Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 13 Veitmgáhús Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús: Fons er fínn í Kvosinni Gatan fram eftir vegi Svartfugl og villigæs höfum við hvergi bragðað betri en hjá Franc- ois Fons í Kvosinni nú í vetrarbyrj- un. Ef til vill jafngóða hjá Skúla í Arnarhóli, en hvergi betri. Enda er Fons einn af beztu matreiðslu- meisturum landsins, enda þótt hann sé stundum mistækur og ekki jafnvjgur á allt. Hann hefur um nokkurt skeið ráðið ríkjum í eld- húsi Kvosarinnar, sem hefur gengið götuna fram eftir vegi frá slæmri byrjun á sínum tíma. Kjöt svartfuglsins og vilhgæsar- innar var rautt og meyrt, í ein- dregnum, frönskum nútímastil. Með svartfughnum fylgdi þung ra- vigote-sósa, sem var olía með létt pönnusteiktu jukki úr asíum, papr- iku og brytjuðum eggjum. Með vilUgæsinni var létt og bragðmild rifslaufssósa með skemmtilega ein- dregnu vilUbráðarbragði. Stöðlun- ar gætti, því að báðum réttunum fylgdu hvítar kartöflur og léttsoðið blómkál. Annars er Fons enginn baráttu- maður nútíma matreiðslu. Hann stendur föstum fótum í gamalli, franskri hefð. Hann er til dæmis Utið fyrir fisk og súpur, en breiðir sig út yfir kjötrétti og kjötkæfufor- rétti af ýmsu tagi. í stórum dráttum er matreiðsla hans gamaldags. Hún er ekkert verri fyrir það. Fyrir okk- ur kemur þaö ekki að mikilli sök, því að hér á landi er ýmislegt ný- stárlegt í þessu, þótt það teldust gamlar lummur í heimalandinu. Þar þætti til dæmis gamaldags að bjóða rjúpnakæfu, þegar hráefnið er að verða ársgamalt og ny vertíð að hefjast. En þetta var afar mögn- uð og góð kæfa í bragðlausu hiaupi. Tilviljanakennt orðskrúð Rétturinn nefndist „rjúpnaljúf- meti“ og er dæmi um tilhneigingu til að leyna matreiðsluaöferðum á bak við tilviljanakennt oröskrúð. Þannig eru grísalundir „að hætti ömmu“, „syndandi“ hörpuskel og undarlega titlað langvíubrjóst „Eg- ils Skallagrímssonar". Hlaupið er frjálslega milli tungu- mála. Rétt neðan við „grísalundir að hætti ömmu“ lesum við „tat- inade de nos sorbets". Eitthvað er franskan samt farin aö lasnast, því að fyndið var að sjá nautasteik þýdda „filet de porc boeuf' á frönsku. Fons skiptir oft um matseðil og breytir þá um alla réttina, þótt hann haldi óhreyfðum meginlín- um. Hann virðist til dæmis alltaf vera með hrútspunga á boðstólum, svokölluð „kviðsvið" á máli mat- seðilsins. í haust bauð hann kjúkl- ing og hrútspunga á rosettusósu, en í vetrarbyrjun hrútspunga- stöppu og rækjur „á grænu túni“. Fyrri rétturinn var fagur að sjá, hæfilega lítið súr á bragðið og myndaði samræmda heild. Mikil og bleik sósa var í sætasta lagi, með gulri og brúnni súkkulaðiskreyt- ingu í blómamynd. Þetta var afar góður réttur. Sölvasósa með humri Ekki er hugmyndaflugiö alltaf vel heppnað. Sölvasósa með humri, kölluð sölsósa á matseðli, var grimmdarlega dimmbrún og bragðsterk og hæföi hvítum og bragðmildum humri hvorki í útliti né bragði. Þar á ofan var humarinn ofsoðinn og því ekki eins meyr og hann hefði veriö hjá Skúla eða Rúnari við Tjörnina, sem kunna fisk fram í fingurgómana. T^tMCOllfoNÍ Matseðill 530 Kviðsviðsmús og rækjur á grænu túni 650 Grafinn lax með dillsósu 580 Laxaballotine með hibiscussósu 530 Humarbrauö á grófum grunni 550 Kanínulifrarmósaík 610 Sniglar og smokkfiskur mariage 580 Saltað villigæsarbrjóst 350 Fiskisúpa aö hætti MarseiUe 320 Villisveppasúpa 850 Steiktur heill regnbogasilungur með möndlum 750 Djúprækjur í hvítlauk 830 Syndandi hörpuskel 845 Skötuselur a la tapenarde 1470 Nautasteik bordelaise 1490 Nautasteik með grænum pipar 1345 Grísalundir að hætti ömmu 930 Léttsoðinn svartfugl með ravigote-sósu 1630 Pönnusteikt villigæsar-medalía með rifslaufssósu 870 Smjörsteikt kanínulifur persillade 390 Pitkivier 450 Tatinade de nos sorbets 490 Arlequinnade Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en krónupeningarnir tákna verðlagið. Smálúöan var ekki heldur full- komin hjá Fons, óþarflega mikið soðin, en fallega sett á diskinn, í fylgd með rauðum og grænum pip- arkornum. Til hliðar voru næfur- þunnar gúrkusneiðar, ekki sýrðar. Þessi réttur var gott dæmi um áherzluna, sem Fons leggur á útlit rétta sinna. Á tveimur matseðlum var annars vegar engin súpa og hins vegar aðeins tvær súpur. Önnur var fiski- súpa að hætti Marseille. sterk- krydduð og mögnuð súpa úr fiskisoði, tómatkrafti og rjóma. þykk súpa, en þó alveg hveitilaus og án fiskbita. Saltað villigæsarbrjóst var gott. borið fram á möndlum í góðri. þunnri sósu, í fylgd með hvítlauks- eggjasósu og rifnum osti mildum. Eftirréttir eru oft skemmtilegir í Kvosinni. Fersk jarðarber rauð- vínslegin voru mild og merkilega góð. Rifsber „Royale" voru líka mjög góð, borin fram með rifsberja- sorbet og rifsberjasósu úr berjasaft og þeyttum rjóma. „Pitkiever" nefndist lítt merkileg. eplafyllt smjördeigskaka. sem var aðallega kaka og lítils háttar eph. á góðri eplasósu. „Arlequinnade" var góð- ur hindberjasorbet í hindberja- sósu, skreyttur jarðarberjum. kivvi. vinberi. rauðvínsperu og súkku- laöifroðu. Kampavínsflösku-málverk Kaffið var sæmilegt. ekki sérlega heitt. en borið fram með mjög sætu. en góðu konfekti. sem búið er til á staðnum. Vínlistinn er fremur góð- ur og ekki eins hátt verðlagður og í öðrum veitingahúsum landsins. Stolt staðarins eru Perrier Jouet kampavínin. þar á meðal Special Reserve í handmálaðri flösku. sem kostar um 5.000 krónur. Þessi vín voru uppseld í síðustu heimsókn. Um þjónustu og umhverfi Kvos- arinnar er fátt nvtt að segja. því að hvorugt hefur breytzt að ráði. Þjónustan er eins góð og í öðrum beztu veitingasölum landsins. en nær ekki alltaf að muna. hvor af tveimur hafði pantað hvað. Utlitið er líka óbreytt að mestu. þótt kyrralífsmálverk af matvælum hafi komið í stað teppa á einum veggnum. Andrúmsloftið er virðulega þungt og dýrt. en timabært er orðið að lagfæra naktar mahoní-borð- plöturnar. því að brunablettir eru orðnir óhæfilega margir. Þá væru plöturnar í meira samræmi viö skrautlegt teppi. bakháa stóla. þungan við í húsbúnaði og þiljum. sérlýst málverk. tvær spegilsúlur í miðjum sal. glerbútakrónur og málað gifsflúr í lofti Kvosin heitir ýmist „í kvosinni" eða „Cafe Rosenberg". Staðurinn er lokaður í hádeginu og mánu- dags- og þriðjudagskvöld. Miðju- verð þriggja rétta kvöldverðar er 2.103 krónur fyrir utan vín. Jónas Kristjánsson VissMark® fullkomin getraunaforrit fyrir PC og samhæfðar tölvur hjálpa þér við getraunavinn- inga viku eftir viku. Einfalt i notkun og ódýrt. Pöntunarsími 91-623606. milli kl. 16 og 20. SAMCO - SAMBYGGÐAR TRÉSMIÐAVÉLAR ★ 3 MÓTORAR HALLANLEGT BLAÐ 3 HIMÍFAR í HEFILVALSI STÓR SLEÐI FÍNSTILLILAND Á FRÆSARA TÆKJABÚÐIN HF. Smiðjuvegur 28, 200 Kópavogur Sími 75015 ALLIR ÍRÉTTARÖÐ Allir i rótta röð. Nýtt og fullkomiö tölvustýrt simaborð tryggir snögga sim- svörun og afgreiöslu eftir réttri röð. Þegar þú hringir i Hreytil og heyrir lagstúf. veistu að þú hefur náð sambandi við skiptiborðið og færð afgreiðslu von braðar. Hafnarfjörður, Garðabær og Mosfellssveit. Höfum opnað nýjar biðstöðvar við Ásgarð i Garðabæ. Esso-stöðina við Reykjavikurveg i Hafnarfirði og við Þverholt i Mosfellssveit. Þetta tryggir enn betri þjónustu Höfuðborgarsvæðið er nú eitt gjaldsvæði. Nú getur Hreyfill ekió þér frá Laxnesi að Bessastöðum eða frá Austurvelli í Straumsvík á innanbæjartaxta Reykjavíkur UREVFILL 68 55 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.