu sjónvarps- þáttum All In The Family, er sýndir voru í Keflavíkursjónvarpinu, en þar lék hann Meathead sem tengdafaðir hans hafði vægast sagt litla trú á. Hann lék í sjö ár í All In The Family. Hans uppáhaldsleikstjórar eru Elia Kazan og Woody Allen. Rob Reiner skrifar handrit sjálfur að myndum sínum. Utan þess að vera hinn ágætasti leikari, góður hand- ritshöfundur og enn betri leikstjóri er hann vel liðtækur hljóðfæraleik- ari. Hæfileikar sem þegar samein- aðir eru gera hann að einum eftirtektarverðasta kvikmynda- gerðarmanni vestanhafs. HK Nýjar kvikmyndir Robocop er framtíðar- mynd, samt í nálægri framtíð. Suður-Afríkahef- ur undir höndum kjarn- orkusprengju, Skæruliðar halda flugvellinum í Acapulco. En aðalfréttin kvöldið sem myndin byrj- arerfjölgunglæpaí Bandaríkjunum. Sú borg, sem verst verður úti er Detroit þar sem þrjátíu og einn lögreglumaður hefur verið drepinn á stuttum tíma eða þann tíma sem Security Concept fyrir- tækið hefur tekið að sér löggæsluíborginni. Vísindamenn fyrirtæk- isins hafa hannað vél- menni sem á að leysa vandann en þegar vél- mennið sleppir sérá stjórnarfundi, drepur einn forstjórann, er þeirri hug- mynd hafnað. Lausnin á vandanum er fundin í sameiningu mannslíks og vélmennis og tilraun er gerð á Murp- hy lögregluþjóni sem hafði verið skotinn í tætlur. Robocop fæðist. Vél- menni, sem vinnur allan sólarhringinn gegn glæpa- mönnum, óþreytandi og ódrepandi vél er vinnur verk sitt óaðfinnanlega, en innan víraflækjanna leyn- ist sál Murphy, sál sem hefur tilfinningar. Þettaerbyrjuniná Robocop, mynd sem vakið hefur athygli vestanhafs að undanfornu og Há- skólabíó er að hefja sý ningar á. Leikstjóri mynd- arinnar er Hollendingur- inn Paul Verhoven sem á að baki verðlaunaðar hol- lenskar myndir og mið- aldaævintýrið Flesh+ Blood. Þykir honum hafa tekist vel í leikstjórn á þessari ógnvekjandi fram- tíðarsýn. Aðalhlutverkið Murp- hy/Robocop leikur hinn stæðilegi leikari Peter Weller, sá er ekki mjög þekktur. Lék aðalhlut- verkið í annarri ævintýra- mynd Buckaroo Banzai við lítinn orðstír, en á að baki ágætan leikferil í sjónvarpi. Nýtt Sjónmál Annað tölublað kvikmyndatíma- ritsins Sjónmál er komið út. Skipt hefur verið um ritstjóra. Fyrsta tölublaðinu ritstýrðu Gunnar Her- sveinn og Jón Egill. Við starfi þeirra hefur tekið Bjarni Þór Sig- urðsson. Meðal efnis í blaðinu má nefna frásögn í myndum og máli af tökum á í Skugga hrafnsins. Greinar um Roman Polanski, Dennis Hopper, Orson Welles, Isa- belle Huppert og leikarann Ronald Reagan. Þá er viðtal við Friðrik Þór Friðriksson. Félagarnir Einar Garibaldi og Jón Karl Helgason taka saman grein er nefnist í bíó. Fjölmargir myndbandsdómar eru auk smáefnis. Sjónmál er hið vand- aðasta að öllum frágangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.