Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Útlönd Nokkur hundruö þorp í austur- hluta Tyrklands einangruöust í gær er stórhríð gekk þar yfir. Fregnir hermdu að íbúamir væru óttaslegnir þar sem flokkur úlfa hefðist við í kringum þorpin. Snemma i gær var þrettán fjall- göngumönnum bjargaö en þeir höföu verið veðurtepptir í tvo daga. Vegna snjóa tókst björgun- arsveitum hins vegar ekki að komast tii fiögur hundruð þorpa. AÖ sögn embættismanna var snjóþykktin þrír metrar nálægt landamærum Tyrklands og Sov- étrikjanna og var veðurofsinn siikur að síma- og rafmagnsstaur- ar fuku um koll. Búist er viö sama veðri á þessum slóðum í dag. Úlfar eru sagðir hafa drepið að minnsta kosti sjötíu kindur í austurhéruöum landsins. Unniö er allan sóiarhringinn að þvi að ryðja vegi en ef héruðin veröa einangruð um lengri tíma vegna veðurs má buast við óró- leika meðal stjómmálamanna. Baráttan fyrir kosningamar þann 29. nóvember er að hefiast og hafa atkvæöin úti á lands- byggðinni oft reynst mikilvæg. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur ób. Sparireikningar 14-17 Lb,Úb 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-20 Úb.Vb 12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18 mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb Tékkareikningar 6-8 Allir nema Vb Sér-tékkareikningar Innlán verðtryggð 6-17 Ib Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 14-24,32 Ab.Úb Úb Innlán gengistryggð Bandarikjadalir 5,5-6,5 Ab.Vb Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Vb Danskarkrónur 9-10,5 Ib ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 28-29,5 Bb.Lb Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 30,5-31 eða kge Almennskuldabréf 29.5-31 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . HlaupareikningarMirdr.) Utlán verðtryggo 30 Allir . Skuldabréf Útlán tilframleiðslu 8-9 Lb Isl. krónur 28-29 Vb SDR 8-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp, Úb.Vb Húsnæðislán 3,5 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 42 MEÐALVEXTIR óverötr. sept. 87 29,9 Verðtr. sept. 87 VÍSITÖLUR 8,4% Lánskjaravísitala sept. 1778stig Byggingavisitala 1 sept. 324 stig Byggingavísitala 2 sept. 101,3stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júlf VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa (uppl. frá Fjárfestingarfélaginu); Ávöxtunarbréf 1,2777 Einingabréf 1 2,301 Einingabréf 2 1,356 Einingabréf 3 1,422 Fjölþjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,369 Lífeyrisbréf 1,157 Markbréf 1,207 Sjóðsbréf 1 1,156 Sjóðsbréf 2 1,118 Tekjubréf HLUTABRÉF 1,250 Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr Eimskip 278 kr. Flugleiðir 196 kr. Hampiöjan 118kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaöarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýslngar um peningamarkað- Inn birtast í DV á (immtudögum. Hittast í desember Ólafur Amarson, DV, New York: Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi Sovét- rikjanna, kemur til Washington þann 7. desember næstkomandi til fundar við Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta. Ætlunin er að þeir skrifi undir samkomulag um eyðingu allra skammdrægra og meðaldrægra kjarnaflauga. Menn áttu von á tíðindum í gær og blaðamenn biðu eftirvæntingar- fullir í blaðamannaherbergi Hvíta hússins. Klukkan tvö birtist forset- inn og í fylgd með honum voru Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, og Sévardnadse, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna. Forsetinn steig í pontu og tilkynnti að Sévardnadse hefði afhent sér bréf frá Sovétleiðtoganum og að í bréfinu hefði Gorbatsjov þegið boð sitt um að koma til leiðtogafundar í Wash- ington. Sagði forsetinn að á þessum fundi hygðust leiðtogarnir skrifa undir samkomulag um eyðingu skammdrægra og meðaldrægra eld- flauga. Reagan sagði jafnframt að Gorbatsjov hefði fallist á að ræða um önnur mál, svo sem mannréttinda- mál og frekari afvopnun, og að stefnt væri að því að hann heimsækti Moskvu á næsta ári. Forsetinn sagði að enn væri eftir að ganga endanlega frá eftirlitsákvæðum afvopnunar- samkomulagsins. Sagði hann að það væri skylda beggja stórveldanna að sjá til þess að engar brotalamir yrðu á því sviði. Reagan sagði það vera ljóst að Bandaríkin myndu ekki fórna geim- varnaráætluninni á altari afvopnun- arsamkomulags en sagði aðspurður að á fundinum yrði rætt um öll mál og hugsanlegt væri að einhveijar breytingar yrðu geröar á uppsetning- aráætlun geimvarnaráætlunarinn- ar. Forsetinn vakti máls á því að fund- ardaginn, 7. desember, bæri upp á sama dag og Pearl Harbour árásina árið 1941. Sagðist hann vona að héð- an í frá yrði 7. desember minnst sem friðardags en ekki vegna árásarinn- ar. Blaðamenn gagnrýndu þau vinnu- brögð að tilkynnt væri að skrifað yrði undir samkomulag þegar ljóst væri að smáatriði samkomulagsins væru ekki öll til lykta leidd. Þá sagði Shultz að ef eitthvað brygðist i loka- undirbúningi myndu bæði hann og Sévardnadse fá duglegt spark í aftur- endann frá yfirmönnum sínum. Sévardnadse, sem lék á als oddi á fundinum, tók undir þessi orð Shultz með því að reka upp mikla hláturs- roku. Fór greinilega vel á með þeim þremenningum í gær. Það er greinilegt að Gorbatsjov, sem í síðustu viku sagðist ekki tilbú- inn að dagsetja fundardag, hefur hringsnúist í þessu máli. Stjórn- málaskýrendur telja eina skýringu vera þá aö hann eigi í vandræðum heima fyrir vegna væntanlegs af- vopnunarsamkomulags. Það er athyglisvert að fundurinn í desember verður fyrst og fremst vinnufundur eins og Reykjavíkur- fundurinn fyrir ári. Fyrirhugað hafði verið að Gorbatsjov ferðaðist um Bandaríkin og heimsækti meðal ann- ars búgarð Reagans forseta í Kalifor- níu. Af því verður ekki. Ráögert er að fundurinn standi í tvo til þrjá daga. Rætt verði um afvopnunarmál og samskipti Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna út frá mörgum hliðum. í lok hans verður síðan skrifað undir langþráð afvopnunarsamkomulag sem verður byggt að langmestu leyti á þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum í Reykjavík. Reagan Bandaríkjaforseti og Sévardnadse, utanríkisráðherra Sovétrikj- anna, léku á als oddi áður en þeir hófu fund sinn í gær og þeir voru ekki síður kátir að honum loknum. Símamynd Reuter Noregskonungur talar máli flóttamanna Pátl Vilhjálmsson, DV, Osló: Ólafur Noregskonungur talaði máli flóttamanna í árlegri ræðu sem hann hélt yfir þingmönnum í stórþinginu og mökum þeirra í vikunni. Ræða konungsins var óvenjuleg að því leyti að það er mjög sjaldgæft að hann geri að umtalsefni pólítísk deilumál. Flóttamenn og stefna yfir- valda í garð þeirra hefur einmitt verið deiluefni síðustu mánuðina í Noregi. Það var þess vegna ekki hvað Olaf- ur konungur sagði sem vakti athygli manna heldur að hann skyldi yfir- höfuð nefna flóttamenn í ræðu sinni. Konungurinn sagði að allir þeir sem eiga Noreg fyrir heimaland ættu kröfu á aö búa við öryggi og fá stuön- ing og samúð yfirvalda. Ólafur gætti þess að fara lofsamlegum orðum um tilraunir ríkisstjórnar Verkamanna- flokksins til að móta nýja stefnu í málefnum flóttamanna. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar sættu harðri gagnrýni mannréttindasamtaka eins og Amnesty International og Rauða krossins þegar þær voru kynntar í síðustu viku. Almennt er litið svo á að ræðan sé aðvörun til þings og yfirvalda um að láta ekki kynþáttafordóma hafa áhrif á stefnumörkunina. Nakasone, forsætisráðherra Jap- ans, hefur nú greitt götu tilvonandi eftirmanns síns og látið af for- mennsku stjórnarflokksins. Simamynd Reuter Tapa húsi og bíl í kauphöllinni Páll Viihjálmsson, DV, Osló: Margir Norömenn eiga á hættu að tapa fasteignum sínum í kjölfar kauphallarhrunsins síðustu daga. Á síðustu mánuðum fór það í vöxt að einstaklingar fengu bankalán til að kaupa hlutabréf og venjuleg verð- bréf í kauphöllinni. Verðbréfm hækkuöu stöðugt í verði og það var talið mun arðsamara að kaupa verð- bréf en að leggja peninga í banka. Það var jafnvel talið svo hagkvæmt að kaupa verðbréf að það borgaði sig að taka bankalán til að stunda kaup- hallarviðskipti. Bankar lánuðu fólki peninga en tóku veð í fasteignum á móti, til dæmis húsnæöi fólks eða bílum. Þegar verðbréf falla jafnt og þétt í verði eins og síðustu daga er hætt við að margir geti ekki greint banka- lánin og verði að selja fasteignir sínar. Það eru ekki til neinar tölur um hve mikla peninga bankar lánuðu viðskiptavinum sínum síðustu mán- uðina til að kaupa verðbréf. Hitt er vitað að útlán bankanna 1 heild voru óvenjumikil og telja menn að kaup- hallarviðskipti séu helsta ástæðan. Það gerir hlutina verri fyrir norska verðbréfaeigendur að ríkisstjórnin hyggst setja veltugjald á kauphallar- viðskipti. Veltugjaldið gerir það að verkum að verðfallið í kauphöllinni í Osló síðustu daga varð hlutfallslega meira en annars staðar í heiminum. Þeir sem tóku bankalán til að ávaxta það í kauphöllinni reyna allt hvað þeir geta til að selja verðbréfin. Vandinn er bara sá að kaupendur finnast ekki. dag aíhenda bandaiískum embættismönnum bankaskjöl yfir reikninga Olivers North ofursta og annarra er komu mik- ið við sögu í vopnasölumálinu til tið fór þess á leit við svissnesk j-firvöld i desember síöastliðnum að þau lokuðu reikningum^um Svisslendinga og Saudi-Araba, Mánuði áöur haföi tímarit i Lí- banon afhjúpað lejmilega vqpna- sölu Bandaríkjastjómar tii Irans liðum í Nicaragua. Embættismenn í Sviss hafa neitað að láta uppi hversu núkið fá var á hinum ýmsu reikningum þeirra sem voru viðriðnir vopna- söiuna. Þrír þeirra, Secord, Hakim og Ghorbaniíar, áfrýjuöu til hæstaréttar í Sviss þeirri ák- vörðun svissneskra yfirvalda að brjóta svissneskar heföir varð- PáH Vnhjátaæan, DV, Osló: Fyrsta þyrlan, sem framleidd er í Noregi, hóf sig á lofl í fyrra- dag. Þyrlan er af gerðinni Belle- 412SP og er hin fyrsta af átján sem norski herinn fær til afiiota. Þyrlan er aöeins aö litlu leyti smíðuð i Noregi. Flestir hlutir hennar koma frá Belle-verk- smiðjunum í Bandaríkjunum og siðan eru þeir settir saman í Nor- Það var starfsmaöur BeUe og f%Tnim geimfari. WiUiam A. And- ers, sem reynsluflaug fyrstu norsku þyrlunni. tnguim Ólabdóttir, DV, Birmingham; Jeffirey Archer, milljónamær- ingur, rithöfundur (t,d. Kane and Abel) og einn uradeildasti stjóm- málamaður Breta, fékk í vikunni uppreisn æra þegar breska dag- blaöinu News of the Worid var gert að greiöa honum himinháar skaöabætur fyrir meiðyrði. Sagan hófst fyrir ári þegar for- síðuirétt birtist í blaðinu mn samband Archers við vændis- konu nokki-a sem hami átti að hafa greitt fé fyrir að hún hyrfi af landi brott eftir að þau höfðu haft nokkurt samneyti. Nakasone hættur flokks- foiystu Forsætisráðherra Japans, Yasu- hiro Nakasone, sagði í gær opin- berlega af sér formennsku Frjáls- lynda demókrataflokksins. Fjármálaráðherra landsins, No- boru Takeshita, hefur nú tekið við formannsembættinu en hann var áður í forystu fyrir stærsta flokks- brotinu. Næstkomandi fostudag munu þingmenn flokksins kjósa Ta- keshita sem forsætisráðherra. Nakasone valdi hann sem eftir- mann sinn eftir að öðrum, er til greina komu, mistókst að koma sér saman um hver þeirra skyldi bjóða sig fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.