Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987.
27
Veröld vísindaiuia
Hálft ár frá því að DBM
kynnti PS-2 tölvuna:
Keppinautamir
hafa grætt
mest
Nú, þegar liöiö er hálft ár frá því
IBM setti nýju PS-2 einvalatölvuna á
markaðinn, er útlitið með sölu á
gripnum aUt annað en gott. Við þaö
bætist síðan að helstu keppinautar
IBM gerast stöðugt frekari til rúms-
ins á tölvumarkaðnum og hefur
aldrei gengið betur en eftir að IBM
ætlaði að skáka þeim með óviðjafn-
anlegri nýjung.
Þótt flestir haíi verið sammála um
að hin nýja tölva væri fullkomnasta
einkatölvan á markaðnum þá veldur
það vandræðum að verulegar tafir
hafa orðið á þróun nauðsynlegs fylgi-
búnaðar. Þetta hafa keppinautarnir
nýtt sér og náð markaði af IBM.
Hjá IBM er því haldið fram að þeg-
ar hafi ein milljón af hinum nýju
tölvum verið afgreidd til sölu á þessu
hálfa ári en efasemdir eru um að
þetta sé sannleikanum samkvæmt.
Nýju tölvunni hefur verið líkt við
nýja kókið sem kom á markaðinn
fyrir nokkru og mætti miklu fálæti
neytenda þannig að hætt var að
framleiða það.
Sérfræðingar í tölvumálum halda
því fram að nú eftir sumarið hafi
aldrei verið betur ljóst að IBM er
ekki lengur eitt um forustuna á
tölvumarkaðnum. „Það er augljóst
að það eru samkeppnisaðilarnir sem
hafa grætt mest á nýju tölvunni," er
haft eftir einum sérfræðingnum.
IBM náði afgerandi forystu í sam-
keppninni um kaupendur einkatölva
þegar PC tölvan kom á markaðinn
árið 1981 en Apple var þar fyrir með
fyrstu eiginlegu einkatölvuna. Síðan
þá hafa keppinautar IBM einkum
sótt aö fyrirtækinu með framleiðslu
á eftirlíkingum af PC tölvunni.
Nú veldur það IBM einkum vand-
ræðum aö ekki er til fullkominn
hugbúnaður fyrir nýju tölvuna. Hon-
um er lofað en kaupendur halda að
sér höndum og vilja fyrst fá að sjá
hvað er í boði af hugbúnaði áður en
tölvan er keypt.
En á meöan IBM leggur alla
áherslu á að koma nýju tölvunni á
framfæri þá er haldið áfram aö þróa
gömlu PC línuna hjá fyrirtækjum
sem framleiða eftirlíkingar hennar.
Nú er t.d. sagt að Compaq tölvufyrir-
tækið bjóði PC tölvur sem eru
fulkomnari en þær sem IBM fram-
leiðir.
Sömu sögu er að segja af fram-
leiðslunni hjá Apple. Þegar hafa
verið búin til forrit fyrir Macintosh
tölvuna sem ekki eiga sér hliðstæður
í forritum fyrir IBM PC.
Galileo á Skakka turninum í Pisa. Vissi hann
ekkert hvað hann var að gera?
Hafði Galileo
á röngu að
standa?
Að óhugsuðu máli finnst flestum sjálfsagt að
þungir hlutir falli hraðar til jarðar en léttir.
Eðlisfræðingar segja okkur þó að þessi ályktun
sé röng og fræg er tilraun ítalans Galileos með
að láta tvo misþunga hluti falla af Skakka turn-
inum í Pisa. Hann komst að þeirri niðurstöðu
að þessir hlutir féllu jafnhratt og það hefur
veri haft fyrir satt síðan.
En er þetta rétt? Tveir eðlisfræðingar við
háskólann í Massachusetts eru á öðru máli og
halda því fram að þungir hlutir falli hraðar en
léttir. Hin heilbrigða skynseni virðist þá ekki
svo vitlaus eftir allt. Þessir fræðimenn benda
þó á að til að sanna mál sitt endanlega þurfi
þeir mælitæki sem eru 100 þúsund sinnum ná-
kvæmari en þau sem nú er völ á.
Kenningin, sem eðlisfræðingarnir nota, er á
þá leið aö þeir kraftar, sem leitast við að halda
hverjum hlut á sínum stað, og þyngdaraflið,
sem dregur hvern hlut í átt að miðju jarðar,
orki ekki alltaf jafnsterkt á alla hluti eins og
talið hefur veriö.
Hin nýja kenning gengur út á að þessir kraft-
ar séu aðeins jafnir við alkul en eftir því sem
hitastig hækkar bá hafi þyngdarkrafturinn
stöðugt meiri áhrif á þyngri hluti en þá léttari.
Því falli þungi hluturinn hraðar en munurinn
er svo lítíll að hann er ekki mælanlegur.
ir þessum árekstri vantar að vísu en menn
halda áfram að leita.
Það sem helst þarf að finnast fyrst er gígur-
inn sem hlýtur aö hafa myndast við árekstur-
inn. Lengi hefur verið leitað að þessum gig
en hann hefur ekki fundist á þurru landi
þannig að nú er helst talið að hans sé að leita
í hafdjúpunum.
Tveir Kanadamenn hafa fengið augastað á
gíg sem fannst við olíuleit árið 1974 um 120
mílur suðaustur af Nova Scotia. Gígurinn er
30 mílur í þvermál. Ef tíl vill er þama komin
vísbending um að svo stór loftsteinn hafi re-
kist á jörðina að hann hafi raskað lífríki
hennar og fellt mörg stærstu dýrin.
Heimurinn
Vélmenni
fyrir kýmar
Nú hefur verið smíðað vélmenni sem getur
á eigin spýtur mjólkað 30 kýr á einum degi.
Það eru Frakkar sem eiga heiðurinn af þessu
afreki.
Þetta vélmenni gerir raunar meira en að
mjólka þvi það hefur einnig eftírht með fóör-
un kúnna og heilbrigði. Það sér sömuleiðis
um að þrifnaðurinn sé í lagi og mælir mjólk-
ina við hverjar mjaltir. Þá sér vélmennið
einnig um að lokka kýrnar upp á mjaltabás-
inn.
Ef til vill eru visbendingar um loftsteininn,
sem banaði risaeðlunum, fundinn.
Banabiti
risaeðlanna
Sú kenning hefur lengi notið vinsælda að
risaeðlur fornaldarinnar hafi farist þegar stór
og mikill loftsteinn rakst á jörðina fyrir 65
milljónum ára. Trúveröug sönnunargögn fyr-
1 langferð
Síðustu tvo til þrjá áratugina hafa flestír
stjamfræðingar haJlast að kenningu um
mikla sprengingu í himingeimnum fyrir 15
milljörðum ára eða svo. í þessari sprengingu
á heimurinn, eins og við þekkjum hann, að
hafa orðiö til og raunar á áhrifa sprengingar-
innar að gæta enn því flest bendir til aö
heimurinn sé að þenjast út.
Nú hafa nokkrir bandarískir stjarnfræðing-
ar komist að því aö þessi heimur okkar sé
ekki bara að stækka heldur dragist hann í átt
að einhveiju óþekktu fyrirbæri sem er fyrir
utan allt sem maðurinn hefur séð tíl þessa.
Nú bíða menn eftir að það komi í ljós hvað
hefur svo mikið aðdráttarafl þama úti.
Gleymið ekki að vökva úrið
Til skamms tíma voru öll úr
með flöður og þau þurfti að
trekkja reglulega. Fyrir nokkrum
ámm fundu úrsmiðir upp á því
að láta þau ganga fyrir rafmagni
sem fengið er úr rafhlöðum. Það
nýjasta er hins vegar að láta úrin
ganga fyrir vatni.
Venjulegar rafhlöður í úrum
endast ekki lengur en tvö til þijú
ár. Þá þarf að leita á náðir úr-
smiðs tíl að skipta um rafhöðu.
Framleiðendur nýja úrsins segja
að þaö geti gengið án eftirlits í
allt að 10 ár, svo framarlega að
menn gleymi ekki að vökva það.
Hugmyndin, sem þetta nýja
gangverk byggist á, er gömul og
raunar alþekkt því að inni í úrinu
er rafgeymir af sömu gerö og þeir
rafgeymar sem notaðir em í bif-
reiðar. í þessum rafgeymum em
mörg lög af sinki og kopar á víxl.
Milli þeirra er hafður rakur
svampur. Rafmagnið myndast
þegar rafeindir flytjast á milli
málmanna.
Það er einn af kostum þessa úrs
að nota má nánast hvaða vökva
sem er. Ef vatn er ekki við hönd-
ina má gefa úrinu kaffi eða mjólk
„að drekka".