Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Síða 7
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 7 Nærri áttræð ekkja í Smárahvammi: Með 270 milljóna króna land í kringum sig Smárahvammslandið í Kópavogi og Garðabæ verður eigendum sín- um drjúgt áður en yfir lýkur. Nokkuð er búið að láta af því en eftir eru um 53 hektarar og má búast við að þeir fari á um 270-300 milljónir króna. Það er 78 ára göm- ul ekkja í Smárahvammi sem er aðaleigandi landsins. Þau Kristján ísaksson og Guðrún Kristjánsdóttir bjuggu lengi í Smárahvammi og þar býr ekkjan enn og einnig tveir synir þeirra með fjölskyldum. Ein dóttir býr annars staðar í Kópavogi með fjöl- skyldu sinni. Þriðji sonurinn lést frá fjölskyldu fyrir allnokkrum árum. Afkomendur Smára- hvammshjónanna hafa fengið litla skika út úr búinu sem er annars að mestu leyti óskipt. Samband íslenskra samvinnufé- laga hefur gert kaupsamning við eigendur Smárahvamms um að kaupa 23 hektara úr landinu. Leynd hvílir yfir kaupverðinu en með hliðsjón af landsölum á svip- uðum slóðum og fasteignamati má reikna með að fermetrinn kosti 500-750 krónur, meðal annars eftir því hve stórar skákir eru keyptar. Á lágmarksverði eru þetta því 115 milljóna króna kaup. Þá virðast vera eftir um 9 hektar- ar af landi á þeim parti Smára- hvamms sem skipulagður var undir iðnað og skyldan rekstur. Lágmarksverð þeirra ætti að vera 45 milljónir króna. Þá eru eftir 17 hektarar vestar í dalnum sem eru hluti af 43 hektara íbúðahverfi á skipulagi Kópavogsbæjar og loks 5 hektarar undir íbúðir handan við Arnarnesveginn, í Garðabæ. Þetta má reikna minnst 110 milljóna króna land. Að undanskildu íbúðasvæðinu í Kópavogi, sem ekki er reiknað með að verði tekið undir byggingar næstu tvo áratugi eða svo, er allt Smárahvammslandið til ráðstöfun- ar um þessar mundir, það er að segja það sem eftir er af því. Á lág- marksverði reiknað er sá hluti landsins 185 milljóna króna virði en svæðið sem geymist 85 milljóna króna virði. -HERB Fréttir Fóðurbætisgjald: Um 26% af söluverði kjúklings Upphæð fóðurbætisskatts í útsölu- verði kjúklingakjöts er um 90 krónur af hverju kílói en kílóverðiö er um 350 krónur út úr búð og er hlutur fóðurbætisskattsins í verðinu því tæplega 26%. Þessar upplýsingar fékk DV hjá Pétri Björnssyni hjá kjúklingabúinu Reykjagarði. Pétur sagði að fóðurbætisgjald hefði fyrst verið sett í júní 1980 en síðan dæmt ógilt í október 1981. Síðan hafa tvisvar verið lagðir á fóðurbæt- isskattar og síðast síðastliðið sumar. Pétur Björnsson sagði að kíló af fóðri kostaði um 25 krónur og af því væri fóðurbætisskattur um 12,25 krónur. -ój Olfusárbrúin: Verklok áætluð 1. júlí „Verkið gengur vel og því miðar eftir áætlun," sagði Guðmundur Arason, yfirverkfræðingur hjá Vegagerðinni, í samtali við DV þegar hann var að því spurður hvernig byggingu brúar yfir Olfusárósa miðaði. Brúin verður 360 metrar að lengd og verður hún fimmta lengsta brú á landinu en lengst er brúin yfir Skeið- ará, tæplega 1000 metra löng. Næst- lengsta brúin er Borgarfjarðarbrúin sem er 520 metra löng. Brúin er átta höf og nú stendur yfir vinna við fimmta brúarhafið. Áætlaður kostnaður við brúar- smíðina og vegarlagningu frá Óseyrartanga að Þorlákshafnaraf- leggjara er á núvirði nálægt 230 milljónum króna. Verkiö hófst í febrúar síðastliðnum og á brúin að vera tilbúin þann 1. júlí næstkomandi og bendir ekkert til annars en að sú áætlun standist, að sögn Guðmundar. -ój Ársþing LH: Eifitt að ná fram sáttum í dag lýkur 31. ársþingi Landssam- bands hestamannafélaga (LH) en það er haldið á Selfossi. Þetta árs- þing er óvenjumikilvægt því glufa hefur myndast í röðum félags- manna og gæti sú glufa valdið því að félagar í þremur hestamannafé- lögum í Eyjafirði segöu sig úr samtökunum. Málið snýst um val á landsmótsstað. Stjórn LH hefur valið Vindheimamela í Skagafirði sem næsta landsmótsstað fyrir árið 1990. Þessu vilja félagar í hesta- mannafélögunum Funa, Létti og Þráni ekki una og telja sig eiga inni loforð um næsta landsmót sem yröi þá haldið á Melgerðismelum í Eyja- firði. Að sögn Jónasar Vigfússonar, sem mætti á ársþingið á Selfossi ásamt sex félögum sínum úr Eyja- firði, er þungt hljóð í hestamönnum í Eyjafirði. „Við höldum því fram að sá sáttmáli, sem gerður var í Varmahlíð áriö 1980, sé enn í gildi og hann hafi ekki rýrnaö með árun- um nema síður sé. Stjórn LH hefur sniðgengið þennan sáttmála. Við teljum að við eigum að fá næsta landsmót á Melgerðismela," segir Jónas. „Stjórn LH leggur fram tillögu á þessu ársþingi um að landsmóts- staður verði framvegis valinn á næsta ársþingi eftir landsmót. Ef tillagan verður samþykkt verður gengið til atkvæða á þessu þingi um Vindheimamela sem næsta landsmótsstað. Ef sú tillaga verður samþykkt munum við ákveða á aðalfundi hvers félags fyrir sig hvort viö göngum úr LH. Éf tillag- an verður ekki samþykkt er málið í óvissu." Margir þingfulltrúar hafa tekið til máls og sýnist sitt hverjum. Guðrún Gunnarsdóttir lagði til að Skagfirðingar gæfu mótsstað eftir til að ná fram sáttum og talsmenn stjórnarinnar hafa sakað Eyfirð- ingana um skort á félagsþroska. Það er því greinilegt að þungt hljóð er í þingfulltrúum og að erfitt getur reynst að ná fram sáttum sem allir geri sig ánægða með. -E.J. Dýra gröfin: Matsnefnd skipuð a næstu Sýslumanni Árnesinga hefur borist bréf frá sóknarnefndum Hveragerð- is- og Ölfussókna, þar sem óskað er eftir því að sýslumaður skipi mats- nefnd sem meti vinnu við gröf sem tekin var í Kotstrandarkirkjugarði nýlega. Reikningur fyrir gröfinni þótti óeðlilega hár, að mati sóknar- nefndanna. Andrés Valdimarsson sýslumaður sagði í samtali við DV að næstu daga dogum myndi hann kveðja tvo matsmenn til setu í nefndinni. Þeir hefðu síðan einhvern tíma til matsins, en auðvit- að hvíldi sú skylda á mönnum að ljúka því eins fljótt og hægt væri. Þegar matið liggur fyrir sagði Andrés aö það yrði sent til mats- beiðenda, sóknarnefndanna, og það væri síðan þeirra að taka ákvörðun um áframhaldið. -ój Brúin teygir sig smám saman yfir Ölfusárósa en reiknað er með að framkvæmdum Ijúki um mitt næsta sumar. DV-mynd KAE Fl Jeep Árgerð 1988 CHEROKEE COMANCHE Amerísk gæðavara Sýningarbílar á staðnum Örfáum bifreiðum óráðstafað OPIÐ LAUGARDAGA 13-17 ri Jeep EGILL VILHJALMSSON HF., einkaumboð a islandi Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.