Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Side 11
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987.
11
Ferðamál
Áin Limmat liðast um borgina Zurich
Baur au Lac getur fariö í tíu þúsund
krónur og á Savoy Baur getur reikn-
ingur hækkað enn meir. En ágætis-
gistiaöstaöa er í boði fyrir tvö til
þrjú hundruö krónur og eru staðir
í háskólahveríinu sérstaklega
nefndir.
Nú er framundan skíöatíminn.
Margir íslenskir skíöamenn leggja
eflaust leið sína til Sviss í vetur því
þekktir skíðastaöir eru margir þar
í landi. Nægir aö nefna Davos og St.
Moritz, Zermatt og Gstaad. Ferð um
Zúrich á leiö í alpabrekkurnar eða
eftir bruniö er eftirsóknarverð fyrir
marga. Frá íslandi hefur veriö beint
flug yfir sumarmánuöina til Zúrich
pg er einnig á skíðaferðatímanum.
í dag kostar pex fargjald til Zúrich
rétt rúmar þrjátíu þúsund krónur
en apex fargjaldiö er rúmar tuttugu
þúsund krónur, eöa 21.440 krónur
aö viðbættum flugvallarskatti.
-ÞG
Hvemig var að upplifa Zurich?
Okkur datt í hug aö ræöa við tvo
einstaklinga sem hafa komið til
Zúrich og geta miðlaö lesendum af
reynslu sinni af borginni. Þessir ein-
staklingar eru Erna fndriðadóttir,
útvarpsstjóri á Akureyri, og Gísli
J. Ástþórsson, blaöamaður á Morg-
unblaðinu. Þau voru þar á ferö fyrir
nokkrum árum, reyndar bæöi í
sömu erindagjöröum á sama tíma.
Fyrst er það Erna sem verður fyrir
svörum:
„Ég uppliföi hreinleikann og
snyrtimennskuna sem borgin er
þekkt fyrir,“ sagöi hún. „Ég man
að snyrtimennskan var alls staöar,
að sjálfsögðu, en þaö sem mér fannst
sérstakt var aö sjá að allar fram-
kvæmdir til dæmis viö hús og götur
voru fyrir luktum tjöldum og eyði-
lögöu ekki heildarsvipinn. Á götun-
um voru aðeins glæsikerrur
sjáanlegar. Velsældin er mikil og
öllum augljós í Zúrich." Þetta haföi
Erna að segja og þá er þaö Gísli:
„Zúrich er afskaplega notaleg
borg. Hún er kyrrlát og snyrtileg.
Ég fékk aöeins litið bragö en heföi
sjálfsagt ekkert á mcti því aö fá
meira bragö í munninn. En hún er
Erna Indriðadóttir, útvarpsstjóri á
Akureyri.
dýr og þess vegna veit ég ekki hvort
ég mundi sækja þangað af sjálfs-
dáöum aftur. Ég var þarna á ferð í
dæmigerðri sýningarferð í hópi
manna þar sem var farið meö fólk
Gisli J. Ástþórsson, blaðamaður
og rithöfundur.
á milli staöa og sagt. sjáðu þetta.
éttu þetta og drekktu þetta. En'þaö
sem ég upplifði af borginni voru
notalegheit." sagði Gísli J. Ástþórs-
son blaðamaður.
SCANIA
Til sölu SCANIA LDS 141 1 980 m/dráttarskífu, sér-
staklega gott eintak og SCANIA LS 111 1 979 með
palli og sturtum, lítið ekinn.
Frekari upplýsingar hjá sölumönnum.
ÍSARN hf., Skógarhlíð 10, sími 20720.
GAGNFRÆÐASKÓLINN
í MOSFELLSBÆ
auglýsir eftir dönskukennara í 7. og 8. bekk, 24
stundir á viku. Upplýsingar gefa Gylfi Pálsson skóla-
stjóri og Helgi Einarsson yfirkennari.
Skólasíminn er 666186.
AUGLÝSING
Blöndalsættin efnir til hátíðar í veitingahúsiiiu Bro-
adway í Reykjavík sunnudaginn 1. nóvember og
hefst hún kl. 3 e.h. Þar verða á boðstólum kaffiveit-
ingar. Halldór Blöndal stjórnar samkomunni, Svala
Nielsen og Sigurður Blöndal leiða söng við undirleik
Karls Jóhanns Sighvatssonar. Guðrún Gísladóttir
leikkona les upp. Þá verður þeirra Guðrúnar og
Björns Blöndals sýslumanns minnst í upphafi.
Húsið verður opnað kl. 2.30 e.h. Barnagæsla á staðn-
um.
Fjölmennið!
FLUGMÁLASTJÓRN
Rafeindavirkjar óskast
Flugmálastjórn óskar eftir að ráða 2 rafeindavirkja
eða starfskrafta með sambærilega menntun í 2 stöð-
ur eftirlitsmanna flugöryggistækja hjá radíódeild.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur mega gera ráð fyrir að sækja nám-
skeið erlendis í meðferð flugleiðsögu- og fjarskipta-
tækja. Allar nánari upplýsingar um starfið má fá hjá
deildarstjóra radíódeildar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 13.
nóvember 1987.
GULLIÐ TÆKIFÆRI
Bestu sölumánuðir framundan.
Af sérstökum ástæðum er til sölu fjölskyldufataverslun á góðum stað. Greiðslukjör.
Sími 20114. Alla helgina
ÆFINGASTÖÐIN ENGIHJALLA8
Upplýsingar og innritun í sima
46900, 46901 og 46902.
í húsi Kaupgarðs.
SÍMAR 46900, 46901 OG 46902.
AEROBIC:
DAGSKRÁ i LEIKFIMISAL:
Ný námskeið hefjast 2. og 3. nóv. Allar nýjungar í aerobic
kennslu hjá okkur. Lítið af hoppi. Innritun er hafin.
KVENNALEIKFIMI:
Kvöldtímar
TÆKJASALUR:
Bjóðum upp á stærsta og besta tækjasal á landinu. Þrek-
þjálfun fyrir fólk á öllum aldri, vaxtarrækt og styrkjandi
þjálfun fyrir hvers konar íþróttafólk. Getum tekið á móti
stórum hópum._________________ __________________________
KONUR:
Sérþjálfun fyrir konur i tækjasal með upphitun og teygjuæf-
ingum á mánud., miðvikud. og föstud. kl. 14.00.
Höfum fengið sendingu af hinu viðurkennda MULTI
KRAFT próteini frá Þýskalandi, ásamt megrunarfæði
sem margir hafa beðið eftir.
Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard.
kl. 18 Aerobic 1 kl. 18. Átak í megrun kl. 18 Aerobic 1 kl. 18. Átak í megrun kl. 18 Aerobic 1 kl. 11 Aerobic 1
kl. 19 Kvennal. kl. 19 Kvennal.
kl. 20 Aerobic 2 kl. 20 Aerobic 1 kl. 20 Aerobic 2 kl. 20 Aerobic 1 kl. 20 Aerobic 2
OPNUNARTÍMI STODVARINNAR
Mánud. 14-22, þriðjud. 12-22, miðvikud. 14-22, fimmtud. 12-22, föstud. 12-21,
laugard. 11-18 og sunnud. 13-16. Ath.! Afsláttur fyrir hópa og skólafólk.
Hringdu strax og láttu innrita þig.