Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Fréttir Valgarður Jónsson heldur hér á einum hnullungnum sem spýttist í gegnum dúkinn á skemmunni við sprenginguna. DV-myndir gk Bókalisti DV1987: „Get ekki kvartað yfir undirtektunum“ „Ég get vissulega ekki kvartað yfir undirtektunum sem bók mín núna hlýtur," sagði Eðvarð Ingólfsson en- bók hans, Pottþéttm- vinur, hafnar í. 4. sæti DV-listans eftir að hafa verið á stöðugri uppleið síðustu tvær vik- ur. „Þaö er vissulega hvetjandi fyrir mig að halda áfram á sömu braut á meðan bækur mína fá þennan hljóm- grunn,“sagði Eðvarð. Bækur Eð- varðs hafa ávallt náð mikilli sölu en þetta var hans níunda bók sem eru ótrúleg afköst hjá ekki eldri manni. Hann gaf, sem kunnugt er, sína fyrstu bók út þegar hann var 19 ára. En'þrátt fyrir mikla sölu hefur Eðvarð ávallt verið umdeildur meðal Eðvarð Ingólfsson er kominn í 4. sœti bókalista DV með bók sina Pottþéttur vinur. DV-mynd KAE gagnrýnenda. Því lá beint við að spyrja hann hvaða áhrif gagnrýni hefði á hann. „Ég tek alltaf tillit til gagnrýni ef hún er vinsamleg og ég hef nær eingöngu fengiö góða gagn- rýni á þessa bók mína. Hins vegar tek ég ekkert mark á skítkasti eins og til dæmis mátti sjá í Þjóðviljanum um daginn. Mér finnst ég bara vaxa við skítkast eins og það að ætla mér að ég sé að eyðileggja lestrarþekk- ingu íslenskra unglinga. Ég spyr þá bara: Er ég sterkari en íslenska skólakerfið? Eðvarö taldi einnig að sumir gagnrýnendur htu ungl- ingabækur allt of alvarlegum augum og horfðu til dæmis algerlega fram- hjá afþreyingargildi þessara bóka. En ætlar hann aö skrifa fyrir aðra aldurshópa í framtíöinni? „Rithöfundur má aldrei útiloka neitt. Ég gæti vel hugsað mér að fitla við leikritagerð eða alvarlegri skáld- sögin' en það má segja að ég hafi ekki ráðið ferðinni að öhu leyti. Það er erfitt aö kúpla sig frá unglingasög- unum.“ Það fær enginn hnikað Höhu Link- er úr fyrsta sætinu en hún hefur verið þar síðustu þijár vikumar - stefnir greinilega í metsölu þar. Guðrún Helgadóttir er ennþá í 3. sæti en Gorbatsjov fikrar sig niöur listann. í 10. sæti er bók HaUdórs Laxness, Dagar hjá múnkum, og hef- ur að sögn tekið mikinn kipp síðustu dagana. SMJ Mikið tjón í sprengingu á Akureyri Klappirnar sem verið var að sprengja þegar óhappið varð. Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyii Hús nötruðu í Glerárhverfi á Akur- eyri í gær og rafmagn fór af stórum hluta hverfisins þegar unnið var við sprengingar í klöppunum fyrir ofan fiskimjölsverksmiðjuna í Krossa- nesi. Starfsmenn frá Norðurverki hf. vom þar að vinna við sprengingar og eitthvað fór úrskeiöis með þeim afleiðingum aö mikið tjón hlaust af. „Þetta er ljótt og ég fæ ekki betur séð en að báðar vöraskemmur okkar séu ónýtar,“ sagði Pétur Bjarnason, markaðsstjóri hjá ístess hf. í Krossa- nesi. Þar hefur aö undanfomu verið unnið við að reisa tvær stórar vöra- skemmur sem era byggðar úr jámgrindum og þykkur plastdúkur klæddur yfir. Fjöldi manna var að vinna í skemmimum í gær en mesta mildi var að menn vora í mat þegar sprengingin varð. „Ég var að stafla fóðri í annarri verksmiðjunni og á nákvæmlega þeim stáð sem ég hafði verið að vinna fyrir hádegi kom grjót, aUt að 40-50 kílógrömm að þyngd, í gegn, beyglaði grindina og reif dúkinn. Ef ég hefði verið kominn úr mat þegar þetta átti sér staö væri ég dauður núna,“ sagöi Valgarður Jónsson, starfsmaður hjá ístess. Ljóst er að gífurlegur kraftur hefur verið í sprengingunni, en um 200 metrar era frá þeim stað þar sem hún varð og að vöraskemmunum. Víöa vora þykkar jámgrindur brotnar og beyglaðar og dúkurinn, sem skemm- urnar vora klæddar með, er víða eins og gatasigti á aö Uta. Pétur Bjarnason hjá ístess sagði að tjónið væri mikið. Um eina og hálfa milljón króna hefði kostað að reisa hvora skemmu og nú væru þær ónýt- ar. Helst var að heyra á mönnum að reynt yrði að selja fyrir götin á dúkn- um til bráðabirgða, en ljóst er að skipta þarf um dúkinn auk þess sem fyrirsjáanlega verður mikil vinna við að laga jámgrindumar. Starfsmenn Norðurverks sögðu við DV í gær að ekki hefði veriö notað meira sprengiefni en venjan er en á staðnmn, þar sem sprengt var í gær, hefur mikið af klöppum verið sprengt að imdanfömu. Þeir sögðu að svo virtist sem klöppin hefði verið lausari í sér á einum staðnum og þaöan hefðigrjótið, sem lenti á vöra- skemmum ístess, spýst út. Útvegsbankamótið: Allir þeir bestu með Jólahraðskákmót Útvegsbankans verður haldiö í afgreiöslusal aðal- bankans sunnudaginn 27. desember. Mótið hefst klukkan 14 og meðal þátt- takenda verða íslensku stórmeistar- amir svo og Hannes Hlífar, heimsmeistari sveina, og Héðinn Steingrímsson, heimsmeistari bama. Alls verða keppendur átján og tefla allir við alla, samtals 17 umferðir. Vegleg verðlaun verða í boði. -ATA Menntamálaráð: Einar Laxness framkvæmda- stjóri Einar Laxness cand. mag. hefur Verið ráöinn framkvæmdastjóri Menntamálaráös og Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Fjórtán umsækj- endur vora um starfið en Mennta- málaráð mælti samhljóða með ráðningu Einars. Einar hefur haft kennslu að aöal- starfi frá árinu 1961 en hann hefur stundað ritstörf og gefið út nokkur framsamin verk auk þess sem hann hefur annast ritstjóm ýmissa verka. Þá hefur Einar átt sæti í Mennta- málaráði um árabil. -ATA Minna keypt af rjúpu Minna ér keypt af rjúpu fyrir þessi jól en áöur, aö sögn Sigurðar Gunnarssonar, verslunarstjóra í Hólagarði, en sú verslun hefur ætið selt mikiö af ijúpum. Verðið fyrir rjúpuna til neytenda er í kringum 300,krónur og hafa veiðimenn feng- ið um 250 krónur í sinn hlut. Þeir vildu hins vegar fá 300 krónur fyrir rjúpuna en kaupmenn neituöu að greiða það verð og sögðu markað- inn ekki þola það verð. „Viö erum búnir að kaupa um 4 þúsund rjúpur fyrir þessi jól en höfum aðeins seit um eitt þúsund. í fyrra seldum viö 2 þúsund ijúpur fyrir jólin og áttum ekki eina ein- ustu að morgni Þorláksraessu- dags,“ segir Sigurður. Hann segir að fleiri kaupmenn hafi sömu sögu aö segja um minni ijúpnasölu. „Þaö er hins vegar greinileg aukning í sölu á svína- hamborgarhryggjum og þeir era greinilega jólamaturinn á aðfanga- dagskvöld." -JGH Listi DV yfir 10 söluhæstu bækurnar síðstu viku 1. Uppyjör konu 2. Helsprengjan 3. Sænginni yfir minni 4. Pottþéttur vinur 5. Ásta grasalæknir 6. Ný hugsun, ný von 7. Á besta aldri Jóhanna 8. Skuldaskil 9. Skrifað i skýin III 10. Dagar hjá múnkum Halla Linker Alistair MacLean Guðrún Helgadóttir Eðvarð Ingólfsson Atli Magnússon Mikail Gorbatsjov Sveinsdóttir og Þuríður Pálsdóttir Hammond Innes Jóhannes Snorrason Halldór Laxness

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.