Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Page 3
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 3 Fréttir Hafskipsmálið: Skýrslur teknar af fleiri vitnum en áður „Vinna viö málið er í fullum gangi og gengur samkvæmt áætlun. Viö vonumst til aö ljúka þessu einhvern tíma á næsta ári,“ sagði Jónatan Þórmundsson, sérstakur saksóknari í Hafskipsmáliriu, þegar hann var spurður hvernig rannsókn málsins gengi. Jónatan sagðist vonast til þess að dómstólarnir, yrðu samvinnuþýðir, þegar og ef tíl þeirra kasta kemur, svo hægt yröi að ljúka málinu á sem skemmstum tíma. Teknar hafa verið vitnaskýrslur af fleiri einstaklingum við þessa rann- sókn en gert var við fyrri rannsókn. Jónatan sagði að þeir fylgdust með gangi mála varðandi þrotabúið. Þótt um aðskilin mál væri að ræöa væru samt alltaf einhver tengsl þar á milli- „Við fylgjumst meðal annars með hvort um einhver hugsanleg refsi- verð brot er að ræða og þá hvaða tjóni þau hafa valdið,“ sagði Jónatan Þórmundsson. -sme Akureyri: Fasteigna- skattur hækkar um 34,5% Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum nú í vikunni að leggja sama álag á fasteignaskatt íbúðar- og atvinnuhúsnæðis og á sl. ári. Hækkun fasteignaskattsins verður 34,5% milli ára og tekjur bæjarins af þessum gjöldum fara úr 97,5 millj- ónum króna í 132 milljónir. Hækkun fasteignamats á Akureyri milli ára er 44% sem er nokkuð um- fram landsmeðaltal. Boigaraflokkur: Á móti skatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði FuUtrúi Borgaraflokksins er á móti sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. „Hann getur ekki fallist á að leggja sérstakan skatt á verslunar og skrif- stofuhúsnæði fremur en atvinnuhús- næði almennt og leggur því til að frumvarpið verði fellt," segir Júlíus Sólnes í nefndaráliti. Fulltrúi Alþýöubandalagsins, Svavar Gestsson, vill hins vegar tvö- falda þennan skatt. i greinargerð með stjórnarfrum- varpinu segir að gert sé ráð fyrir að álagning skattsins nemi um 210 millj- ónum króna á næsta ári en inn- heimta um 190 milljónum króna, að meðtalinni innheimtu af eftirstöðv- um fyrri ára. -KMU „Halló ! Ég heiti BANGSI BESTASKINN. Éggettalað, sungið og sagt fullt af skemmtilegum sögum, þar sem ú kynnist vinum mínum, þeim Gormi, Bárði, Fjólu, Lubba, Hnoðra og öllum hinum..." Já, hann Bangsi Bestaskinn er búinn að læra íslensku og er tilbúinn að segja skemmtileg Aðventuljós og jólaseríur í miklu úrvali í rafdeild, 2 hæð. Opið til kl. 22 í kvöld Kaupið jólaseríuna tímanlega. Jólaseríur frá kr. 650. Aukaperur í flestar gerðir sería.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.