Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Síða 21
21 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Veiðivon Fýlupúkinn við Norðurá sem vildi fækkun „Þaö er talið aö um 60-70 stanga- veiðifélög séu starfandi á landinu og ef þau öll gengju í Landssambandið þá væri engin hætta á því aö lands- feðurnir hlustuðu ekki á þá breiö- fylkingu," sagði Rafn Hafníjörð á aðlafundinum í Munaðarnesi um síð- ustu helgi og hann hélt áfram: „Þannig að í mínum huga er efling samtakanna innan frá það besta sem við gerum okkur og afkomendum okkar; En það eru ef til vill ekki allir á einu máli um það? Að minnsta kosti ekki veiðimaðurinn sem ég hitti hér upp við Norðurá í sumar, nokkru eftir veiðidag fjölskyldunnar, er stangaveiðin hafi verið svo mikið til umíjöllunar, bæði í dagblöðum, hljóðvarpi og sjónvarpi. Hann sagöi: Þið þarna hjá Landssambandinu er- uð á algjörum villigötum. Þig ætliö að gera þetta að fjölskyldusporti - stangveiði fyrir alla - segið þið - og ekkert kynslóðabil - þetta ei gjör- samlega útilokað. Heldur þú að ég ætli að fara og draga kerlinguna og krakkana með hingað? Nei, ég vil sko fá að vera héma í friði og það eru sko allt of margir komnir í þetta sport. Ég vil fækkun, heldur en fjölg- un veiðimanna. Já, svo mörg voru þau orð,“ sagði Rafn Hafnfjörð og fundarmenn brostu út í annað að þessari frásögn um fýlupúkann við Norðurá, en þeim fækkar víst óðum með hveiju árinu. Þaö var ýmislegt sem bar á góma á þessum aðalfundi og það kom fram hjá mörgum sem ég ræddi við að „Þetta er búið að vera gott haust í sjóbirtingsveiðinni og vel hefur veiðst hér víða kringum Klaustur," sagði Vigfús G. Helgason, okkar maður í sjóbirtingsmálunum þar, er við spurðum um haustið og sjóbirt- ingsveiðina. Geirlandsáin gaf 260 sjóbirtinga og var meöalþyngdin 4,4 pund. Laxarnir voru 33 og meðalþyngdin þar 6 pund. Bleikjurnar voru 55. Síðustu veiði- mennirnir í ánni fengu 16 fiska. Vatnamótin gáfu alls um 345 sjóbirt- inga og 5 laxar, mjög lítið veiddist síðustu veiðidagana. Mávabótaál- arnir gáfu alls 565 sjóbirtinga. Brúará og Laxá eru ekki komnar með sínar lokatölur en ágætlega greinileg fjölgun á sér stað í veiðinni um allt land. Sem dæmi má nefna að um 300 nýir félagar hafa gengið í Stangaveiðifélag Reykjavíkur í sum- ar og eru félagar orðnir um 2300. „Mér finnst líka umræðan um Landssambandið vera að batna og fleiri félög eru farin að sýna því áhuga,“ sagði eldri veiðimaður við mig og hann bætti við „hér í Munaö- arnesi er gott aö funda og stutt í Norðurá með sína strengi og flúðir." -G.Bender Gott haust 1 sj óbirtings veiðinni gekk þar í lokin. Grenlækurinn er ekki kominn með sínar lokatölur en menn ætla að veiöin sé á milli 4600 og 4700 fiskar sem er mjög gott. Ótrú- legar aflatölur hafa heyrst úr læknum í haust. Grenlækur er með stærsta fiskinn á stöng, 16 pund, þarna fyrir austan en Kúðafljótið í net en þar veiddist 18 punda sjóbirt- ingur í netin. Af Hörgsá og Fossálum eru engar tölur og vart fyrr en vetur konungur hefur tekið öll völd. En þetta hefur veriö gott i sjóbirtingnum og margir hafa fengið mjög góða veiði, stóra og fallega fiska. Er það ekki tilgangurinn? Er hægt aö biðja um meira? Þótt veiðitíminn sé á enda gera veiðimenn sér ýmislegt til dundurs og þeir hjá Stangaveiðifélagi Selfoss héldu nýlega lokahóf sitt. Fjölmenntu veiðimenn á Selfossi og var mikið snætt, skrafað og rætt. Á myndinni sést Haraldur Arngrímsson, formaður stangaveiðifélagsins, afhenda aflaklónni Guðmundi Sigurðssyni verðlaun fyrir stórlax. En Guðmundur hefur verið iðinn við stórlaxana í gegnum árin og áður fengið bikar. Hinn opinberi kór stangaveiöimanna söng nokkur lög á kvöldskemmtuninni að Munaðarnesi og var vel fagnað á eftir, enda stóö hann sig vel. Siglfir- skir veiðimenn voru þar fremstir í flokki. DV-mynd G.Bender Heilsugovmurinn GETUR GERT KRAFTAVERK! AÐEINS KR. % V ..í STÆLIR mjadmir og læri, brjóst og arma, maga og mitti - og allt hitt á aöeins 5 mínútum á dag. Þú gerir æfingamar heima — sparar tíma og peninga. 5 mínútur á dag með heilsugorminum jafnast á við að hjóla 6 km! Svo getur þú aftur farið í þröngu gallabuxumar, stuttbuxurnar og stmdbolinn með fullu sjálfstrausti. PANTIÐ í TÍMA í BOX 8600 128 Reykjavík KLlpPÍD Vinsamlegast sendið mér........stk. heilsugorm Nafn.........................................Helmlli. Póstnúmer.............................Staður......... -i- Það er beinlínis lygilegt - hvað fyrsta flokks tískufatnaður er á hagstœðu verði í Hamborg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.