Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Qupperneq 55

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1987, Qupperneq 55
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987. 59 Iþróttapistill Tími hefiida runninn upp Sá sem þetta skrifar gleymir seint og raunar líklega aldrei leik íslands gegn Suður-Kóreu í heims- meistarakeppninni í Sviss árið 1986. Þetta var fyrsti leikur íslands í keppninni og úrslitin líða mönn- um seint úr minni, 21-30. Leik- ihenn íslenska liðsins voru ílestir mun nær gráti en hlátri eftir leik- inn og þetta voru vægast sagt niðurdrepandi úrsht. Eftir þessum leik muna örugg- lega alhr þeir sem sátu fyrir framan sjónvörpin er leikurinn var sýndur hér heima. Hreint hroðaleg byrjun en sem betur .fer fór allt betur en á horfðist í fyrstu. Tími hefnda er runninn upp Af því er þetta rifjað upp hér að Suður-Kóreumenn eru hingað komnir til að leika landsleiki gegn íslandi. Þjóðimar hafa ekki leikið saman frá því í Sviss og því er nú runnin upp sú stund þegar íslensku leikmennimir hafa tækifæri á að hefna úrslitanna í Genf. Það er hins vegar alveg ljóst að það gera leik- menn okkar ekki einir. Þeir fjöl- mörgu sem urðu fyrir vonbrigðum með úrslitin á HM í Sviss hafa nú tækifæri á að mæta í leikina og hvetja ísland til dáða. Hrikalegasta áfallið? í DV, daginn eftir landsleikinn gegn Suður-Kóreu í Sviss mátti lesa í fyrirsögn: „Hrikalegasta áfall í sögu íslensks handknattleiks". Og það er víst að þetta var ekki orðum aukiö. Þær raddir hafa heyrst und- anfarið aö Suður- Kóreumönnum hafi farið mikið fram frá því 1986. Vitað er að lið þeirra leikur ekki venjulegan handknattleik og því eiga þau landshð, sem lengra em komin og leika hefðbundinn hand- bolta, oft í miklum vandræðum með þá skáeygðu. Það verður fróð- legt að sjá hvemig íslenska hðinu reiðir af í leikjunum en ég spái því að leikirnir verði mjög erfiðir fyrir okkar menn og þeir vinnist ekki alhr, ef þá nokkur. Einsdæmi í sögu íþrótta hér á landi? Marga rak í rogastans á mánu- daginn þegar þeir lásu á íþróttasíðu í DV að körfuknattleiksmaöur heföi verið rotaður í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. ívar Webst- er, Haukum, var þar að verki en fórnarlambiö var Bjöm Hjörleifs- son í Breiðabliki. Ég held að það sé algert einsdæmi að íþróttamað- ur roti annan hér á landi og ég segi nú bara sem betur fer. Taka verður hart á svona málum en hafa verður þó í huga að hér er um fyrsta alvar- lega brot ívars Websters að ræða. Webster með afbrigðum ró- legur leikmaður Sú staðreynd blasir við að ívar Webster hefur verið þekktur fyrir íþróttamannslega framkomu frá Umsjón Stefán Kristjánsson því hann hóf að leika körfuknatt- leik hér á landi og aldrei hefur hann áður gert flugu mein. Hér er þó ekki verið að draga úr því alvar- lega atviki sem átt hefur sér stað og ekki kemur annað iil greina en að Webster gjaldi veglega fyrir rot- högg sitt. Atvik þetta er áfah fyrir körfuknattleikinn og í raun iþrótta- hreyfmguna í heild sinni. Vonandi verður þetta í fyrsta og eina skiptið sem shkt gerist hér á landi. Vetur konungur enn á undanhaldi Hvort sem þeir sem þetta lesa trúa þvi eður ei verður á morgun, sunnudag, haldið golfmót uppi í Grafarholti. Landsmenn ahir hafa ekki farið varhluta af þéirri ein- stöku veðurblíðu eða réttara sagt þeirri sumarbhðu sem ríkt hefur hér sunnanlands undanfarnar vik- ur. Menn hafa verið að reyta ih- gresi í görðum sínum í Keflavík, taka upp kartöflur í Þykkvabæn- um, taka brosandi á móti útspr- ungnum stjúpum á Akureyri og svona mætti lengi halda áfram. Það er því kannski bara eðhlegt að haldið sé golfmót 20. desember eða hvað? Almenningur á sér vart heit- ari ósk þessa dagana en að sumar- veðráttan haldist og vetur konungur verði áfram á því mikla undanhaldi sem hann hefur óneit- anlega verið á síðustu vikur og mánuði. Og vonandi geta kylflngar haldið fleiri mót á næstu vikum. Misjafnar jólabækur fyrir íþróttaáhugamenn Eins og endranær gefst íþróttaá- hugamönnum kostur á að lesa bækur tengdar íþróttum um þessi jól, svo framarlega auðvitaö sem þær verða undir jólatrénu í næstu viku. Sérstaka athygli hafa bækur Víðis Sigurðssonar vakið, bækum- ar um Arnór Guðjohnsen annars vegar og íslenska knattspyrnu 1987 hins vegar. Báðar bækumar eru uppfuhar af fróðleik og virkhega skemmtheg lesning. Þá er einnig komin út bók um Jón Pál Sig- marsson, aflraunamann og fyrr- verandi kraftlyftingamann. Sömu sögu er því miður ekki hægt aö segja um þá bók og afurðir Víöis Sigurðssonar. Bókin um Jón Pál, sterkasta mann heims, er því mið- ur hla unnin en engu að síður má finna í henni fróðleik og skemmti- legar setningar sem hafðar em eftir Jóni Páh. Þær era bara alltof fáar en vonandi fleiri í næstu bók um kappann. Besta jólagjöfin sem íþrótta- menn geta hugsað sér Nú hður senn að ólympíuleikum en þeir fara sem kunnugt er fram í Kóreu á næsta ári og hefjast í sept- ember. Fjöldi íslenskra íþrótta- manna æfir af kappi fyrir leikana en enginn þeirra veit ennþá hvort hann verður vahnn th aö keppa á leikunum eða ekki. Þetta er afleitt að mínu mati. íþróttamenn eyða feiknalegum tíma í æfingar, dæmi em th um íþróttamenn sem frestað hafa námi vegna undirbúnings fyr- ir leikana og fjölskyldur margra íþróttamanna verða óneitanlega fyrir barðinu á öhum þeim mikla undirbúningi sem þátttaka í ólympíuleikunum krefst. Því væri það besta jólagjöfin sem þessir íþróttamenn gætu eflaust hugsað sér að fá að yita hvort þeir veröi í ólympíuhði íslands eða ekki. Er hér með skorað á þá menn sem með þessi mál fara að þeir taki sér tak og thkynni sem allra fyrst hvaöa íþróttamenn eigi að keppa fyrir íslands hönd á leikunum. Þetta er síðasti íþróttápisthl minn fyrir jól og vil ég því nota tækifæ- rið og óska íþróttamönnum og öðrum lesendum DV gleðilegrar hátíðar. Stefán Kristjánsson • Körfuknattleiksmenn hafa verið í sviðsljósinu undanfarið vegna rothöggsins í Digranesi sem vonandi endur- tekur sig aldrei. Hellissandur DV óskar eftir að ráða umboðsmann á Hellissandi frá 1. jan. '88. Upplýsingar gefa María Guðmundsdóttir í síma 93-66626 og afgreiðslan í Reykjavík í síma 91 -27022. #CITIZEN Jólagjöf tölvueigandans! CITIZEN LSP-10 hefur verið einn mest seldi prentarinn hérlendis undan- farin ár og ektí að ástæðulausu. Nú bætir CITIZEN um betur, með LSP-100, enn meiri fjölhæfni og afköst en áður. Mesti prenthraði er 175 stafir á sekúndu, 30 stafir á sekúndu í spariletri (NLQ). Stafastærðir eru frá 5 stöfum á tommu i— í 20, hægt er að hafa stafi í tvöfaldri hæð fyrir fyrirsagnir. CITIZEN LSP-100 er einnig gerður til að endast, verksmiðjuábyrgð í tvö ár, tvöfalt lengri en hjá öðrum! CITIZEN LSP-100 hentar öllum tölvum, sérstaklega PC og AT samhæfðum. Tölvueigandinn fær hér sérstatíega fjölhæfan prentara sem hentar einstaklega vel sem einkaprentari á skrifstofuna eða heim. Atvinnumenn treysta CITIZEN prenturum. Þú getur treyst því að tölvueigandinn verður hæstánægður með LSP-100. MICROTÖLVAN Síðumúla 8 - 108 Reykjavík - sími (91)-688944 V _____________________________________________________/ N Y FORM REYKJ AVÍKURVEGI66,220 H AFN ARFIRÐI, SÍMI54100. SJÓNVARPS- SKÁPAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.