Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 19 Cvbill Shepherd - stjaman í Hasarleik Skaphörð fegiírðardrottning CybUl Shepherd vill að alhr viti að hún og Maddie Hayes, sem hún leik- ur í Hasarleik, eru ekkert líkar. Hún tekur sem dæmi að sjálf hefði hún látið nægja að sofa einu sinni hjá Addison, félaganum í sjónvarps- myndunum, og sparkað honum síðan út fyrir fullt og fast. Shepherd dregur enga dul á aö henni vegnar vel þessa dagana. Hún er eftirsótt leikkona og getur látið það eftir sér að segja vafasama brandara um einkalíf sitt. Hún er glæsileg og exm jafnungleg og þegar hún var á unglingsárum Kjörin fegurðardrottning í Memphis. Leið hennar á toppinn hefur þó ekki verið bein og breið. Hún átti þó góðu láni að fagna í upphafi ferilsins. Hún var eftirsótt fyrirsæta og skreytti tíð- um forsíður glanstímarita. Kona leikstjórans Leikstjórinn Peter Bogdanovich veitti andhti hennar á einu slíku riti athygli og sá að þar var komin kona til að fara með aðalhlutverkið í myndinni „The Last Picture Show“ sem hann var þá að undirbúa. Shep- herd var þá tvítug og geröi meira en að næla í aðalhlutverkið, heldur leik- stjóranneinnig. Þau voru umtöluö en myndir hans síður og þótt Shepherd stæði sig vel í The Taxi Driver voru gagnrýnend- ur aldrei sáttir viö hana og dæmdu leik hennar hart. Þar kom að Shep- herd gleymdist og gagnrýnendur upplýstu að hún væri búin aö vera. Shepherd hætti að leika í kvik- myndum en lék áfram gamanhlut- verk í leikhúsum án þess að vekja athygli. Þar kom þó að Glenn Gordon Caron, framleiðandi Hasarleiks, bauð henni hlutverk og hún gat ekki sagt nei. „Ég sagði oft um sjáifa mig að ég hefði byrjað á toppnum og unn- ið mig niður af honum,“ segir Shepherd. „Sem betur fer á þetta ekkilengurvið.“ Shepherd hefur á ferlinum mátt glíma við ímynd hinnar heimsku ljósku. „Ég kannast vel við þá tilfmn- ingu að tala við fólk án þess að það hlusti,“ segir Shepherd. „Það bara horfði og talaði síðan hægt við mig því það átti von á að ég ætti erfitt með að skilja. Ég lét mig hafa það að segja að ég skildi alveg þótt talað værieðlilega." Óhefluð framkoma Shepherd er fræg fyrir að hneyksla fólk. Hún á það til aö vera óhefluð í framkomu og hirðulaus í klæða- burði. Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé hún aö reyna að breyta þeirri hugmynd aö hún sé bara heimsk ljóska. Ýmsum þótti nóg um þegar hún var í viðtalsþætti Johnny Carson og honum varð það á að hella kaffi niður á borðið. „Þú hefðir betur hellt þessu í klofið á þér. Þá hefði ég hjálpaö þér að þrífa þetta upp,“ sagði Shepherdbláköld. Um Bruce Willis hefur hún gott eitt að segja. „Hann getur verið drep- fyndinn,“ segir hún. Hún viðurkenn- ir einnig að hann líti glæsilega út. Samt dregur hún enga dul á að þau verða af og til þreytt hvort á öðru eftir að hafa unnið lengi saman. „Stundum langar mig beinhnis til að berja hann og þakka guði á eftir fyr- ir að hafa ekki gert það,“ segir hún. Skap Shepherds er oft erfitt og hún hefur þann sið að hafa æfingapúða, líkan þeim sem hnefaleikarar nota, tfi að beija í reiðiköstum. Wilhs og aðrir samstarfsmenn sleppa þá við ahar barsmíðar en fá að reyna sig við púðann þegar frúin er í góðu skapi. Tveir í takinu Frítíma sínum eyðir Shepherd mestum með dóttur sinni sem er átta ára og notar þá tímann til að skokka og synda. Hún á í nánu sambandi við tvo menn og skiptir tímanum milh þeirra. Annar er læknirinn Bruce Oppenheim en hinn er Larry McMurtry rithöfundur, sem m.a. skrifaði „The Last Picture Show“. Fyrirmyndir segist hún einkum sæýa til leikKvennanna Katharine Hepburn og Lilian Gish og segist öf- unda þær bæði af hve fjölhæfar þær voru og úthaldsgóðar í leiKlistinni. Snarað/-GK „Bogart líkist mér“ - segir harðjaxlinn Bruce Willis Bruce Wihis er sagður hafa verið örlátur við sjálfan sig síðustu mán- uðina. Hann hefur keypt sér forláta bifreið, árgerð 1966 af Corvettu. Hann hefur bætt verulega við sig af fótum. „Silki, náttúrleg efni og svo- leiðis,“ segir hann kæruleysislega. Þá er hann búinn að festa kaup á laglegu húsi á besta stað í Malibu. En þar með er ekki allt talið. „Ég á enn eftir að verða mér úti um vélknúna garðsláttuvél á hjólum. Það er ameríski draumurinn í mín- um augum,“ segir hann. „Þegar ég vann á verkstæðinu hjá frænda mín- um lærði ég að meta svoleiðis vélar. Ég geri ekki ráð fyrir að nota hana til að slá garðinn en það væri gaman aðeigaeina.“ Lausbeislaöur náungi Það eru hugmyndir sem þessar sem einkenna Bruce Wihis. Þetta þykir ekki bera vitni um þroskaðan per- sónuleika. Þeir sem þekkja Willis segja að hann hafi aldrei lært að taka lífið alvarlega og sé í raun og veru álíka lausbeislaður náungi og sá sem hann leikur í Hasarleik. Framkoma WUlis minnir og á menntaskólastrák og í þáttunum er ekkert verið að leyna því. Skömmu eftir að sýningar á Hasarleik voru hafnar í Bandaríkjunum barst Willis bréf frá unglingi sem hélt því fram að höfundar þáttanna væru að stæla sig. „Nærri því allt sem þú segir er það sem ég hef sagt við skólafélaga mína.“ Willis hefur ekki eytt dögum sínum meðal hástéttarfólks þótt hann hafi nú sagt skilið við þá stétt. Sjónvarps- þættirnir gefa honum góðar tekjur og hann á meira í vændum. Hann hefur leikið í öðrum myndaflokki sem háðfuglinn Blake Edwards leik- stýrir og sungið inn á hljómplötu. Þá hefur hann gert samning um aug- lýsingar við Seagrams vínfyrirtækið og fær góða fúlgu fyrir. Þessu til við- bótar eru nýir sjónvarpsþættir í undirbúningi. „Eg vissi þetta alltaf“ Willis virðist ekki taka frægðina ogpeninganaýKjahátíðlega. „Ég vissi alltaf að ég ætti eftir að slá í gegn,“ segir hann. „Nú er einfaldlega Komið að því og ekKert meira um það að segja.“ Frami Willis hefur verið næsta ótrúlegur. Hann byrjaöi að virnia í efnaverksmiðju í New Jersey þar sem faðir hans vann. Þar var hann þó ekki lengi því hann hætti eftir að slys varð í verksmiðjunni og einn félaga hans slasaðist. Eftir það vann hann við ýmislegt sem til féll. Hann vann við vélaviðgerðir, var barþjónn og reyndi fyrir sér sem leikari í smá- hlutverkum. Eftir að hafa veriö sjö ár á lausum kili kom stóra stundin. Hann fékk aðalhlutverkið í leikriti eftir Sam Shepard og síöan hefur stjarna hans farið hækkandi. Meðal samstarfsmanna sinna er Willis umdeildur. Hann þykir líta stórt á sjálfan sig og í Hollywood er sögð sú saga að ef ságt er við hann að hann líkist Humphrey Bogart þá segi hann að Bogart líkist sér. Kann Shakespeare Það hefur þó vakið athygli hvað Willis á auðvelt með að læra textann sinn utan að og hann hefur einnig langar tilvitnanir í Shakespeare á reiðum höndum. „Hann er skarp- greindur," segir Jay Daniel, einn framleiðenda Hasarleiks. „Hann læt- ur hins vegar lítið á því bera vegna þess að hann vill vera eins og einn af fjöldanum. En undir niðri er hann alvarlega þenkjandi leikari." Willis þykir mikið kvennagull og sjálfur segist hann hafa farið að elt- ast við stelpur þegar hann var níu ára og vera enn að. Hann segir að sér falli best við konur af ítölskum ættum. „Það breytir því ekki að ég er veikur fyrir öllum konum," segir BruceWillis. Snarað/-GK Leikurinn er ekki alltaf tekinn út með sældinni. Cybill Shepherd hefur átt misjöfnu láni að fagna. ÁTTURÉTTÁ -■ SKAÐABÓTUM? -ERTU BÓTASKYLDUR? ERTU VISS UM RÉTT ÞINN ? Upplvsinqabæklinqar oq ráðqjöf á skrifstofu okkar. Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen William Thomas Möller • Kristján Ólafsson Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnadóttir m Lögfræöiþjónustan hf Verkfræðingahúsinu, Engjateigi 9 105 Reykjavík, sími (91 )-689940
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.