Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Page 30
30 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Spumingaleikur Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig Fleyg orð „Við höfum unnið brot af hinum gullna vasa," sagði hann eitt sinn eftir að hafa leitt menn sína til sigurs í bardaga. Þessi maður varð síðar einn af valdamestu mönn- um heims og ríkti í 27 ár. Hann átti fylgismenn víða um lönd og þeir kenndu sig við hann. Hann lét umrædd orð falla á tímabili sem hann kenndi við „gönguna miklu". Hann var þjóðhöfðingi í fjölmennasta ríki veraldar. Staður í veröldinni Þetta er fljót sem á upptök sín í vatni sem heitir Itasca. Á íslensku merkir nafn þess Miklafljót. Það nafn sem almennt er notað um fljótið er fengið úr máli indíána. Margar af 1 sögum HdwLj þessa rit- H höfundar gerast við J: «ÉÉhL. : Þetta er stærsta fljótið í Norður-Ameríku. Fólk í fréttum Hann komst í fréttirnar vegna þess að honum var laus höndin. Sá sem varð fyrir krumlu hans heitir Björn Hjörleifs- son. Þeir áttust við í Kópavogi um síðustu helgi. Þessir menn leika báðir í úrvalsdeildinni í körfu- bolta. Maðurinn, sem þarna komst í fréttirnar, er ekki af íslenskum uppruna. Frægt í sögunni Atburður þessi varð hinn 6. ágúst árið 1945. Það sem þarna gerðist var árangur heilabrota flöl- margra vísindamanna. Atburður þessi varð í Jap- an. Hliðstæður atburður, en þó ekki eins afdrifaríkur, varð í Nýju-Mexíkóeyði- mörkinni þremur vikum áður. Sjaldgæft orð Þetta orð er oft notað um óvandaða smíði. Þá hefur það sömu merk- ingu og þegar sagt er að einhverju hafi verið hrófl- að upp. Orðið er einnig haft um að klifra eða príla upp á eitthvað. Þetta orð er einnig haft um tilgerð eða sýndar- mennsku. Það er einnig haft um skrautgirni eða glysgirni. Stjórn- málamaður Hann heitir réttu nafni Karl Herbert Frahm. Hann er Þjóðveiji sem flúði til Noregs þegar nas- istar tóku völdin í heimal- andinu. Hann var árið 1957_ kjör- inn yfirborgarstjóri í Vestur-Berlín. Hann var kjörinn formaður þýska jafnaðarmanna- flokksins árið 1964 og gegndi því embætti þar til á síðasta ári. Rithöfundur Hann var Mýramaður, fæddur á Háafelli í Hvítár- síðu árið 1905. Hann var kennari að ævi- starfi og bjó í Reykjavík. Fyrstu skáldsögu sína kall- aði hann Vini vorsins. Hann var þekktastur fyrir barnabækur sínar sem eru fjölmargar. Hann orti einnig alþekktar vísur eins og Aravísur og Gpttavísur. Svör á bls. 48 * Islensk fyndni Leggið manninum orð í munn. Merkið tillöguna: „íslensk fyndni", DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Höfundur: Þórdís Kristinsdóttir, Þrúðvangi 20, 220JHafnarfjörður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.