Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Sigurður Sigurðarson, settur yfirdýralæknir, í helgarviðtali Arrxfiröingar hafa víst lítiö dálæti á þessum manni eftir stormasöm við- skipti vegna sláturhússins á Bíldu- dal. Það kom í hlut Sigurðar, sem setts yfirdýralæknis, að loka húsinu þótt áhöld væru um það um tíma hvort af því yrði eftir að Alþingi blandaði sér með eftirminnilegum hætti í máhð. Nú er vopnahlé í þessu slátur- húsmáh en allt er óvíst um fram- haldið. Sigurður er að vikja úr embætti yfirdýralæknis eftir að hafa gegnt því í veikindaforfóUum um tíma og snýr sér að fyrri störfum sem sérfræðingur hjá Sauðfjárveikivöm- um. Helgarblaðið heimsótti Sigurð þar sem hann býr ásamt konu sinni, HaUdóru Einarsdóttur, og íjórum börnum þeirra í gömlu húsi vestan- haUt í Grafarholtinu. Gestunum er þegar borin blanda hússins sem Sig- urður kaUar reyndar „drukk feðr- anna“, og helst verða menn að geta sér til um hvemig hann er saman settur. Fljótt kemur upp úr dúmum að þetta er sýrð mysa og verður varla boðið upp á þjóðlegri drykk. Grúsknáttúra Og það em fleiri þjóðlegir siðir í heiðri hafðir á þessu heimiU. Næst á dagskrá er ofurUtíl ættfræðisyrpa. „Það hefur aUtaf verið tU siðs að spyrja hverra manna menn séu,“ segir Sigurður og Utm- eftir hvort mönniun þyki það súrara en að faUa á mysuprófmu. Sigurður er í Ættfræðingafélaginu og hefur m.a. aðstoöaö við endurút- gáfu á þriggja binda verki um Víkingslækjarættina. „Það hefur aUtaf verið töluverður áhugi á fom- um fróðleik hjá mínu fólki,“ segir Sigurður, „það er einhver svona grúsknáttúra." Sjálfur segist Sigurður vera fæddur fyrir norðan, ættaður að austan, al- inn upp fyrir sunnan og á heima fyrir vestan. „Ég er á einhvem hátt tengd- ur öUum landshlutum nema Vest- fjöröum en á þó frændur þar,“ heldur hann áfram. „Móðir mín er frá Keldum á Rang- árvöUum en faðir minn úr Bárðar- dalniun. Ég ólst upp frá 10 ára aldri í Landeyjunum og lærði þar t.d. að spá fyrir um vetrarveðráttu í lamba- garnir,“ segir Sigurður en viU þó ekki hafa mörg orð um áreiðanleika slíkra spádóma. En ef spáin á að telj- ast marktæk verða gamimar að vera úr alvöru fjallalömbum og er ágætt að reyna þetta fyrir þá sem slátra heima. Það er hins vegar ekki á færi Sigurðar núna enda hefur hann ekki átt kind í 21 ár. Og Sigurði er fleira til Usta lagt en að rekja ættir og spá fyrir veðri því í tómstundum leikur hann á píanó af fmgrum fram gestum tíl skemmt- unar, í það minnsta þangað til þeir em beðnir að syngja með. Þá er þeirri skemmtun lokið. Hlutlaus rannsókn tímasóun En að gamanmálunum slepptum er tekið tíl við að ræða sláturhúsmál Amflrðinga og Sigurður er spurður hvort hann eigi von á langvinnum eftirmálum: „Ég hef ekki áhuga á að lengja þau með því að kæra harkaleg ummæU um mig, þótt nægUegt tilefni sé tíl þessj ef ekki verður ráöist á mig frek- ar. Eg tel mig hafa góðan málstað að veija og ekkert að fela. Hlutlaus rannsókn, ef tU kemur, er mér að meinalausu en tímasóun fyrir aUa aðila. Ég vona að alhr skUji að staða mín var erfíð þegar ég loks tók til máls tíl að veija gerðir mínar. Það var svo að sjá sem níða ætti æruna af aumum mér og sauma svo að mér að ég þyrði ekki annað en breyta gegn sannfær- ingu minni. Því var haldið fram ranglega að ég væri að feUa dóm um sláturhús sem ég hefði aldrei komið í. Það var búið að saka mig um ann- arleg sjónarmið, að ég mismunaði sláturhúsum, að ég beitti valdníðslu og bæri persónulegan óvUdarhug til Amfirðinga og svo framvegis. Ónæði að næturlagi Á nóttunni var hringt í sífeUu heim tíl mín í tvær vikur og reynt að hreUa mig og fjölskyldu mína meö ósæmUegu orðbragði og torkennUeg- um hljóðum. Ég vona sannarlega að svona aðferðir séu ekki algengar í málarekstri. Á sjálfu Alþingi íslendinga stóðu skjálfraddaðir menn og höfðu uppi í hugaræsingi sömu svívirðingamar og aðrar verri um þennan mann sem bæri ábyrgð á því aö sláturleyfi fékkst ekki á BUdudal. Það var sveigt ósæmUega að mér persónulega og að starfsheiðri mínum og annarra dýra- lækna. Virðulegir alþingismenn töluðu um „dýralæknamafiu" og fleiri „mafíur" og vora ekki sneyptir af forseta fyrir orðbragðið. Þjóðin, sem hlýddi á, hláut að telja þetta mjög alvarlegt mál. Almenn- ingur hlaut að halda að ég væri óhæfur embættismaður eða Ula inn- rættur bófaforingi nema hvort tveggja væri. Þessar árásir að ofan tók ég alvarlega. Þetta vora eins og loftárásir. Ég gat ekki annað en reynt að bera hönd fyrir höfuð mér og það fannst mér réttast að gera með því að leggja gögnin á borðið. Ég vona að menn fyrirgefi mér svona eftir á þótt ég hafi sagt sannleikann. Ég trúi því að íbúar á BUdudal sjái nú þegar í gegnum þokuna sem for- stöðumenn sláturhússins mögnuðu upp. Þeir munu skilja að gott og vel nothæft vatn og áframhaldandi úr- bætur á heUbrigðissviðinu era mikUvægari fyrir þá, þegar fram í sækir, heldur en reiði út í einn emb- ættismann. Skýrslunni var ekki beint gegn fólkinu heldur ástandinu. Það sést þegar hún er lesin ofan í Hjölinn" Skil harkaleg viðbrögö - Er hægt að skýra hörkuna í þessu máU með fyrri viðskiptum þínum við Arnfirðinga? „Ég hafði fundið riðubreytingar í heUasýnum úr sláturfé á nokkram bæjum í Amarfirði og lagði til að fiárskipti yrðu á því svæði um leið og lógað var öUu fé á Barðaströnd, að sjálfsögðu gegn sömu bótum og þar. Þessu vUdu Amfirðingar ekki una og endaði með því að lagt var í dýra og óvissa girðingu um grunaða hólfið þegar ekki var hægt að semja. Ég skUdi harkaleg viðbrögð þeirra fyrr og nú þannig að þeir væra að beijast fyrir tilvera byggðar sinnar, sem staðið hefur höUum fæti, og hef fyrirgefið þeim aUt jafnóðum þótt þeir væra ekki sammála mér en ég taldi og tel að þeir hefðu átt að semja um fjárskipti til aö tryggja árangur af fjárskiptum í Vestfiarðahólfi. Ég hef enga ástæðu til að vera sár út í þá og mér finnst að þeir ættu ekki heldur að vera sárir út í mig. Ég tel mig eiga ýmsa góöa kunningja á staðnum og er alls ekki Ula við nokkum mann á BUdudal eða við Amarfiörð." - Nú verður ekki slátrað í húsinu á BUdudal í haust en breytir það ekki Utlu fyrir neytendur þótt undan- þáguhúsunum fækki um eitt þar sem mörg eru enn á undanþágu? „Þetta mál varð til mikUs gagns fyrir neytendur og ekki síður fyrir það aö andstaðan varð svona hörð. Ég held að augu almennings hafi opnast fyrir því að úrbóta er þörf í sláturhúsamálum og meðferð mat- væla. Það var hreinsun að þessu húsi og önnur, sem léleg eru, verða bætt eða lögð niður án svo mikiUa átaka. Menn hafa líka séð að dýralæknar hafa fuUan hug á að sinna skyldum sínum við framleiðendur og neytend- ur þótt skammsýn gróðaöfl vilji víkja þeim til hUðar þegar það hentar.“ Það var vegið að mér - Nú var það tilfinning margra að þetta margfræga sláturhúsmál hefði snúist upp í áróöursstríð þar sem þú gekkst ef til vUl of langt: „Ég talaði ekki opinberlega í þessu máU fyrr en hart hafði verið að mér vegið. Ég reyndi líka að segja ekki meira en ég gat staðið við.“ - En samt virkuðu orð þín sem ögr- un: „Þeir misskUdu það sem ég sagði. Mér fannst ég hart leikinn og verða að svara fyrir mig en það var engin ögrun fólgin í því af minni hálfu. Ég leit svo á að ég yrði að útskýra máUð frá mínum bæjardyrum séð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.