Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Of háir og of iágir vextir Stjórnmálamenn okkar, og þá ekki síður ráðherrar en aðrir, tala af töluverðu ábyrgðarleysi um vexti. Mætti ætla af orðum þeirra, að vextir séu fyrirbæri, sem Seðlabankinn eða einhver önnur opinber stofnun geti hækkað og lækkað með eins konar handafli. Þeir sjá, að vextir og jafnvel raunvextir geta verið óþægilega háir. Við sjáum til dæmis vel í húsnæðisum- ræðunni, að vandinn felst að töluverðu leyti í, að íbúðaeigendum er ekki talið kleift að borga sömu vexti í húsnæðislán og kerfið borgar lífeyrissjóðunum. Vextirnir, sem lífeyrissjóðirnir fá, eru byggðir á erfið- um samningum húsnæðisstjórnar ríkisins og sjóðanna. Þeir eiga að endurspegla markaðsvexti í þjóðfélaginu. Væru þessir vextir allt of lágir, gætu lífeyrissjóðirnir ávaxtað fé síns fólks á annan og skynsamlegri hátt. Ríkið tekur svo á sig að niðurgreiða þessa vexti um þriðjung eða meira til venjulegs fólks og um meira en tvo þriðju til forréttindahópa verkamannabústaða. Þetta er svo dýr niðurgreiðsla, að reiknað er með, að eftir nokkur ár gleypi hún allt húsnæðisfé ríkisins. Hins vegar sýnist erfitt að minnka þessa niður- greiðslu og ókleift að afnema hana með öllu. Enda má segja, að fráleit sé slík arðsemi í húsnæðiskaupum, að hún standi undir raunvöxtum markaðarins. Á sama hátt er slík arðsemi ekki sögð vera í lánum námsmanna. Útilokað er, að peningar geti borið núverandi raun- vexti um aldur og ævi. Uppsafnaður arður þeirra næmi fljótlega miklu meiri upphæð en sem svarar öllum pen- ingum þjóðarinnar. Núverandi raunvextir hljóta því að vera tímabundin blaðra, sem springur einhvern tíma. Þetta er flókinn vandi, því að stjórnvöld geta ekki með handafli náð raunvöxtum niður í tölur, sem húseig- endur, námsmenn og aðrir geta borgað. Til þess að geta lánað þarf nefnilega peninga. Af þeim er alls ekki nóg, svo sem auglýsingar bankanna sýna greinilega. Hægt væri að nálgast eðlilega og greiðanlega raun- vexti, ef jafnvægi væri í lánamarkaðinum. Við mundum þekkja slíkt jafnvægi á, að bankarnir auglýstu útlán sín og útlánakjör jafngrimmt og þeir auglýstu innlánin og innlánakjörin. Engum banka dettur slíkt í hug núna. Við stöndum því andspænis þverstæðunni, að raun- vextir eru í senn of háir og of lágir. Þeir eru ekki nógu háir til að framkalla svo mikinn sparnað, að nægilegt lánsfé myndist fyrir meintar lánsþarfir. Um leið eru þeir svo allt of háir, að ríkið þarf að niðurgreiða þá. Ríkið gæti reynt að lina þessa spennu með því að hætta að niðurgreiða vexti og draga þannig úr eftir- spurn lána. En margvíslegar ástæður valda því, að slík markaðshyggja er af öllum þorra fólks talin ófram- kvæmanleg frá félagslegu og menningarlegu sjónarmiði. í staðinn reyna ríki og Seðlabanki að hafa raunvexti hverju sinni eins háa og framast er unnt til að draga úr eftirspurn. Þetta hefur minnkað spennu, en aldrei nálgast raunverulegt jafnvægi. Miklu fleira þarf að gera til að draga úr eftirspurn, svo að vextir megi lækka. Á þenslutíma þarf ríkið að draga úr eigin fram- kvæmdum og rekstri til að minnka samkeppnina um hið takmarkaða íjármagn. Sömuleiðis þarf ríkið að skrá gengi peninganna rétt, svo að innflutningsspenna magni ekki peningaþörf. Hvorugt er gert af nokkurri alvöru. Meðan ríkið keyrir á fullu og gengi krónunnar er skakkt, verða raunvextir allt of háir og lágir í senn og verða ekki læknaðir með stjórnvaldi eða öðru handafli. Jónas Kristjánsson Svona lítil þjóð sem á sína eigin tungu Það er léleg aðferð við uppeldi að vera alltaf að skamma. Best er að heilla með orðum og hugsunum. Samt er fullorðið fólk sífellt að skamma unglingana, og þaö með gersamlega innantómum orðum, sem það heldur aö séu „réttu“ orð- in. En ég spyr: Að hvaða gagni koma hárrétt orð ef þau eru inni- haldslaus? Að mínu viti er ekki hægt að „varðveita" tungumál. Aftur á móti er hægt að viðhalda því með notkun. Og best er að notkuninnni fylgi innihald. Það að varðveita er ekki viðhorf sem fellur unglingunum vel í geð. Meðan maður er ungur er hann að eyða og sóa orku, orðum, hugsun. Og það stafar af því að líkaminn og andinn eru í fullu fjöri. Tungan er ekki fast form, heldur síbreytilegt. Form án innihalds er versta tegund af tómi. Og það gildir einu þótt formiö sé fagurt og full- komið, ef það skortir innihald deyr það hreinlega fyrr eða síðar. Af þessum sökum er það ekki höfuðvandamál íslenskrar tungu að segja eitthvaö á réttu máli. Við ættum miklu heldur að spyrja okk- ur í einlægni: Hvað höfum við að segja á ís- lensku? Það er ekkert vit í að vera sífellt að staglast á því, í tíma og ótíma: Mér hlakkar til er rangt mál. Miklu nær væri að búa unga fólkið undir að heyra eitthvað, sem það hlakkar til að heyra. Ég er ekki mikið fyrir að hneyksl- ast á ungu fólki. Viðhorf mitt til þess er afar einfalt: Allt sem er ungt er fagurt og rétt. Það stafar af því að þegar ég sé börn og ungt fólk finnst mér ég sjá nýfæddan heilagleika. Líklega hef ég sterkar taugar, vegna þess að það fer ekki sérstak- lega í þær þótt ég heyri fólk vera að „ókeija“ í tíma og ótíma. Þegar ég var barn var gamla fólkið sífellt að segja: Gúmorinn, í staðinn fyrir: Góðan daginn. Miðaldra fólk var aftur á móti með „olrætið" á heil- anum. Allt var „olræt“. Samt hefur tungan þraukað fram á okkar dag. Og það hefur sýnt sig I talfæri Guðbergur Bergsson að hún hefur þolað bæði: gúmorinn og olrætið. Eins mun hún með tíð pg tima varpa „ókeiinu" af sér líka. íslensk tunga hefur sannað það, að hún er ágæt útigangshryssa, og hún ætti alltaf að vera fylfull af orðum og innihaldsríkum hugsun- um. Landsmenn mættu samt muna, að ísland er sérstætt land og menn- ing þjóðarinnar einstæð. Hvert sem íslenskur maður fer er hann alltaf „eitthvað", fyrir þá sök að hann er íslenskur. Hins vegar er ekkert sér- stakt við það að vera af stórþjóð. En það er ekki nóg að vera íslend- ingur og þess vegna „eitthvað“. Réttast er að láta tunguna vera að puða í sífellu, þá stirðnar hún ekki í of fostum reglum. Hún verður lip- ur og létt. Það er miklu betra fyrir tungu að sveigja sig í vindinum, jafnvel þótt hann blási frá engilsöx- um um stund, heldur en standa sem foldgnátt flall, tignarlegt en dautt. Menn líta meira upp til hins lága, lifandi og safaríka grass en til dauðra fjalla, hversu há sem þau kunna að vera og í fóstum skorðum sem eru réttar. Og þá spyrja þeir sem ekki þekkja stráið: Hvaðan ert þú? Frá íslandi? Hvað eruð þið margir? Bara tvö hundruð og fjöru- tíu þúsund strá. Og hvaða tungu talið þið? íslensku. Og nú er sagt í undrun, af óbland- inni aðdáun, eins og útlendingar gera, týndir í mannhaf þjóðar sinnar: Þið eruð svona litil þjóð sem á samt sína eigin tungu. Og þannig á þetta að vera meðan heimurinn stendur. En það er ekki nóg að eiga sína eigin tungu, menn verða líka að eiga helst mikla þjóðmenningu á henni, í bland við sérstæða kosti hvers einstaklings. Guðbergur Bergsson íslensk tunga hefur sannað það, að hún er ágæt útigangshryssa, og hún ætti alltaf að vera fylfull af orðum og innihaldsríkum hugsunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.