Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Erlendar bækur VIVIEN FOST ^lfliádcm mw hmk pASTAtio mMHT n > wokm. INltMAW.AHO 5 URPmt Vísdómsorð PEARLS OF WISDOM. Samantekt: Vivien Foster. Penguin Books, 1987. Til eru margar bækur máls- hátta og tilvitnana í vísdómsorð spakra manna. Hér er ein til við- bótar. í þessari bók, sem er nær fjögur hundruð blaðsíður að stærð, er spakmælum raðað eftir lykilorð- um, allt frá „ability" á fyrstu blaðsíðu til „wrong“ á þeirri síð- ustu. Tilvitnanirnar eru yfirleitt mjög stuttar, ein til tvær línur, og í meirihluta tilvika er höfunda getið. Umsjónarmaður þessa rits hef- ur að sjálfsögðu mikið leitað í kistu frægra rithöfunda, sagn- fræcinga, heimspekinga og stjórnmálamanna liðinna ára og alda, eins og venja er í slíkum bókum. En einnig er allnokkuð um vísdómsorð úr sjónvarpi, út- varpi, kvikmyndum eða einfald- lega frá vinum og kunningum Vivien Foster sem hefur tekið bókina saman. Hér er vissulega misjafnt kornið, eins og við er að búast í svo ítarlegu spakmælasafni. En innan um má finna margt sann- leikskorniö í stuttu, hnitmiðuðu máli: meitlaðar setningar sem hitta enn í mark. Lólrtu- morðin THE LOLITA MAN. Höfundur: Blll James. Penguin Books, 1987. Colin Harpur lögregluforingi er söguhetjan í þessari raunsæis- legu bresku sakamálasögu. Hann berst í raun og veru á tvennum vígstöðvum: annars vegar við að afhjúpa illvígan morðingja, hins vegar við yfirmenn í lögreglunni sem sumir virðast telja það skipta mestu máli hver upplýsir glæp- inn. Sá morðingi, sem Harpur á hér í höggi við, velur fómarlömb sín úr hópi unglingstelpna. Hvert lík- ið finnst af öðru án þess að lögreglunni takist að hafa hendur í hári morðingjans. En svo fer að eitt fórnarlambanna sleppur lif- andi og þá fara hjólin að snúast. Þessi saga er afar læsileg og spennandi. Lýsingamar á met- ingi og innbyrðis baráttu ólíkra lögreglusveita era sannfærandi. Bill James, sem er höfundar- nafn, hefur þegar skrifað þrjár sögur um Colin Harpur og er ekki hægt að segja annað en að hann venjist vel. Átök við ógnvald sem býr í iðrum jarðar IT. Höfundur: Stephen King. New American Library, 1987. Nýjasta pappírskilja bandaríska hrollvekjuhöfundarins Stephen King hefur að undanfornu verið í efstu sætum metsölulista í Bandaríkjun- um og Bretlandi, eins og fyrri bækur hans áður. Samkvæmt því virðast margir aldrei fá nóg af draugasögum hans. Þessi nýja saga er ekki aðeins óhugnanleg að innihaldi, eins og vænta má af hrollvekju, heldur einn- ig að lengd.' Nær ellefu hundruö blaösíöur. Stundum getur skáldsaga auðvitað verið svo margbrotin og mögnuð að ekkert minna dugi en biblíulengd. Það á ekki við um þessa sögu. Hún myndi batna til muna við að styttast um meira en helming. King er fundvís á óhugnanlega hluti í hversdagslífinu, og hefur oft náð sterkum áhrifum með frásögn af hrollvekjandi atburðum í hvers- dagslegu umhverfi. Hér er leitað á önnur mið. Sagan langa snýst sem sé um baráttu nokkurra sögupersóna við ill öfl sem hafa búið um sig í iðr- um jarðar en leita upp á yfirborðið með vissu árabili til þess aðallega að éta börn. Ógnvaldur þessi hefur valið sér borg nokkra í Maine sem veiðistað, og þar virðist ekkert getað stöðvað óhugnaðinn þar til sjö táningar taka sig saman og leggja til atlögu við skrímslið og virðast vinna á því nokkurn sigur. En áratugum síðar fara börn í þessari borg að hverfa á ný með sama hætti og áður, og þá koma sjömenningarnir - sem í milli- tíðinni hafa flust til ólíkra staða í Bandaríkjunum - heim aftur til þess að kveða ógnvaldinn í kútinn á ný. Síðari hluti bókarinnar, sem lýsir átökunum við öflin illu hið síðara sinni, er hressilega skrifaður og oft harla spennandi. En mikil ósköp er leiðin þangað löng. Gráu sellurnar virkjaðar THE ALPHA PLAN. Hölundur: David Lewis. Melhuen, 1986. Víða erlendis, alveg sérstaklega í Bandaríkjunum, er vænlegt til ár- angurs að semja bækur sem eiga að kenna fólki að nýta hæfileika sína betur, virkja heilasellurnar, sem era gjarnar vannýttar, á árangursríkari og nýjan hátt og yfirleitt að ná tökum á tilverunni jafnt á heimilinu sem í vinnunni. Ýmiss konar fræðingar semja um slíkt bækur sem seljast svo eins og heitar lummur. Hvort neyt- endur slíkra bóka fara að nota heilann meira og betur eftir lestur- inn er svo umdeilanlegt. Hér er það breskur sálfræðingur sem stýrir penna og útlistar fyrir les- endum Alpha-kerfið sem á að hressa fólk til sálar og líkama, gera því kleift að læra hraðar, taka ákvarðan- ir á einfaldari og öruggari hátt, leysa vandamál og almennt séð að takast á við áreitni hversdagsins á allt ann- an og auðveldari hátt en áður. Bókinni er skipt í þrjá meginhluta. í þeim fyrsta er hugmyndin á bak við Alpha-kerfið skýrð og hvernig það á að koma og hefur að sögn höf- undar komið að gagni. Annar hlut- inn hefur að geyma þjálfunaráætlun í fimm þrepum. Síðasti hluti bókar- innar íjallar síðan um það hvernig hægt sé að nýta þá kunnáttu, sem fengist hefur við þjálfunina, viö ýmis verkefni í daglegu lífi og starfi. Ekki skal ég um það dæma hvort þetta kerfi skilar þeim árangri sem lofað er. Hinu er ekki að leyna að óneitanlega er hér margt skynsam- lega sagt. Metsölubækur Bretland 1. Stephen King: IT. 2. Jack Higgins: NIGHT OF THE FOX. 3. Jeffrey Archer: A MATTER OF HONOUR. 4. Catherine Cookson: BILL BAILEY. 5. Jackie Collins: HOLLYWOOD HUSBANDS. 6. Lena Kennedy: DOWN OUR STREET. 7. Patrick Suskind: PERFUME. 8. Paul Theroux: O-ZONE. 9. Howard Jacobson: REDBACK. 10. Danielle Steel: WANDERLUST. Rit almenns eðlis: 1. Keith Floyd: FLOYD ON FRANCE. 2. Dirk Bogarde: BACKCLOTH. 3. Mike Wilks: THE ULTIMATE ALPHA BET. 4. Lionel Blue: BOLTS FROM THE BLUE. 5. Gerald Durrell: MY FAMILY AND OTHER ANIMALS. (Byggt á The Sunday Times.) Bandaríkin: 1. P.D. James: A TASTE FOR DEATH. 2. Stephen King: IT. 3. Belva Plain: THE GOLDEN CUP. 4. Isaac Asimow: FOUNDATION AND EARTH. 5. Stephen Coonts: FLIGHT OF THE INTRUDER. 6. Tom Clancy: RED STORM RISING. 7. Sally Quinn: REGRETS ONLY. 8. Piers Anthony: VALE OF THE VOLE. 9. Jacqueline Briskin: DREAMS ARE NOT ENOUGH. 10. Karleen Koen: THROUGH A GLASS DARKLY. Rit almenns eðlis: 1. Joseph Wambaugh: ECGHOES IN THE DARKNESS. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Beryl Markham: WEST WITH THE NIGHT. 4. Judith Viorst: NECESSARY LOSSES. 5. M. Mathabane: KAFFIR BOY. (Byggt á New York Times Book Re- view.) Danmörk: 1. John Mortimer: PARADIS I MORGEN. 2. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. 3. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 4. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 5. Karen Blixen: BABETTES GÆSTEBUD. 6. Elsa Morante: HISTORIEN. 7. Inge Eriksen: VICTORIA OG VERDENS- REVOLUTIONEN. 8. Isabel Allende: KÆRLIGHED OG M0RKE. 9. Umberto Eco: ROSENS NAVN. 10. Gabriel G. Marquez: HISTORIEN OM ET BEBUDET MORD. (Byggt á Politiken Sondag) Umsjón Elías Snæland Jónsson Einkaspæjari í Detroit SUGARTOWN. Höfundur: Penguin Books, 1987. Amos Walker er einkaspæjari í Detroit í Bandaríkjunum. Sér- grein hans er að finna fólk sem hefur týnst eða látið sig hverfa af einhverjum ástæðum. Amos virðist það fremur auð- fenginn peningur þegar gömul kona býður honum þúsund dali fyrir aö hafa upp á sonarsyni sem hún hefur engar spurnir haft af í nítján ár - eða allt síðan fjöl- skylda drengsins, foreldrar og systir, lét lífið af skotsárum. Hún vill endilega fá að vita hvað varð um drenginn og Amos tekur að sér að komast að því. Samtímis er honum boðið ann- að verkefni: að gæta útlægs rússnesks rithöfundar sem er að semja umdeilda skáldsögu og hef- ur af þeim sökum orðið fyrir aðkasti. Brátt leiðir rannsókn þessara tveggja mála Amos í miklar hætt- ur en um síðir tekst honum að komast til botns í þeim. Amos Walker er einn þessara harðsoðnu eir.kaspæjara sem margir amerískir rithöfundar hafa skrifað um á liðnum áratug- um, oft með góðum árangri. Og Amos er alls ekki þeirra lakastur. JAMES S.ACKERMAN 'lí ! ILL/'. I « rlJ NK W i:i)MiON Byggingaiiist Michelangelos THE ARCHITECTURE OF MICHEL- ANGELO. Höfundur: James S. Ackerman. Pcnguin Books, 1986. Michelangelo, sem fæddist árið 1475, er einn mesti snillingur myndlistarsögunnar. Hann lærði höggmyndahst og málaraUst á yngri árum og vakti fyrst athygli fyrir afreksverk sín í þeim list- greinum. Á síðari árum ævinnar fékkst Michelangelo mikið viö bygging- arUst þótt hann héldi því gjarnan fram að hann væri enginn arki- tekt. Og þessi bók fjallar um þá hlið ævistarfs þessa mikla meist- ara. Hér er lýst ítarlega í máU og myndum helstu byggingum sem Michelangelo hannaði, svo sem Medici-kapeUunni, bókasafninu í San Lorenzo og Basiliku heilags Péturs. Þá er í síöari hluta bókar- innar nákvæm skrá yfir verk Michelangelos með tiltækum upplýsingum um tilurö þeirra. Þetta er önnur og endurbætt útgáfa bókar sem hefur hlotið mikið lof sérfræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.