Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. Veröld visindaruia Tölvan getur haft auga meö hugsanlegum vinnusvikum. Tölvan fylgist með þér Þeir sem sitja fyrir framan tölvu daglangt halda vist flestir aö við- skipti þeirra viö gripinn séu öll á einn veg. Þaö er tölvan sem taki við og hlýði. Enginn ætti þó að horfa fram hjá þeim möguleika að tölvan getur verið að fylgjast með vinnunni. í Bandaríkjunum hefur könnun leitt í ljós að um 6 milljónir manna, sem vinna við tölvur, verða líka að hlíta eftirliti þeirra í stóru og smáu. Eftirht af þessu tagi er auðveldast þegar unnið er við útstöðvar frá stór- um tölvukerfum. Að loknum hverium degi gefur tölvan upp hve mikið komst í verk og hve langur tími fór í hangs. Það eru einkum bankar sem beita þessu en raunar eru engin takmörk fyrir hvar þetta á ekki við. Þess eru jafn- vel dæmi að símakerfi eru tengd við þennan búnað og starfsmenmrnir varaðir við ef þeir tala of mikið fyrir sjálfa sig í símann. Vestanhafs hafa ýmsir orðið til að vara við þessari nýjung í notkun tölvukerfa. Sagt er að þetta auki streitu og hætta sé á að yfirmenn fái undirmenn upp á móti sér. Því geti árangurinn af þessu eftirliti orðið minni en enginn. Einnig hefur verið bent á að þetta geti verið upphafið að þjóðfélagi Stóra bróður eins og George Orwell lýsti því í sögunni 1984. Nokkrir þing- menn í Bandaríkjunum hafa ákveðið að skera upp herör gegn þessari þró- un og segja að ef ekki verður gripið í taumana strax verði það um sein- ann eftir fá misseri. Sveigjanleg raíMaða Kominerá markaðinn sveigjanleg rafhlaðasem tvö evrópsk fyrirtæki, Vartaog BASF, hafa látiðhanna. Hægterað endurhlaða hanaognota við allar gerð- ir raftækja. Helstu kostir þessarar nýju raf- hlöðu eru að hana má laga að nánast hvaða plássi sem er. Þetta auðveldar mjög hönnun smárra raftækja því ekki þarf lengur að taka ferhymt pláss frá fyrir raf- hlöðuna heldur er hægt að láta plássið ráða lögun hennar. Tölva hannar og saumar föt Sá tími kann að vera skammt undan aö hægt sé að ganga inn í fataverslun og biðja um flík eftir máli og fá hana sérsaumaða á auga- bragði. Fataframleiðandi í New Yorkbýður núþegarboli sem eru „soðnir" sam- anmeð sér- stökum hitageislum. Með þessari aðferð sjást engirsaumar. Núerverið aðútfæra þessaaðferð enn frekar með þvíað láta myndavél taka mál af við- skiptavinunum og tölva sér um aö sníða efnið og „sjóða“ það saman. Ef allt gengur að óskum á þetta að geta gerst á nokkmm mínútum og viðskiptavinurinn gengur út í nýrri „klæðskerasaumaðri" flík. Rafhlöður þurfa ekki lengur að vera harðar. Arangur sauma- tölvunnar er óaðfinnanlegur. Rafinagnaðar verðmerkingar Stundumem verðmiðarávörumsvo þeim. Stundum vantar þá alveg og litlir að vandséð er hvað stendur á þegar útsölur standa yfir er oftar en Þegar þrýst er á takkann birtast upplýsingar um verð vörunnar á skjánum. ekki látið nægja að krota yfir gamla veröið með því nýja þannig að hvor- ugt sést: Nú er hægt að ráða bót á þessum vandræðum með verðmiðana með nýrri rafeindatækni. Hún byggist á því að við hverja vörutegund er kom- ið fyrir litlum tölvuskjá. Skjáimir em tengdir við móðurtölvu verslun- arinnar en hún hefur í minni sínu allar upplýsingar um vöruverð í versluninni. Þegar neytandinn gengur um verslun, sem státar af þessum bún- aði, þarf hann ekki annað en að styðja á takka og verð vörunnar birt- ist á skjánum. Og það er ekki aðeins hægt að kalla fram veröið heldur einnig ýmsar aðrar uplýsingar um vöruna. Það er hægt að biðja tölvuna að gefa upp kílóverð og hvort varan sé á tilboðsverði og þá hvað hún hef- ur verið lækkuð mikið. Með þessu móti geta verslanimar einnig fylgst með hve oft viðskipta- vinirnir forvitnast um verð á ein- stökum vöram og ef lítið selst þá bendir það til að verðið sé of hátt. Seljendur þessa búnaðar segja að hann borgi sig upp á tveim til þrem árum því hann gerir handvirka verð- merkingu óþarfa og verslunareig- endur geta betur en áður fylgst með áhuga og óskum viðskiptavinanna. Skrítnir steinar frá Mars Bæði Bandaríkjamenn og Sovét- menn hyggja á kostnaðarsamar ferðir til Mars í þeim tilgangi að sækja þangað steina til að rannsaka. Sovétmenn segjast fá fyrstu sýnin frá Mars fyrir lok þessarar aldar og ólík- legt er að Bandaríkjamenn sætti sig við að verða eftirbátar þeirra. Þessi ferðalög verða óhemjudýr og em ef til vill tilgangslaus að auki. Tveir jarðeðlisfræðingar við háskól- ann í Arizona halda því að minnsta kosti fram að þeir hafi þegar undir höndum steina frá Mars. Þótt þetta kunni að hljóma ótrúlega hafa þeir fært ítarleg rök fyrir máli sínu. Nýjar rannsóknir á nokkmm þekktum loftsteinum sýna að meðal þeirra em steinar sem era saman- settir úr öðrum efnum en allur fjöldi loftsteina. Þeir eiga heldur ekki sinn líka meðal steina Jarðarinnar og tunglsins. Þegar þeir fundust veittu menn því athygli að þeir voru svolít- ið sérstakir án þess þó að skýringa væri leitað. í ljós hefur komið að þessir steinar eru úr bergi sem hefur verið lengi í mótun en það grjót sem svífur um geiminn ber þess annars ekki merki. Steinamir eru einnig yngri en aðrir loftsteinar. Þetta bendir til að stein- arnir séu komnir af yfirborði ein- hverrar plánetu. Aðdráttarafl sólar veldur því að ólíklegt er að steinarn- ir geti verið komnir frá annarri plánetu en Mars. Aðeins er þó fræði- legur möguleiki á að þeir séu komnir þaðan. Það gæti hafa gerst þannig að loft- steinn hafi rekist á Mars og þyrlað upp efnum af þvílíkum krafti að þau hafi borist út fyrir gufuhvolf plánet- unnar og lent inn í aðdráttarafli Jarðar. Þetta er þó aðeins kenning sem ekki verður sönnuð nema með samanburði við steina frá Mars. Þeir fást ekki nema með því að fara á stað- inn. Stórveldin ættu því ef til vill að senda geimför til Mars til að sækja gijót. Ef til vill hefur þessi steinn borist frá Mars. Rafeindavinkill Þegar Ijós logar á vinklinum er hornið rétt. Allir smiðir eiga vinkla sem til þessa hafa þótt alveg nógu nákvæm- ir. Nú hefur verið fundinn upp vinkill sem er svo nákvæmur að þeir vinklar sem hingað til hafa verið notaðir virðast einskis nýtir. Nýi vinkillinn er þó ekki vísindatæki heldur er hann ætlaður til almennra nota Þetta nýja tæki byggist á rafeinda- tækni og mælir hom með nákvæmni upp á fimmhundraðasta hluta úr tommu. Þetta er að vísu meiri ná- kvæmni en kemur að nokkram notum við smíðar en þar sem verk- færið kostar ekki nema eitt til tvö þúsund krónur er óþarfi að kvarta undan nákvæmninni. Nýi vinkillinn er þrihyrndur og þegar hann er borinn að réttu homi logar ljós í honum miðjum. Við fyrstu sýn er þetta heldur ómerkilegt verkfæri úr plasti með stálhnúðum á hliðunum. Það eru boð frá þessum hnúðum sem segja til um hversu nálægt réttu horni það er sem mælt er. Aðeins er hægt að mæla 90° og 45° horn með verkfærinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.