Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1987, Qupperneq 30
54 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1987. Jólasveinamir á háaloftinu Hverju í ósköpunum hafa jólasveinarnir nú fundið upp á? Jú, þeir eru komnir upp á háaloft og hafa dregið fram allt gamla dótið. Það nota þeir í leik sem þeir hafa fundið upp og nú gengur ekki svo lítið á. Ef ykkur langar til að vera með í leiknum þá skuluð þið finna nokkrar spilatölur og tening. Þið kastið teningnum til skiptis og færið tölurnar eftir reitunum og ekki lengra í einu en teninurinn segir til um. Alltaf þegar þig Iendið á hring skuluð þið skoða skýringarnar til að sjá hvað verður nú um töluna ykkar. Þið byijið við stjörnuna og sá sigrar sem kemur fyrst að járnbrautalestinni. Góða skemmtun! 1. Þú ert á svo mikilli ferð að þú hendist enn um fimm reiti áfram. 2. Það borgar sig ekki að vera með óþarfa forvitni. Þú verður að bíða eina umferð. 3. Þú sérð að dagurinn er að líða og flýtir þér áfram um þrjá reiti. 4. Þú verður að sitja hjá eina umferð meðan þú trekkir upp músina. 5. Músin launar fyrir sig og þú mátt færa þig fram um fimm reiti. 6. Þú lætur undan freistingunni og færð þér lúr í hengirúminu og situr hjá í tvær um- ferðir. 7. Þú ert hræddur við býfluguna og flýtir þér fram um fimm reiti til að forðast hana. 8. Dordingullinn er góður í sér og hjálpar þér áfram um þrjá reiti. 9. Þig langar mikið í ostinn og færir þig aftur um tvo reiti til að geta náð í meira. 10. Þú getur ekki gleymt ostinum og færir þig enn aftur um þrjá reiti til að ná í meira. 11. Það er hátt niður. Þú verður að bíða eina umferð meðan þú safnar kjarki til að stökkva. 12. Loksins þorðir þú að stökkva og þú færist fram um fimm reiti. 13. Þú ert snjall og rennir þér niður á bandi. Þú færist fram um fimm reiti. 14. Þú færir þig aftur um einn reit til að geta spjallað við jólaorminn. 15. Þú mátt alls ekki sofa hérna og þú getur ekki haldið áfram nema þú fáir einn eða tvo á teningnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.