Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. 19 Menning „Égvarsoltinnog klæðlaus og orti í Alþýðublaðið*4 Steinn Steinar (skopmynd Halidórs Péturssonar). Þeir Reykvíkingar, sem voru komnir til vits og ára um miðja öldina, muna víst flestir Stein Steinarr skáld. Ekki var það vegna þess að hann væri svo mikill fyrir mann að sjá. Hins vegar var hann þá þegar þjóðkunnur maður. Hann var þekktur fyrir ljóðabækur sem nutu mikilla vinsælda, einkum meðal yngra fólks og fólks sem var á vinstri kantinum í stjómmálum. Hins vegar höfðu grónir hagyrð- ingar, ekki sízt til sveita, litlar mætin- á skáldinu. Hann hafði þá fengið það orð á sig að vera forustu- maður í hópi þeirra manna sem höfðu tekið upp á þeim fjanda að afneita hinum fomu kveðskapar- reglum þjóðarinnar, sagt að vissu leyti skilið við stuðlasetningu og rímreglur. En á eftirminnilegum fundi í Stúdentafélagi Reykjavíkur, mig minnir að það hafi verið 1952, var hann framsögumaður þar sem rætt var um stöðu Ijóðlistar. Þar mælti hann fleyg orð sem hneyksluðu marga sem vildu ekki una öðru en hinum fornu bragreglum: „Hið hefðbundna ljóðform á ís- landi er nú loksins dautt, sem betur fer.“ Hinn mjög svo umtalaði Ijóða- bálkur, Timinn og vatnið, var þá víst nýlega kominn út en var ekki í margra höndum. Ekki man ég eftir mikilli umræðu um þá bók. Þeim sem til þekktu þótti ýmsum nokkuð langt gengið í óskiljanleik- anum, t.d. þar sem segir á einum stað: „Og líf mitt stóð kyrrt Eins og kringlótt smámynt sem er reist upp á rönd.“ Bókmenntir Páll Líndal Ég ætla aö enginn ljóðabálkur hafi á síöari árum hlotið jafnmikla umræðu og þessi. Hafa þar átt hlut að máli bæði íslenzkir sem erlendir bókmenntafræðingar. Hrakningasaga í bókinni um Stein Steinarr, sem Sigfús Daðason skáld setti saman, er að finna merkilega ritgerð um skáldið eftir Sigfús. Ekki ér sízt ástæða til að benda á þann hluta þessa ritgerða þar sem fjallað er fræðilega og fagmannlega um þennan ljóðabálk og margslungna sköpunarsögu hans. Ekki er það á mínu færi að leggja að öðru leyti mat á þessa greinargerð; mundi slíkt mat leikmanns ekki heldur þykja mikils virði. Sú saga skáldsins, sem þama birtist, hefur að geyma mikinn fróðleik um ævi Steins sem lítið hefur verið ritað um í samhengi. Þetta er að ýmsu leyti mikil hrakn- ingasaga. Sumt af því sem þar segir minnir ögn á Ólaf Kárason Ljósvik- ing. Það kemur fram að skáldið hafi veriö klaufi til verka og sýnna um allt annað en vinnu. Hins vegar naut Steinn betra atlætis en skáld- bróðirinn. Þaö er loks um 1936 að Steinn fær viðurkenningu sem skáld og rituöu ýmsir af kunnustu menntamönn- um landsins vel um ljóðabækur hans eftir það. Þá fékk hann skáldastyrk og gat komizt til út- landa í fyrsta sinn. Það vekur athygli hversu víð- tækrar þekkingar í bókmenntum Steinn virðist hafa aflað sér. Skóla- ganga hans utan bamafræðslu var eitt ár í Núpsskóla. Þetta sýnir aö löng skólaganga er ekki óhjá- kvæmilegt skilyrði þess að menn taki sæti á efsta skáldabekk. Það held ég að fáir hafi vitað og í kring- um utanfórina 1936 hafi Steinn tekið til að semja skáldsögu en aldrei lauk hann því verki. Það er hins vegar ljóst að hann var prýði- lega ritfær í óbundnu máli. Ég held t.d. að smáritgerðir um Reykjavík og lifið hér í borg sé með þvi snjall- ara sem um það efni hefur verið ritað. Orðheppinn Margt kemur manni kunnuglega fyrir sjónir í þessari bók Sigfúsar, bæði þessar smáritsmiðar og einn- ig merkileg og skemmtileg viötöl við skáldið og um skáldið þar sem vinir og vandamenn koriia til sög- unnar. Þetta hefur áður birzt. En þama era líka birt í fyrsta skipti nokkur kvæði sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjón- ir. í sambandi við kvæði Steins hafa margir tekið undir þá kenningu Magnúsar Ásgeirssonar að kjam- inn í skáldskap Steins hafi verið „háspekileg tómhyggja" eða það sem Sigfús vill heldur orða upp á útlenzku og nefna „metafysiskan nihilisma". Þessari kenningu hafn- ar Sigfús í ýmsum atriðum og virðist mér hann færa góð rök fyr- ir þeirri afstöðu. Bæði í kvæðum Steins og við- tölimum, sem áður er getið, kemur fram hin mikla orðheppni Steins og fyndni. Hann var eins og Tómas Guðmundsson meistari í paradox- um eða þversögnum. Það má lesa ýmislegt út úr þvi sem haft er efdr honum: „Að mínu áliti er aiiur skáldskapur vitleysa nema helst ef hann er lesinn aftur á bak.“ Áöldurhúsum í bókinni er töluvert af myndum sem ekki hafa áður birzt opinber- lega. Ekki fer það framþjá neinum aö furðu margar myndanna era teknar á öldurhúsum hingað og þangað. Þetta era skemmtilegar myndir og veita manni vissa hug- mynd um það hverjir hafa verið helztu sálufélagar skáldsins. Þótt í þessari bók sé mörgu merkilegu komiö á framfæri þykist ég þó vita aö manninum og skáld- inu séu ekki gerð þama full skil. Ég hef ástæðu til aö ætla aö þama megi ýmsu bæta við með frekari rannsóknum á ævi þessa merkilega skálds. En það veröur ekki allt sagt á 150 bls. Frágangur bókarinnar er vand- aður. Hún fer vel í hendi. Prentvill- um tók ég ekki eftir. Ég ætla að þetta sé með athyglis- verðari bókum sem út hafa komiö á þessari vertíð. P.L. „Að förtíð skal hyggja“ „Hér á Islandi er að mínu mati er- fitt og stundum nær ógerlegt að skilja á milli staðhátta og sögu. Það á jafnt við um sögulega atburði, sem vitað er að hafa gerzt, og magn- þrangnar lýsingar íslendingasagna á viöburðum sem tengdir era ákveðnum stöðum.“ Þannig kemst Magnús Magnús- son, sá víðkunni fróðleiksjöfur, að orði á einum stað í bók sinni Landið, sagan og sögumar, sem er nýkomin út á forlagi Vöku-Helga- felis. Undirtitill er „Fyrstu aldir íslandssögunnar í nýju ljósi". Þetta er stórfalleg bók og skrifuö af mikilh íþrótt, eins og vænta má þegar haft er í huga hver ritað hef- ur. Magnús getur þess að ekki hafi verið venja að blanda saman í bók- um um sögu íslands sögulegum staðreyndum og atburðum íslend- ingasagna. Hann minnist á að í íslendingasögu Jóns Jóhannesson- ar frá 1956 sé varla minnzt á íslendingasögumar eða þá atburði sem þær greina frá. Á sögusvrði Þetta held ég að sé ekki alveg rétt. Það var löngum siður að taka fomritin bókstaflega og fella efni þeirra að sögunni eða öfugt. Við skulum taka sem dæmi þá íslands- sögu sem við höfum flest lært sem komin era um og yfir miðjan ald- ur. Það er íslandssaga Jónasar frá Hriflu. Þar era þjóðarsagan og ís- lendingasögumar felldar í heild. Sem svipað dæmi má nefna bók Kálunds um íslenzka sögustaði. Þar era sögúmar tengdar landlýs- -ingu þannig að ekki verður að skiliö. Svipaðan hátt hefur dr. Har- aldur Matthíasson í bók sinni Landið og Landnáma. Það má e.t.v. segja að hér sé ekki í síðari tilfell- unum tveim um að ræða alveg sambærilega hluti en hugsunin er sú sama. Þar er tengt saman landið, sagan og sögurnar þannig að óijúf- anlegt verður. En í huga okkar flestra er því svo farið að íslendingasögumar era svo nátengdar landinu að þær tala beinlínis til okkar þegar við eram stödd á sögusviði þeirra. Og nú er svo komið að veralegur hluti þjóð- arinnar lítur eins á snilldarverk Halldórs Laxness, íslandsklukk- una og Gerplu, að þar sé skáldskap- urinn orðinn sú staðreynd sem við hljótum að viðurkenna. Lotning fyrir Þingvöllum Sjónarmið Magnúsar gerir þessa bók því miklu læsiiegri en vera mundi ef hitt sjónarmiðið yrði látið ráða. Sagan yrði ærið dauflegri ef menn þurrkuðu út allt sagnaefnið sem ekki verður sannað með gild- um rökum. Jafnvel Ingólfur Amarson væri ekki óhultur! Mér þykir höfundur taka nokkuð mikið upp 1 sig þegar hann hefur þessa fyrirsögn: Þingvellir - vett- vangur stórtíðinda, fæðingarstað- Magnús Magnússon Bókmenntir Páll Líndal ur þjóðar. Til áréttingar segir hann síðar að Þingvellir séu langmerk- asti sögustaður á íslandi öllu. Nú skal ég sízt af öllu draga úr þeirri lotningu sem við hljótum aö bera fyrir Þingvöllum en það þykir mér ofmælt að telja Þingvelli fæð- ingarstað íslenzku þjóðarinnar. III. kafli íslendingabókar Ara fróða ber með sér að íslenzk þjóð var orðin veruieiki áður en Þingvellir kom- ust á blað ef svo má segja. Þeir era hins vegar fæðingarstaöur íslenzka ríkisins eða þjóðveldisins. Og því meira sem ég hef velt fyrir mér sögu ReyKjavíkur og þá í víðtækri merkingu þá þykir mér Reykjavík sízt minni sögustaður en Þingvell- ir. Það var t.d. á Þingnesi við Elliðavatn í Reykjavík sem lögö vora drögin að stofnun Alþingis á Þingvöllum. Mikill fengur fyrir íslenska lesendur í bókarheitinu er gefiö til kynna aö þar sé fjallað um fyrstu aldir íslandssögu og mætti því ætla að frásögnin væri einskorðuð við þann þátt sögunnar. En það gefur einmitt bókinni líf og lit að forsag- an er tengd síöari tímum. Þar er t.d. rætt um Brynjólf biskup Sveinsson, þann merka unnanda fomfræða, og hans heimilisböl („mala domestica" eins og hann komst sjálfur að orði). Þar segir frá merkisbóndanum Ásgeiri Einars- syni á Þingeyrum, sem lét á öndverðri síðustu öld reisa þá kirkju sem ýmsum þykir einna feg- urst hér á landi. Og meira að segja Hitaveita ReyKjavíkur er nefnd til sögunnar. Þetta veitir bókinni líf- rænan svip og er til mikils fróðleiks fyrir lesendur á okkar tíð. Þótt hér hafi verið haft uppi dálít- ið nagg um einstök atriöi get ég ekki annað sagt cn að þetta rit Magnúsar sé mikill fengur fyrir íslenzka lesendur og kemur mér þá fyrst í hug yngri kynslóðin. Til fyrirmyndar Þótt bókin virðist fyrst og fremst rituð fyrir útlendinga dregur það sízt úr gildi hennar fyrir okkur. Hef ég þá í huga hversu almennri undirstöðuþekkingu um sögu ís- lands og fomritin virðist hafa hrakað hér á seinni árum. Um hina íslenzku gerð bókarinnar hafa fjallað þjóðkunnir lærdóms- menn, enda mál og stíll með miklum ágætum. Hér í upphafi haföi ég orð á þvi að um stórfallega bók væri að ræða. Þá á ég ekki sízt viö mynd- efrii sem er mjög fjölbreytilegt og skemmtilega valið. Þar er fléttað saman fornum myndum og nýjum. Sumar myndimar þekkir maður frá fomu fari en fleiri era þær sem maður sér nú í fyrsta skipti. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, ritar formála. Þar segir hún meðal annars: „Því hvað er það að vera íslendingur? Ég hygg, að Magnús Magnússon sé meðal þeirra nútímamanna, sem einatt svarar því, svo að til fyrirmyndar er.“ Þetta er ekki oftnælt. Þessi bók sannar það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.