Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 11 Utlönd í asnakerru í ævintýrunum ferðast jólasveinninn um á sleða sem dreginn er af hreindýrum um loftin blá jafnt sem hjarnbreiður. Raunar eru það allt útlend ævintýri, því á íslandi hafa jólasveinar aldrei flogið. Þeir urðu lengst af að láta sér nægja tvo jafnfljóta á ferðum sínum milli íjalla og byggða, þótt tækniöldin hafi undanfarin ár skotið undir þá bílum, vélsleðum og flugvélum. Jólasveinninn í Feneyjum hefur einnig komið sér upp farartæki. Hann birtist á torgi heilags Markúsar þar í borg á mánudaginn, akandi í kerru,sem asnar draga. Ekki er að sjá að koma hans hafi vakið verulega athygli, nema þá meðal dúfnanna. Vonandi færir hann þó börnum Fen- eyja, á hvaða aldri sem þau kunna að vera, gleði og frið á hátíð ljóssins. Jólablessun Meðan jólasveinarnir flytja okkur gamanmál og það sem holdið má gleðja reyna klerkar að flytja okkur blessun Guðs og kirkju og auðga andann. Sú blessun er ekki bundin við mann- skepnuna, því til eru þeir sem telja að aðrar dýrategundir þarfnist hennar ekki síöur. John Morris, prestur í London, er einn þeirra sem vilja blessa dýr af öllum stærðum og gerð- um. Hann hefur endurvakið gamlan þýskan sið sem felst í því að halda sérstaka dýrablessunarat- höfn fyrir jólin. Athöfnin var haldin síðastliðin sunnudag í Battersea garðinum í London og var hún opin öllum þeim sem eiga dýr eða hafa um- sjón með einhvetju kviku. Athöfnin var vel sótt og gæludýraeigendur færðu þangað hunda sína og hamstra, ketti og kengúrur til blessunar. Það setti lit á athöfnina að þangað kom sendi- nefnd úr sirkus einum, ljón og tígrisdýr, úlfar og fílar, lamadýr og meira að segja flóöhestur. Og á myndinni þakkar svo lamadýrið klerkinum blessunarorðin með rembingskossi á kinn. Mér líka „Mér líka,“ gæti hún verið að segja konan á myndinni. Líklega er hún þó fremur að biðja um smáaura sér til handa fremur en blessun guðs- manna. Molar af allsnægtarborði hinna ríku eru henni væntanlega mikilvægari en huggunarorð. Konan er ein fjölmargra kvenna, karla og barna sem draga fram lífið með betli á götum Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Yfirvöld þar í borg hafa nú af því nokkrar áhyggjur að betlurum hefur farið mjög fjölgandi síðustu vikurnar fyrir jól. Óttast þau að fólkið kunni að verða ferðamönnum til ama með hetli sínu, enda skemmtiferðir um jól ekki farnar til þess að verða minntur á bág- indi annarra. Hann er enda óræður á svip drengurinn sem þarna gengur fram hjá konunni. Ekki gott að sega hvað honum er í huga, ef það er þá nokkuð nema væg forvitni. Sú stærsta Um jól er gjama rætt um „bestu gjöfina". Er í því samhengi ýmislegt tínt til, allt frá kerti og spilum frá afa og ömmu hér í fyrndinni, þegar gamalmenni voru ung, til barna og barnabarna og svo auðvitað Jesúbarnið sjálft. Hjá stórversluninni Harrods í London fást þeir hins vegar ekki um „bestu gjöfina“. Þeirra lína er fremur sú „stærsta" eða sú „dýrasta", allt eft- ir mæhkvarða hvers og eins. Meðal þess sem verslunin býður viðskiptavin- um til sölu fyrir þessi jól er vélmenni sem talar og getur leikið ýmsar kynlegar kúnstir. Vélmenn- ið, sem heitir Eric, er íjarstýrt, nær mannhæð á langveginn og töluvert utan um sig. Hann þykir góður kostur fyrir foreldra sem vilja kaupa eitt- hvað sem börnunum getur orðið félagsskapur að, eitthvað sem sóðar ekki út húsið líkt og hundar og kettir. Fyrir Eric þarf að vísu að greiða ein 12.000 pund, eða sem nemur liðlega 700.000 krón- um. En hann verður líka næstum örugglega bæði stærsta og dýrasta gjöfin og að auki er hægt að slökkva á honum hvenær sem er. Afgreiðslu- og skrifstofustarf Traust fyrirtæki óskar eftir að ráða starfskraft til skrif- stofu- og afgreiðslustarfa. Vinnutími frá 9.00 til 18.00. Góð vinnuaðstaða. Mötuneyti á staðnum. Umsóknir sendist DV fyrir áramót, merkt „Sem fyrst". Auglýsendur at Síðasta blað fyrir jól kemur út á Þorláksmessu, 23. desember. Fyrsta blað eftirjól kemur út mánudaginn 28. desember. Síðasta blað fyrir áramót kemur út miðvikudaginn 30. desember. Fyrsta blað eftir áramót kemur út mánudaginn 4. janúar. Vinsamlegast hafið samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta. Gleðileg jól Auglýsingadeild DV \ \ / ÍSLENSKAR GETRAUNIR V ■■■ jþróttamiöstöðinni v/Sigtún -104 Reykjavik • Island - Sími 84590 GETRAUNAVINNINGARE! 17. LEIKVIKA - 19. DESEMBER 1987 VINNINGSRÖÐ: X12 - 211 - 1X1 - 121 1. VINNINGUR: 12 RÉTTIR, KR. 125.285,- 42057(4/11) 44955(4/11) 126780(6/11) 127196(6/11) 227849(8/11) 232794(9/11) 2. VINNINGUR: 11 RÉTTIR, KR. 973,- 5 41995 45842 49540 96423 + 126071 224715 231933 145 42037 46311 49992 96779 126160- 224770 232211 675 42137 46405 + 50080 96890 126370* 224811 232226 950 42299 46479 + 50492 97210 126406 224816 232377 1025 43332 46735 50493 97406 126446 225104 232658 + 2158 42414 46743*+ 50598 97432 126616 225665+232688 2876 42423 46760 50730 97478 126799 227169 232795 2948 42453 46847 50732 97536 126896 227387 232891+ 4077 42575 47045 50929 97919 126932 + 227462 232902 4193 42582 47105 51136 + 97977 126941+ 227780 232968- 6651 42895 47186 51148 98021 126968 228108 232978 6864 42952 47334 51166 98035 127117 228495 233661 7525 43232 47404 51170 98258 127133-+ 228877. 234440 40146 43234 47666 51171 98301 127138 229769- 234445 40154 43242 47712 51181 98337 127148 + 229772 234473 40197 43622 47781 95072 98606 127261 229779 234607 40260 43636- 47822 95106 125040* 127476 229907- 234755 40433 43794 48222 95108 125105 127606 230088 234845 40501 43841 48230 95277 125182 127650 23034 234850 + 40541 43950 48356- 95282- 125368 127721 230397 235227 40593 43951 48515 95327 125374 127805 + 230416* 235960 40606 44250 48726 + 95346 125422+ 127809 23Ö534+ 236172 40919 44261 48753' 95381 * 125498 127819 + 230758- 236803 41243 44262 48852 95501+ 125525 127962 230852 236958 41398 44541 48868 95606 125524 127966 231032 236959 41435 44603 49226 95877 + 125535 127973 231035 236972 41513- 45124 49296 96144 125859- 127979 231425 236975- 41592 45130 49341 96179 125878 127982- 231651 236978 41600 45516 49345 96303 125881 202205 231653 236982 41840 45608 49471 96371 126061 210550- 231720+ 235653 235658 235738 • 237029* 583290 599202* T00728 235738 235739 237031 583294 •647888 T00736- 235729 237016 + 237145+ 583295 649821 T00746 235731 .237021 583265 583285 T00725 T00747 úr 14. viku: úr16.viku: - 126867- 95030 • = 2/11 Kærufrestur er til mánudagsins 11. janúar 1988 kl. 12.00 á hádegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.