Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 47 Meiming „Karlveldið endurgeldur ekki ást kvenna“ Helga Kress heldur fyrirlestur um Tímaþjof Steinunnar Sigurðardóttur Kl. 2 á laugardag gengst Félag áhugamanna um bókmenntir fyrir umræöufundi í Odda, hugvísinda- húsi Háskóia íslands, stofu 101. Þar flytur Helga Kress fyrirlestur sem hún nefnir: „Þér líkaði aldrei að heyra mig hlæja: Um ástina, karl- veldið og kvenlega sjálfsmynd út frá Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur“. Tímaþjófurinn var sem kunnugt er ein umtalað- asta og mest lesna bókin á síðasta ári og vakti ekki síst kvenlýsing verksins mikla athygli. Helga Kress er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla ís- lands. Hún hefur mjög sinnt rannsóknum bókmennta eftir ís- lenskar konur og sett fram ögrandi kenningar um íslenska bók- menntasögu. Verða því eflaust margir spenntir að heyra hvað hún hefur um Tímaþjófmn að segja. Blaðamaður forvitnaðist um efniö og spurði Helgu fyrst hvort Tíma- þjófurinn væri tímamótaverk. „Ef þú ert aö spyrja að hefð- bundnum bókmenntasögulegum hætti þá skiptir þessi spurning ekki máh. Hins vegar fjailar Tímaþjóf- urinn um tíma. Kannski má segja að hugtakið „tímamótaverk" mót- ist af venjulegum þjóðfélagslegum og sögulegum skilningi á tíma en ég tel að skáldsaga Steinunnar snú- ist einmitt gegn sUkum skilningi.“ - Er þá einhver „annars konar“ tími í sögunni? „Ég sé í henni merki um tíma hringrásarinnar, náttúrunnar, konunnar. Þaö er sá tími sem text- inn aðhyllist og hann er öðruvísi en hinn sögulegi og ráðandi tími, þó að undan honum verði ekki komist. Raunar er þaö svo að aðal- persónan, Alda, „feUur á tíma“, vegna þess að hún er háð þessum hefðbundna þjóöfélagslega tíma. Þetta er tími karlveldisins og tU hans vísar bókartitillinn réttilega- en texti verksins setur spurningar- merki við þennan tíma, grefur undan honum.“ - En hvers vegna ætlar þú að ganga út frá Tímþjófnum í fyrirlestri þín- um? Ert þú ekki þar með að „gera“ þessa skáldsögu að afar mikilvægri bók? „Hún er mikilvæg út frá því sjón- armiði að hún fjallar um og sýnir fram á þessa eUífu togstreitu sem nútímakonur eiga í við karlmann- inn. Þær eyða ómældum tíma í að kljást við hann, reyna að komast í samband við hann, og kannski ekki til neins - vegna þess að karlveldið vinnur gegn eðlilegum samskipt- um kynjanna.“ - Hver eru eða væru „eðlileg sam- skipti kynjanna“? „Það er ekki hægt að bregða upp Bókmenntir JÁ mynd af neinni útópíu eða ákveð- inni draumsýn, en þau myndu fyrst og fremst felast í sundrun karlveld- is og þar með þeirrar kvenmyndar sem karlveldið heldur við lýði. í því samfélagi, sem við þekkjum, er hið kvenlega undirokað, en það ólg- ar undir niðri, undir ýfirborðinu, eins og aldan í bók Steinunnar, og knýr í sífellu á. Þaö boöar einhvers konar frelsun, en karlinn streitist á móti, hann þorir ekki að láta undan, gefa af sér. Hann er hrædd- ur við missa tökin, ekki síst á sjálfum sér, missa völdin. Hann rígheldur sér í þau lögmál sam- félagsins sem hann hefur sjálfur sett. Þess vegna er hann bældur, þorir ekki að vera öðruvísi, og ótt- ast líka að verða að athlægi. Rétt er að taka fram að einstakir karl- menn eru mismunandi mikið undir þetta seldir; það má segja að sumir brjótist meira um en aðrir og vilji losna.“ - Þetta með að „verða að athlægi“ skýrir væntanlega að einhverju leyti titilinn á erindi þínu? „Hláturinn er leið til þess aö brjóta niður þær myndir sem karl- veldið birtist í - og þannig getur hann opnað okkur nýja og aðra sýn. En það er fleira en hláturinn sem kemur til, þótt hann sé e.t.v. áhrifa- mesta leiðin. Þá á ég ekki viö hlátur sem sprettur af því ómerkilega fyr- irbrigði sem nefnist „brandarar" og fólk er farið að keppa í. Ég á við hlátur „gróteskunnar" sem sundr- ar kerfisbundinni skynjun og hugsunarhætti." - Hvernig tengist þetta ástinni, sem þú nefnir líka í titlinum? „Ástin er frumþörf og um leið hliðstæð hinu kvenlega afli og hlátrinum. Sá sem gefur sig ástinni og tilfmningum á vald brýtur gegn lögmálum samfélags sem beinast aö því að halda tilfmningum í skefj- um.“ - Er Timaþjófurinn þá ástarsaga? „Hún er ástarsaga, en um leið saga um konu sem leitar aö sjálfri sér, sjálfsmynd sinni, í ástinni, eins og konur eru alltaf að gera. Og þessi kona ferst vegna þess að sá karl- maður, sem hún festir ást á, er um leið hlutgervingur karlveldisins sjálfs og karlveldiö endurgeldur ekki ást kvenna.“ JÁ <»/<» LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Pfli LEIKRITASAMKEPPNI í tilefni af opnun Borgarleikhúss efnir Leikfélag Reykjavíkur til leikritasamkeppni. Frestur til að skila inn leikritum er til 31. október 1988 og mun dóm- nefnd skila úrskurði sínum 15. janúar 1989. Dómnefndina skipa Hallmar Sigurðsson leikhús- stjóri, Hafliði Arngrímsson, tilnefndur af Rithöfunda- sambandi Islands og Sigríður Hagalín leikari. Samkeppnin er tvíþætt þar sem annars vegar verða veitt verðlaun fyrir barnaleikrit og hins vegar leikrit sem ekki er bundið því skilyrði. Verðlaunaupphæð nemur samtals kr. 1.000.000, og erupphæðin bundin lánskjaravísitölu nóvembermán- aðar 1987, 1 841 stig. Veitt verða ein fyrstu verðlaun í hvorum flokki, ekki lægri en kr. 300.000 hver, en að öðru leyti hefur dómnefnd frjálsar hendur um skiptingu verðlauna. Verðlaun eru óháð höfundar- launum ef verkin verða valin til flutnings hjá félaginu og áskilur Leikfélag Reykjavíkur sér forgang að flutn- ingsrétti á öllum innsendum verkum í samkeppnina. Leikritum skal skila með dulnefni eða kenni og skal fylgja lokað umslag merkt sama dulnefni eða kenni með réttu nafni höfundar. Taflborð/ spilaborð 9.310,- stgr. stóll 4.590,- stgr. bar 11.300,-stgr. 9.395,- stgr. 12.970,- stgr. 11.300,- stgr. HÚSGÖGN í miklu úrvali Opið kl. 10-19 alla daga 15.580,- stgr. 12.970,- stgr. 6.480,- stgr. GREIÐSLUKJÖR KREDITKORTAÞJÓNUSTA gsiýja M <BólsturgorÖin Garðshorni - Fossvogi - Sími 16541.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.