Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 38
J LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Palladómar Dolly Parton Dolly Parton hefur unnið með mörgum af eftirsóttustu karl- stjörnum Bandaríkjanna og fara ýmsar sögur af þeim viðskiptum. Dolly er heldur ekkert að hika við að segja áht sitt á þessum mönnum og frá hennar hendi birtust nýverið palladómar um þrjá þá frægustu. Dolly lék á móti Sylvester Stall- one í Rhinestone árið 1984 og sagt var að þeim hefði komið illa sam- an. Dolly neitar þessu. „Stallone er vissulega erfiður í umgengni en ég kunni alltaf vel við hann,“ segir hún. „Ég held líka aö StaUone hafi verið hrifmn af mér. Ég vakti með honum nýjar kenndir sem hann þekkti ekki áður, eitthvað mann- legt.“ Dolly segir að Kenny Rogers sé einn af bestu vinum hennar. „Ég lít næstum á hann sem bróður minn. Við erum mjög lík og ólumst upp við svipaðar aðstæður. Það er sagt að við höfum átt ástarævintýri saman. Það er ekki rétt en við höf- um alltaf verið góðir vinir.“ Dolly lék á móti Burt Reynolds í Besta litla hóruhúsinu í Texas árið 1982. Sú mynd þótti illa misheppn- uð. „Það ríkti eiginlega stríðs- ástand við tökur á myndinni," segir Dolly, „en það var var ekki Burt að kenna. Ég væri tilbúin að leika á móti honum hvenær sem er.“ Lisa Bonet hefur áhyggjur af nýju sjónvarpsþáttunum. Fyrir fjórum árum var Lisa Bo- net rétt eins og hver annar busi í menntaskóla. Enginn tók sérstak- lega eftir henni og hún hafði áhyggjur af því að ef til vill vildi enginn sjá hana. Nú er hún 19 ára gömul og er orðin ein af frægustu sjónvarps- stjömunum. Hún er búin að leika með BOl Cosby í þrjú ár í þáttunum um Fyrirmyndarfóðurinn sem eru í röð þeirra vinsælustu í sögu sjón- varpsins vestanhafs. Nú er kominn tími til að hún fái aðalhlutverk í sjónvarpsþáttum. Sjónvarpsþættir Lisu Bonet heita Annar heimur og eru ekki hklegir til annars en að auka frægð henn- ar. „Mér finnst frægöin erfið,“ segir hún. „Allt í einu er svo komið að alhr þekkja mig. Fólk, sem ég þekki ekkert, lætur eins og það hafi þekkt mig lengi og vill fá að snerta mig. Þrátt fyrir allt þetta líð- ur mér alltaf eins og sextán ára stelpu sem enginn þekkir.“ Áður en hún hóf að leika í sjón- varpsþáttunum oUi það henni áhyggjum að engir strákar vOdu bjóða henni út. Nú líta æ fleiri á hana sem eitt helsta kyntáknið í Bandaríkjunum. Æska Lisu var erfið. Faðir henn- ar er í aðra ættina kominn af Cherokeeindíánum og blökkumað- ur í hina. Móðir hennar er hvít og kennari að atvinnu. Þau skildu þegar Lisa var ársgömul. Hún ólst upp í hverfi hvítra í Los Angeles en fannst hún aldrei eiga heima þar. „Mér leið aiveg hræðOega þeg- ar ég var krakki,“ segir hún. „Það er ekki fyrr en nú síðustu árin sem ég er farin að sætta mig við hlut- skipti mitt.“ Lisa þarf ekki að kvarta lengur undan vinafæð en samt segist hún lítið gefin fyrir að umgangast fólk. Hún segist oft verða ástfangin en er hrædd við að binda sig og taka áhættuna á að verða fyrir von- brigðum. „Ástin er eins og hræöi- legt eiturlyf,“ segir hún. Ein besta vinkona hennar er Phylicia Rashad sem leikur móður hennar í sjónvarpinu. Þær stunda hugleiðslu saman og mega þola fyr- ir það háð og spott frá BOl Cosby. Lisa hefur áhyggjur af að nýju þættirnir veröi ekki vinsælir og þeir geti þýtt að vinsældum hennar ljúki skyndOega. Hún segir að hug- myndin að þáttunum sé ekki mjög snjöll en það er verið að breyta for- skriftinni. En þótt allt gangi vel segist Lisa staðráðin í að hætta öllum leik eft- ir nokkur ár. „Ég ætla að gifta mig ung og eignast börn,“ segir hún. „Síðan ætla ég að eignast kastala á Spáni og láta mig hverfa." Karen Straw. lauk með Vera má aö Karen Straw hafi hugsað einum of lengi um að bjarga hjónabandinu því þar kom aö hún mátti þakka fyrir aö fá eigin lifi borgið. Karen þessi, sem er banda- rísk, var fyrir nokkru ákærð fyrir að haía orðiö manni sínum að bana og um tíma leit út fyrir aö hún yröi sakfeUd. Við yfirheyrslur kom þó brátt í ljós að hinn látni eiginmaður var ekki með öUu saklaus í málinu. Karen sagði að hann heföi bytjað að berja hana öjótlega eftir aö þau gengu i þaö heilaga. Hún reyndi að leita á náðir yfirvalda til aö hafa hemil á manninum en það kom fyrir lítið. Efir nokkurra ára sambúð flutti eiginmaöurinn að heiman en fór ekki langt og hélt áfram að angra konu sína með ótímabærum heim- sóknum og barsmíöum. Kvöld nokkurt fyrir ári braust hann inn tO hennar, barði hana og nauögaði fyrir framan tvö börn þeirra. Það var þá sem viðskiptum þeirra hjóna lauk og eiginmaöurinn end- aöi lif sitt með hníf í brjóstinu. Ákæruvaldiö krafðist þess að Karen yrði dæmd fyrir morð. Sam- tök kvenna, sem hafa oröiö fyrir barsmíöum eiginmanna sinna, létu máliö til sín taka og beittu fyrir sig færustu lögfræðingum. Á endan- um komst dómurinn aö þeirri niðurstöðu aö Karen hefði drepiö manninn í sjálfsvöm og falliö var frá ákæm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.