Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 55 Tíska Christian Lacroix Hann kynnti fyrstu hátísku sína fyrir þrem mánuðum. Þá kom hann á óvart og skoraði mark eða sló í gegn. Nú kem- ur hann með sína fyrstu prét-a-portér sýningu og hitti aftur í mark. Gagnrýnendur segja að hann eigi eftir að hafa ómæld áhrif á tískuna til margra ár. Hann er Christian Lacroix og er franskur. Þó að hann hafi verið með glæsilega sýningu að mati gagnrýnenda og tískuskrifara þá féll sýningin hans ekki undir hefðþundin stimpil „prét-a-porter“ sýninga. Hann setti í raun nýjan stimp- il á sýningu sína, einfaldlega „luxe“. Vegna þessa útúrdúrs Lacroix var hann ekki með í sarnkeppninni um Oscarinn. Á sýningu Lacroix voru margir dag- og kvöldkjólar, þeir ódýrustu seljast á tæp- lega eitt hundarð og tuttugu þúsund íslenskar krónur. Yfir tuttugu verslanir í Bandaríkjunum munu kynna framleiðslu Lacroix nú í byrj- un nóvember, þar á meðal Bergdorf Goodman og Saks Fifth Avenue í New York. Vörumerki Christian Lacro- ix er stuttur mittisjakki með rennilás, bæði bein og „blöðrulaga“ pils. Kjólamir eru ákafleg kvenlegir. Þeir Hjartalöguð brjóstalína á blúndum- prýddum sam- kvæmiskjóln- um frá Christian Lacroix. eru yfirleitt flegnir, brjósta- línan hjartlöguð og skreyttir með blúndum og fífum. Blómamynstruð og skrautleg efni eru undirstaðan í kjólun- um og með þeim á að bera stóra hatta og skraut alls kon- ar, sem Lacroix hannar og framleiðir með flíkunum. Allar dömur, sem ætla að klæðast þessum glæsiflíkum, verða að vera mittisgrannar mjög því mittið á að sjást. „Saklaus, rjóð og undirleit“ eru þau ummæli sem einum tískuskrifara datt í hug þegar ungmeyjastíll Lacroix varð lýðum ljós. -ÞG Snillingurinn, sem rutt hefur sér braut i tískuheimi Parísarborgar á örskömmum tíma, Christian Lacroix. Fyrir rúmum þrem mánuðum var hann óþekktur en þá snerist lukku- hjólið. Þó að hann sé brúnaþungur er léttleiki mikill yfir flikunum sem hann hannar. Hátt mitti, fleginn kvöldkjóll og barðastór hattur sem punktur yfir i-ið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.