Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 51 Dularfulla viskíflöskusendingin Þótt merkilegt megi viröast gerast víðar dularfullir atburðir en í sjón- varpinu. Á mínu heimili hefur hver atburðurinn öðrum dularfyllri átt sér stað síðustu dagana. Þetta byijaði með því að táning- urinn þvoði óbeðinn upp eftir kvöldmatinn. Það er ekki enn kom- ið í ljós hvers vegna hann gerði það. Skömmu seinna fór sá átta ára upp á Kjalames í íjós. Þar varð hann fyrir þeirri merkilegu lífs- reynslu að sjá kálf. Fram að því hafði hann aðeins séð kálf í sjón- varpinu og einstöku sinnum heima hjá sér um hádegisbilið á sunnu- dögum. Þettatvennt olli okkur svo sem eng- um sérstökum áhyggjum. Það sama verður hins vegar ekki sagt um dular- fullu viskíflöskusendinguna. Rannsóknin hefst Klukkuna vantaði nákvæmlega fimmtán og hálfa mínútu í sjö á laugardegi þegar dyrabjöllunni var hringt. Þar sem ég var nýkominn af ráðstefnu í Hveragerði og um það bil að fara að hella kaffi í boll- ann minn fór konan mín til dyra. Fyrir utan stóð ung stúlka með grænan bréfpoka í hendinni. Hún spurði hvort ég ætti heima héma og þegar konan mín játaöi því rétti hún henni græna pokann en hvarf að þvi búnu út í rökkrið. Konan mín dvaldi ekki lengi frammi í anddyrinu heldur snarað- ist inn í eldhúsið þar sem ég var að drekka kaffi og lesa Dagblaðið og hlammaði græna pokanum ofan á blaðið hjá mér svo að það varð eiginlega ómögulegt að lesa það. - Þetta er til þín, sagði hún og settist gegnt mér við borðið. Ef ég hefði verið ráðherra í bresku ríkis- stjórninni hefði örugglega verið sprengja í pokanum og þess vegna hefði ég tekið hann og kastað hon- um umsvifalaust út um gluggann og þegar það hefði komið í fréttun- um daginn eftir að sprengja hefði grandað fimmtán þúsund manns í miðborg Lundúna hefði ég hugsað: Vonandi hafa þeir flestir kosið flokk andstæðinganna í síðustu kosningum. í mínum poka var á hinn bóginn viskíflaska og lítið umslag meö nafninu mínu á. - Opnaðu það, sagði konan mín og það gætti óþols í rödd- inni. í umslaginu var miði sem á stóð: Hótel Alexandra þakkar aðstoð á ögurstundum. Kær kveðja og undir þetta var ritað nafn sem hvorugt okkar gat lesið. - Djöfullinn sjálfur, hugsaði ég, - Háaloft Benedikt Axelsson hvem fjandann hef ég nú gert af mér. Hvað konan mín hugsaöi hef ég ekki hugmynd um en aftur á móti horfði hún á mig eins og frægustu leynilögreglumenn horfa alltaf á þá menn í bíómyndum sem þeir hafa grunaða um fjöldamorð á bömum og gamalmennum og eiga bara eftir aö sanna á þá glæpinn. Rannsóknin heldur áfram Þegar ég hafði lesið miðann tvisv- ar og snúið honum við til aö athuga hvort þar væri einhverja vísbend- ingu að fá kvað konan mín upp úr með það að þetta væri ekki til mín og á þessari stundu sæti örugglega einhver hetja sem hefði bjargað Hótel Alexöndru frá einhveijum háska og biði eftir viskíinu sínu sem aldrei kæmi. - Kannski hefur hann bróðir þinn átt að fá þetta, sagði konan mín, - hann var í útlöndum í sumar. Bróðir minn hafði ekki gist á Hótel Alexöndru og því enga aðstoð getað veitt á ögurstundum en hins vegar datt honum í hug að þetta hótel væri í Danmörku því að þar nefndu menn alla skapaða hluti eftir kóngum og drottningum og byggju meira að segja til sultu kon- ungsfjölskyldunni til heiðurs. - Aha, sagði konan mín þegar ég minntist á Danmörku því að þar höfðum við dvalið í hálfan mánuð í góðu yfirlæti í fyrra. Ekki veit ég hvað þetta aha kon- unnar minnar átti að þýða því að ég var engu nær. Ef þessi sending hefði hins vegar verið frá Carlsberg verksmiðjunum hefði ég strax skil- ið hvað um hefði veriö að ræða því að ég gerði heiðarlega tilraun til að auka gróða þess fyrirtækis um- talsvert á meðan á dvöl minni í Danaveldi stóð. Rannsókninni lýkur Eftir aö hafa velt þessum dular- fulla miða fyrir mér í hálfa aðra klukkustund fletti ég orðinu ögur- stund upp í orðabók og komst að raun um aö sú stund er tíminn frá þvi hálffalliö er út og þangað til fer að falla að aftur. - Sólarstrendur, hugsaði ég, - þetta hótel er örugglega einhvers staðar í heitu löndunum þar sem starfsfólk hótelsins hefur tekið feil á mér og ungum, spengilegum og vöðvastæltum manni sem hefur staðið í flæöarmáhnu fyrir framan Hótel Alexöndru allan guðslangan daginn og bjargað gömlum konum sem höfðu hoppaö í Miöjarðarhafið þá um morguninn af því að þær héldu að það væri heiti pottur- inn. - Þú ert nú ekki með öllum mjalla, sagöi konan mín þegar ég bar þessa kenningu undir hana og síðan tautaði hún eitthvað um að það væri svo sem hægt að taka feil á mér og símaklefa en... Þegar hér var komiö sögu var ég orðinn alveg gríðarlega þreyttur á þessu máli, svona álíka og kjósend- ur verða venjulega á stjórnmála- mönnum daginn fyrir kosningar, en ekki vildi ég gefast upp þvi að konan mín sagði að þaö kæmi ekki til greina að ég færi að drekka ann- arra manna viskí þótt mér þætti það frekar kostur en hitt. En þegar ég var um það bil að gefa allt upp á bátinn eins og út- gerðarmennirnir gera um áramót- in datt mér allt íeinu í hug að fletta einfaldlega upp í símaskránni. Og viti menn, þar fann ég lausn gátunnar um dularfullu viskí- flöskusendinguna. Kveðja Ben. Ax. Finnurðu átta breytingar? 67 Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingarnar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautar- holti 2. Þau eru Supertech ferðatæki (verðmæti 3.860,-), LED útvarpsvekjari (verðmæti 2.350,-) og Supertech útvarpstæki (verðmæti 1.365,-) í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar - 67, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Verðlaunahafar reyndust vera fyrir 65. gátu: Ragnhildur Benediktsdóttir, Arnórsstöðum, 701 Egilsstaðir (ferðatæki), Sigurður Eiríksson, Fögrubrekku 43, 200 Kópavogur (út- varpsvekjari), Margrét Sæmundsdóttir, Hólmgarði 23, 108 Reykjavík (útvarpstæki). Vinningarnir verða sendir heim. NAFN ....... HEIMILISFANG PÓSTNÚMER ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.