Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 56
68 LAUGARDAGUR 31. OKTÖBER 1987. Félagsvist Klúbburinn Stund Félagsvist verður spiluð í Risinu, HverFis- götu 105, Reykjavík, nk. þriðjudag. Góð spilaverðlaun, kaíFiveitingar. Mætið öll. Húnvetningafélagið Félagsvist verður spiluð nk. laugardag kl. 14 í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Veitingar og verðlaun. Allir velkomnir. Fundir Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund að Hallveigarstöðum nk. fimmtudagskvöld 5. nóvember kl. 20.30. Að loknum fundarstörfum verður spilað bingó. Kvenféiag Laugarnessóknar heldur fund í safnaðarheimilinu mánu- daginn 2. nóvember kl. 20.30. Konur úr Kvenfélagi Bústaðasóknar verða gestir þetta kvöld. Hádegisverðafundur presta verður í safnaðarheimili Bústaðakirkju nk. mánudag, 2. nóvember. Neskirkja Fræðslufundur verður á morgun, sunnu- dag, í safnaðarheimili kirkjunnar að lokinni guðþjónustu kl. 15.15. Sr. Sigurð- ur Örn Steingrímsson fjallar um nokkra valda texta úr Gamla textamentinu. Um- ræður að loknu erindi. Framhald verður næstu sunnudaga á sama tíma. Tillcyniiingar Ættarmót Blöndala Hinn 1. nóvember eru 200 ár liðin frá fæðingu Björns Auðunssonar Blöndals sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal. ætt- föður Blöndala, og af því tilefni verður efnt til ættarmóts Blöndala. Björn Blönd- al var kvæntur Guðrúnu Þórðardóttur kaupmanns á Akureyri og áttu þau 15 börn. Af þeim komust 11 á legg. Ættin er því orðin fjölmenn. Björn Auðunsson lést 1846 á 59. aldursári en Guðrún kona hans, sem var 10 árum yngri. lést 18 árum síðar. Blöndalsættin efnir til hátíðar að veitingahúsinu Broadway í Heykjavík sunnudaginn 1. nóvember og hefst hún kl. 15. Þar verða á boðstólum kaffiveiting- ar. Halldór Blöndal stjórnar samkom- unni. Svala Nielsen og Sigurður Blöndal leiða söng við undirleik Karls Jóhanns Sighvatssonar. Guðrún Gísladóttir leik- kona les upp. Þá verður þeirra Guðrúnar og Björns Blöndals sýslumanns minnst í upphafi. Húsið verður opnað kl. 2.30. Barnagæsla á staðnum. Hátíðardagskrá Skáta- hreyfingarinnar Nii í ár fagnar stærsta æskulýðshreyfmg í heimi því að 80 ár eru liðin frá stofnun hennar. Skátastarf er nú í yfir 100 löndum og um 26 milljónir drengja og stúlkna taka þátt í því. Starfandi skátar á Islandi i dag eru um 11.000 talsins og starfa þeir í yfir 40 skátafélögum og 120 deildum víðsvegar um landið. Skátar á Islandi fagna einnig því að nú eru 75 ár liðin frá því að skátastarf barst hingað til lands. Af því tilefni munu skátar gangast fyrir íjölþættri hátíðadagskrá um land allt. Dagskráin er sem hér segir. Sunnudagur 1. nóv. Móttaka gesta í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi vegna 10 ára afmælis skátafélagsins Selsinga. Mánudagur 2. nóv.: Móttaka gesta í Skátahúsinu við Snorrabraut frá kl. 17 19. Kvöldvaka kl. 20 á vegum skátafélagsins Seguls í Breið- holti. Kvöldvaka kl. 20 á vegum skátafé- lagsins Selsinga, Seltjarnarnesi. Þriðjudagur 3. nóv.: Opið hús hjá Skáta- félaginu Landnemum frá kl. 20 -22. Opið hús hjá skátafélaginu Ægisbúum kl. 20 22.30. Miðvikudagur 4. nóv.: Opið hús hjá skátafélaginu Kópum frá kl. 20-22.30. Opið hús hjá skátafélaginu Haförnum frá kl. 19 22. Opið hús hjá skátafélaginu Heiðabúum, Keflavík, kl. 20-22. Safnaðarfélag Ásprestakalls Kaffisala félagsins verður sunnudaginn 1. nóvember í félagsheimilinu að lokinni síðdegismessu. Kvenfélag Kópavogs Fjáröflunardagurinn verður 8. nóvember. Tekið á móti munum í félagsheimilinu, vestursal, þriðjudaginn 3. nóv. og föstu- dag 6. nóv, eftir kl. 20 og á laugardag 7. nóv milli kl. 14-19. Hafið samband við Margréti í síma 41949. Þorgerði í s. 42373 og Stefaníu í s. 41084. Yfirlýsing frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga Stórn Félags íslenskra náttúrufræðinga vill vekja athygli á því að við auglýsingu á starfi þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli er gerð krafa um haldgóða þekkingu á nátt- úrufræði, enda er þjóðgarðurinn í Skafta- felli friðaður vegna sérstæðrar náttúru. Stjórn Félags íslenskra náttúrufræðinga harmar að við veitingu á starfi þjóðgarðs- varðar skuli ekki hafa verið tekið meira tillit til menntunar og faglegrar þekking- ar í náttúrufræðum en raun ber vitni. Kynning á tölvum og hug- búnaði um helgina Kynning verður haldin á tölvum og hug- búnaði laugardaginn 31. október og sunnudaginn 1. nóvember frá kl. 10-18 háða dagana. Það er Fjölkaup hf. og Vík- urhugbúnaður sem standa að kynning- unni. Fjölkaup kynnir tölvur frá Bondwell og Lingo. Víkurhugbúnaður kynnir Ráð-hugbúnaðarkerfi. Kynningin verður haldin í Fjölkaup. Laugavegi 163, gengið inn Skúlagötumegin. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Félagsmiðstöð Geðhjálpar að Veltusundi 3b er opin á fimmtudögum kl. 20-22.30 og laugardögum og sunnu- dögum kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp opna skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar sem seld eru minningarkort félagsins og veittar upplýsingar um starfsemina. Sími 25990. Lögfræðiaðstoð laganema Orator, félag laganema, verður með ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir almenning á fimmtudagskvöldum milli kl. 19.30 og 22 í síma 11012. Tónleikar Tónleikar í Laugarneskirkju Á sunnudaginn verða tónleikar í Laugar- neskirkju kl. 17. Þar flytur kór Laugar- neskirkju, ásamt kammersveit, kantöntuna Jesús heill míns hjarta eftir D. Buxtehude og Gloria eftir Vivaldi. Einsöngvarar eru Sigrún Gestsdóttir sópran, Guðný Árnadóttir alt og Halldór Vilhelmsson bassi. Stjórnandi er Þröstur Eiríksson. Einnig leikur Ann Toril Lind- stad einleik á orgel, en hún tekur nú við starfi organista Laugarneskirkju eftir að hafa deilt því um tveggja ára skeið með manni sínum, Þresti Eiríkssyni, sem nú hefur verið ráðinn organisti við Garða- kirkju. Aðgöngumiðar á tónleikana verða seldir við inngánginn. Hörður Torfa á Hótel Borg og víðar Hörður Torfason trúbador hefur í nógu að snúast og mun halda tónleika víða á næstunni. Platan hans, Hugílæði, sem kom út í haust, hefur sannarlega slegið í gegn. Hörður kom nýlega fram á kon- sert hjá Vísnavinum og komust mun færri að en vildu en þeir sem frá urðu að hverfa fengu það loforð að Hörður héldi tónleika fljótlega. Þessir tónleikar verða á Hótel Borg mánudagskvöld 2. nóv. og þriðju- dagskvöldið 3. nóv. og hefjast kl. 21. Fólki skal bent á að forsala aðgöngumiða verð- ur í anddyrinu á Hótel Borg. Síðan fer Hörður í tónleikaferð um Norðurland og verður á eftirtöldum stöðum: Hótel Borg- arnes 5. nóv. kl. 22. Félagsheimilið Skagaströnd, 6. nóv. kl. 21, Safnahúsið Sauðárkróki, 7. nóv. kl. 21, Hótel Höfn, Siglufirði, 8. nóv. kl. 21, Leikhúsinu, Ak- ureyri, 9. nóv. kl. 21, Tjarnarborg, Ólafs- fírði, 10. nóv. kl. 21, Víkurröst, Dalvík, 11. nóv. kl. 21 og Sjallanum, Akureyri, 12. nóv. kl. 22. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum, fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, á neðangreindum tíma: Engihjalli 17, 8. hæð A, þingl. eig. Allreð Alfreðsson, þriðjud. 3. nóvemþ- er kl. 10.05. Uppboðsbeiðendur eru: Skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi, Bæjarsjóður Kópavogs og Veðdeild Landsbanka íslands. Kársnesbraut 106, hluti, þingl. eig. Skipafélagið Víkur hf., þriðjud. 3. nóv- ember ’87 kl. 10.05. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Kópavogs, Gjald- heimtan í Reykjavík, Hróbjartur Jónatansson hdl. og Brunabótafélag íslands. Víghólastígur 3, þingl. eig. Ásta Sig- tryggsdóttir, þriðjud. 3. nóvember ’87 kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur eru: Guð- jón Steingrímsson hrl. og Útvegs- banki íslands. Ástún 2, merkt 4-3, þingl. eig. Bryndís Þorsteinsdóttir, þriðjud. 3. nóvember ’87 kl. 10.15. Úppboðsbeiðandi er: Tryggingastofhun ríkisins. BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI.. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Smiðjuvegur 14D, 1. hæð aust, þingl. eig. Hreiðar Svavarsson, á eigninni sjálfri mánud. 2. nóvember ’87 kl. 11.00. Upþboðsbeiðendur eru: Sigurð- ur G. Guðjónsson hdl., Eggert B. Ólafsson hdá. og Skúb Pálsson hrl. BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI Glæsiblómið, ný blóma- og gjafavöruverslun Nýlega var opnuð í Glæsibæ í Álfheimum 74, Reykjavík, ný þlóma- og gjafavöru- verslun, sem heitir Glæsiblómið. Verslun- in mun hafa á boðstólum afskorin blóm, pottablóm og þurrskreytingar, einnig úrval af fallegri gjafavöru. Mikil áhersla verður lögð á gerð hvers konar skreyt- inga. Eigendur verslunarinnar eru þær Unnur Magnúsdóttir og Þórhildur Guð- mundsdóttir. Þær stöllur munu að jafnaði sjálfar vera til staðar í verslun sinni og gefa góð ráð um blóð og skreytingar hvers konar og hvernig best er að haga málum við hin ýmsu tilefni en í því hafa þær margra ára reynslu. Verslunin verður opin alla daga til kl. 22 á kvöldin. Bón- og þvottastöð í Hafnarfirði Á dögunum opnaði Magnús Magnússon bón- og þvottastöð að Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Boðið verður upp á hefð- bundna þjónustu, svo sem tjöruþvott, bón, djúphreinsun teppa og sæta, svo og vélarþvott, felgusprautun og mössun á lakki. Opið er frá kl. 8-18 mánudaga til föstudaga og kl. 9-16 laugardaga. Síminn er 652080. Borgarskipulag Reykjavíkur efna til borgarafundar í safnaðarheimili Lang- holtssóknar við Sólheima. Á fundinum verða kynnt drög að hverfaskipulagi fyrir borgarhluta 4, þ.e. Laugarnes-, Laugar- ás-, Heima- og Vogahverfi. Hverfaskipu- á um helstu þætti skipulags einstakra borgarhluta með áherslu á hvar breytinga er að vænta og hvar þeirra er þörf. Fyrst og fremst er fjallað um húsnæði, þjón- Leikhús Nýtt leikhús hefur göngu sína Leikhúsið ber nafnið eih-leikhúsið og verður til húsa í Djúpinu, þ.e. kjallara veitingahússins Hornsins, Hafnarstræti 15. Að eih-leikhúsinu standa 3 ungir leik- arar, þeir Hjálmar Hjálmarsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, sem luku námi við Leiklistarskóla Islands í vor, og Guðjón Sigvaldason, sem lauk námi frá Mountvi- ew theater school í Bretlandi, einnig í vor. Fyrsta verkefni eih-leikhússins er Saga úr dýragarðinum eftir Edward Albee. Höfundurinn er bandarískur og eílaust þekktastur fyrir verk sitt Hver er hræddur við Virginu Woolf? Leikritið Saga úr dýragarðinum var frumflutt á leiklistarhátíð í Berlín 1959 og hlaut þar verðlaun hátíðarinnar. Eih-leikhúsið frumsýnir verkið í Djúpinu 17. nóv. nk. Veitingastaðurinn Hornið mun bjóða upp á mat og vínveitingar fyrir og eftir sýn- ingar. REVÍULEIKHÚSIÐ frumsýnir í íslensku Óperunni Ævintýrasöngleikinn SÆTABRAUÐS- DRENGINN eftir David Wood, sunnudaginn 1. nóv. kl. 15.00. Leikstjóri: Þórir Steingrímsson Leikmynd: Sigrún Steinþórsd. Þýðing: Magnea J. Matthiasd. Tónlist: David Wood Útsetning. Össur Geirsson Dansar: Helena Jóhannsdóttir Leikendur: Ellert Ingimundarson, Þórar- inn Eyfjörð, Alda Arnarsdóttir, Saga Jónsdóttir, Bjarni Ingvarsson og Grétar Skúlason. Reviuhljómsveit leikur undir. Miðasala: Laugardaginn 31. okt., kl. 13-16, sunnudaginn 1. nóv. kl. 13-15. 2. sýning fimmtudaginn 5. nóv. kl. 17.00. 3. sýning laugardaginn 7. nóv. kl. 15.00. 4. sýning sunnudaginn 8. nóv. kl. 15.00. Miðapantanir allan sólarhringinn i síma 656500, simi í miðasölu 11475. Tapað - Fundið Tátaertýnd Grábröndótt læða tapaðist frá Baldurs- götu 12 fyrir nokkru. Hún var með gula hálsól og merkt þegar hún hvarf, gæti hugsanlega hafa dottið af. Hún gegnir nafninu Táta. Gott væri ef einhver gæti látið vita um afdrif hennar. Upplýsingar í síma 25859 eða hjá Kattavinafélaginu í síma 14594. Kvikmyndahús Bíóborgin Nornirnar frá Eastwick Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10. Tin Men Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.10. Svarta ekkjan Sýnd kl. 7.05 og 9.05. Tveir á toppnum Sýnd kl. 5 og 11.10. Töfrapotturinn sýnd kl. 3 sunnudag. Pétur Pan sýnd kl. 3 sunnudag. Hundalif sýnd kl. 3 sunnudag. Bíóhöllin Full Metal Jacket Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. Rándýrið Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. Hefnd busanna II, Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05, og 11.15. Hver er stúlkan? Sýnd kl. 7.05, og 11.15. Logandi hræddir Sýnd kl. 5 og 9.05. Blátt flauel Sýnd kl. 9.05 Angel Heart* Sýnd kl. 5 og 7.05 Ofurmúsin sýnd kl. 3 laugard. og sunnud. Mjallhvit og dvergarnir sjö sýnd kl. 3 laugardag og sunnudag. Hundalíf sýnd kl. 3 laugardag og sunnudag. Öskubuska sýnd kl. 3 laugardag og sunnudag. Háskólabíó Beverly Hills Cops II. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Laugarásbíó Salur A Höfum fengið þessa frábæru mynd frá listahátíð til sýningar i nokkra daga. Undir fargi laganna, Down by Law Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Salur B Fjör á framabraut Sýnd kl. 5, 7 og 9.05. Salur C Særingar Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.00. Valhöll Sýnd kl. 3 sunnudag. Regnboginn Stjúpfaðirinn Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Malcom Sýnd kl. 3, 5 og 7. A öldum Ijósvakans Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herklæði Guðs Sýnd kl, 9 og 11.15. Omegagengið Sýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15. Vild'ðú værir hér Sýnd kl. 7. Supermann IV Sýnd kl. 3 og 5. Gullni drengurinn Sýnd kl. 7, 9 og 11.15. Lina Langsokkur sýnd kl. 3 sunnudag. Stjörnubíó La Bamba Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Hálfmánastræti Sýnd kl. 5 og 11. Steingarðar Sýnd kl. 7 og 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.