Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Sérstæd sakamál Fjarvistarsönnunin átti að taka fram öllu sem þekktist í málum af þessu tagi enda var hún ákaflega sérstæð. En það fór ýmislegt á ann- an veg en Mitch Robinson og félagi hans höfðu gert ráð fyrir. Vafasamur tengdasonur Frank Avery var kominn á miðjan aldur og honum og konu hans, Marc- ia, leist alls ekki á tengdasoninn sem þau höfðu eignast. í raun höfðu þau hreinustu andstyggð á honum. Hann hét Mitch Robinson, var tuttugu og fimm ára og mjög ruddalegur í fram- komu. Hann hafði lært bardagalist sem hann var talinn leikinn i. Reynd- ar svo leikinn aö hann var ráðinn dyravöröur í diskóteki í Worchester á Englandi þar sem þeir atburðir gerðust sem hér segir frá. Frank Avery og kona hans þóttust þó sann- færð um að dyravarðarstarfið væri ekki allur starfi Mitch og notaði hann þaö til að fela annan starfa sem væri ólöglegur. Dóttirin á öðru máli Dóttir Averyhjónanna, Júlía, sem var nítján ára, var ekki á sama máli um Mitch og foreldrar hennar. Hún var mjög hrifin af honum og hafði nýlega fætt dóttur. Mitch hafði lítt sinnt konu sinni á meðgöngutíman- um og oft sést í félagsskap annarra kvenna. Er Júlía hafði haft uppi mótmæli vegna þessa lét hrottaskap- urinn ekki standa á sér og fékk Júlía að kenna á því. Það var þó eins og hún væri slegin blindu þegar innri maður Mitch Robinson var til um- ræðu. Þó komst máhð á það stig að Júlía, sem haföi ásamt manni sínum fengið íbúð til umráða, kom grátandi heim til foreldra sinna meö Mitch Robinson á hælunum. Þá hafði reiði hans verið svo mikil að hann kastaði bensínsprengju und- ir bíl Franks Avery. Óttaðist öryggi foreldra sinna Það var fyrst er hér var komið að Júlía fór að óttast að maður hennar kynni að vera annar og hættulegri maður en hún hafði talið fram að Mitch Robinson. þessu. Eftir skemmdarverkið hafði hún látið undan hótunum Mitch og flust á ný með honum í íbúðina því hún var nú farin að óttast um hf for- eldra sinna. Það var því greinilegt að Averyhjónin höfðu haft fyllilega rétt fyrir sér er þau héldu því fram •rQn að tengdasonur þeirra væri í hæsta máta vafasamur maður. Óvænt símhringing Svo gerðist það skyndilega í fyrra- vetur, nánar tiltekiö 1. febrúar 1986, að Mitch Robinson hringdi heim til tengdaforeldra sinna. Sagði hann tengdaföður sínum, Frank Avery, að hann hefði verið handtekinn fyrir þátttöku í slagsmál- um á götu úti. Taldi hann litlar líkur til þess að hann yrði látinn laus morguninn eftir og bað Frank um að fara heim til Júlíu og róa hana. Það væri ástæðulaust aö láta hana bíða alla nóttina. Ohugnanleg sýn Frank Avery sagðist strax skyldu fara heim til Júlíu sem bjó í Tunnel Hillhverfinu. Var hann á vissan hátt feginn yfir því að Mitch skyldi hafa verið stungið inn því það gæti táknað að Júlía fengi stundarfrið. Frank Avery sá strax er hann kom heim til dóttur sinnar að hún haföi fengið friö en á annan hátt en hann hafði haldið. Hann var vart fyrr kom- inn inn um dyrnar en hann sá Júlíu í stiganum upp á efri hæðina. Var hún í sundurtættum náttkjól og hafði verið kyrkt. Avery brá að vísu óskaplega en hafði þó það mikla sjálfsstjórn að hann flýtti sér að athuga hvað hefði orðið um dótturdóttur sína, Sófíu, og fann hana heila á húfi á efri hæð- inni. Svaf hún þar fastasvefni. Hann megnaði að fara að símanum og hringja á lögregluna en þegar hún kom var hann svo illa á sig kominn að hann fékk taugaáfall og varð að flytja hann í sjúkrahús. Mitch grunaður Frumrannsókn leiddi í ljós að Júlía hafði verið kyrkt með leöurreim, ef til vill mjórri mittisól. Greinilegt var að hún var mynstruð því greina mátti mynstrið á hálsi fórnardýrsins. Grunur féll þegar í stað á Mitch Robinson. Lögreglan varð hins vegar að viðurkenna að ekki kæmi til greina aö hann væri morðinginn því nær strax kom í ljós að hann hafði setið í fangaklefa þegar morðið var framið. Hafði hann verið handtekinn fyrir slagsmál daginn áður og setið í klefa á lögreglustöðinni síðan. Hann háfði með öðrum orðum full- komna íjarvistarsönnun. Það leiö hins vegar ekki á löngu þar til lög- reglan komst á snoðir um ýmislegt sem virtist ekki styðja þá hugmynd að þjófur hefði brotist inn til Júlíu og hefði hann, auk þess að stela, misþyrmt henni kynferðislega en síðan myrt hana. Illa skipulagt leigumorð í ljós kom nefnilega að engu hafði verið stolið. Þá leiddi skoðun lækna í ljós að Júlíu hafði ekki verið mis- þyrmt kynferislega. Einnig varð ljóst að náttkjóll hennar hafði verið rifinn í sundur eftir að hún var myrt. Lögreglan fann brotna rúðu í bak- hurð hússins. Var gengiö út frá því að morðinginn hefði getaö opnað dyrnar með því að teygja sig inn fyr- ir eftir að hafa brotið rúðuna. Svo kom í ljós að lykill stóð í lásnum á bakhurðinni. Hverjir áttu lykla? Þetta var spurning sem lögreglan vildi nú sem fyrst fá svar við. í ljós kom að aðeins þau Júlía og Mitch Robinson höfðu átt lykla að íbúð- inni. Og lykill Júlíu fannst i tösku hennar. Lykil Robinson hafði lög- •nyl ns m/r.l Tism nniö sfe tasí rtoiiM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.