Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Side 24
24 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. - Þorsteim Einarsson segir frá nýútkominni fuglahandbók Þorsteinn Einarsson. Áhuginn á fuglunum vaknaði þegar hann var átta ára gamall. DV-mynd Brynjar Gauti „Áhugi minn á fuglum vaknaði þegar ég var smali, átta ára gamall, vestur í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Þar byrjaði ég að fylgjast með þeim,“ seg- ir Þorsteinn Einarsson sem um árabil var íþróttafulltrúi ríkisins. Hann hefur frá barnæsku haft áhuga á fuglum og lengi verið fuglaskoðari. Árangurinn af þessu tómstunda- starfi, sem Þorsteinn kallar hugfang, er nú kominn út á bók sem heitir Fuglahandbókin og Örn og Örlygur gefa út. Fyrstu drög þessarar bókar eru orðin hálfrar aldar gömul en hafa að mestu legið óhreyfð þar til á síðasta ári. Þessi bók er fyrst og fremst handbók fyrir fuglaskoðara þar sem einkennum fuglanna er lýst og birtar myndir af þeim í ýmsum búningi. Gömul kona í Bjamarhöfii „Þaö er víst rétt að segja að þessi bók eigi sér langan aðdraganda," heldur Þorsteinn Einarsson áfram. „Þann tíma, sem ég var vestur í Bjamarhöfn, var þar gömul kona sem ég þekkti áður. Hún var grasa- kona og bjó til smyrsl úr jurtum en það háði henni hvað hún var orðin sjóndöpur. Hún lét mig hjálpa sér að tína jurtir og útskýrði fyrir mér hvaða jurtum hún var á höttunum eftir en ég var eins og hennar augu. Hún kenndi mér einnig að þekkja fugla á hljóðum. Það var það fyrsta sem ég lærði um fugla. Þegar ég byrj- aði á hjásetunni sagði hún mér að ég þyrfti ekki að láta mér leiðast því ég hefði nóg að skoða, bæði jurtirn- ar, steinana og svo fuglana. Ég fór því að gefa fuglunum gaum því þarna var fuglalíf mikið. Skammt þar frá sem ég sat hjá ánum var hvítmáfsvarp og þar var einnig fýlavarp og svo örninn sem átti hreiður í Berserkjahrauni og læddist þarna með hlíðunum á hveij- um degi. í nálægum eyjahólmum voru einnig sjófuglar, teista og lundi, þannig að þaö var nóg fyrir áhuga- saman strák að skoða. Þetta var upphafið að fuglaskoðuninni. Fuglshamir frá Jónasi Hallgrímssyni Þegar ég hóf nám í Menntaskól- anum í Reykjavík var þar kennari Guðmundur Bárðarson, faðir Finns Guðmundssonar fuglafræðings. Hann var sérstakur kennari af guðs náð og fór oft með okkur út í náttúr- una, bæði hér í fjörurnar við Reykja- vík og suður með sjó. Hann kallaði okkur meira að segja til sín á sumrin og við fórum með honum í skoðunar- ferðir. í Menntaskólanum voru einnig til fuglshamir sem sagt var <að væru komnir frá Jónasi Hallgrímssyni. Hann lét lagfæra hamina og setja þá upp og lét okkur síðan spreyta okkur á að lýsa þessum fuglshömum og gera á þeim ýmiss konar samanburð. Þetta var eiginlega það fyrsta sem ég fékkst við fuglafræðileg efni. Eftir stúdentsprófið lenti ég í því að verða kennari í Vestmannaeyjum og var þar á árunum 1934 til 1940. Þar er fuglapláss mikið og fuglsnytj- ar voru þá enn miklar og meiri en núna. Ég fór út í úteyjar með veiði- mönnum í Eyjum og fékk þá eðlilega áframhaldandi áhuga á fuglum. Opna úr fuglahandbókinni. Þarna eru graföndlnni geró skil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.