Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Síða 40
3
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988.
Einn kunnasti stjórnmálamaöur
Dana, Anker Jörgensen, kom í
stutta heimsókn hingað til landsins
í vikunni til aö halda fyrirlestur á
þingi norrænna bankamanna á
Hótel Sögu. Hann flaug aftur utan
í gærmorgun, en blaðamaður DV
náði að spjalla við hann smástund
milli ráðstefnuloka og kvöldverðar.
Anker var um árabil forsætisráð-
herra Dana og í fylkingarbrjósti
danskra jafnaðarmanna. Sem slík-
ur stýrði hann þeim gegnum marg-
ar umdeildar ákvarðanir, bæði á
sviði innanríkismála, en danska
velferðarkerfið er heimsfrægt þrátt
fyrir ýmsar gloppur, og eins á sviði
utanríkismála þar sem inngangan
í Efnahagsbandalagið kom miklu
róti á hugi hínna oftast svo rólegu
Dana. Það var deilt um málið af
hita á þjóðernislegum forsendum
og andrúmsloftið ekki ósvipað því
sem var á íslandi þegar átökin um
Nato og varnarliðið stóðu sem
hæst. Ákvörðunin um inngöngu
Dana í EB var endanlega tekin í
þjóðaratkvæðagreiðslu 1. janúar
1973 þar sem tveir þriðju hlutar
dönsku þjóðarinnar reyndust fylgj-
andi henni.
Að baki flestra mála liggja
efnahagslegar staðreyndir
„Þetta voru einkennilegar dag-
ar,“ segir Anker og hristir sig,
næstum eins og um hann fari hroll-
ur (nema mér hafi missýnst - hann
studdi inngöngu í EB), „en nú eru
90% Dapa fylgjandi aðild. Þar með
er ekki sagt að allir séu yflr sig
ánægðir með EB en við erum í
bandalaginu og þvi verður varla
breytt.“
„Hefurðu trú á því að við íslend-
ingar getum haldið áfram að standa
utan dyra?
Anker hristir höfuðið: „Undir öll-
urn kringumstæðum neyðast ís-
lendingar til að gera sérsamninga
Anker Jörgensen: í Norðurlandaráði er keyrt í fyrsta gir, i EB yfir hámarkshraða,
DV-mynd Hanna
lengst en það var gott og viturlegt
að skila þeim aftur.“ Svo bætir
hann því við að fyrir fáum árum
hafi hann átt þrjár ógleymanlegar
klukkustundir á Árnastofnun við
Suðurgötu þar sem hann fékk fyrir
velvild handritafræðinga að skoða
spennandi kafla úr þeim fomhelgu
skræðum sem þar er svo vandlega
gætt.
Jeg kommertil Island
med eller uden ol
En finnst honum ekki að það
verði enn þá notalegra að heim-
sækja ísland eftir að bjórinn hefur
verið leyfður næsta vor.
Anker hristir höfuðið, segist ekki
reykja og lítiö drekka: „Jeg kom-
mer til Island med eller uden 0l.“
í Danmörku grípur um sig skelf-
ing ef verðbólgan fer upp fyrir 3%
á ári. Hvernig líst reyndum stjórn-
málamanni þaöan á efnahags-
ástandið hér? Finnst honum útlitiö
svart?
Já, því getur hann ekki neitað,
en Danir eigi líka við törvelda efna-
hagsörðugleika að glíma. Þannig
slagi erlendar skuldir þeirra hátt
upp í okkar.
„Vandamálin eru mikil, bæði hjá
okkur og hjá ykkur. Erlendu skuld-
irnar okkar vaxa hraðar en nokkru
sinni fyrr og þið sleppið við at-
vinnuleysið sem viö þurfum aö
kljást við.“
Hann er tregur til að tjá sig um
íslensk innanríkismál. Segir þó að
kvennalistinn minni sig á SF-flokk-
inn (hann er vinstra megin við jafn-
aðarmenn og hefur oft verið Anker
óþægur ljár í þúfu) sem nú eigi
ekki lengur fylgisaukningu aö
fagna. Eitthvað á grænu línupni,
skorti kannski betri heildarsýn og
þyrfti að taka ákveðnari afstöðu í
efnahagsmálum.
Um það hvort mikill munur sé á
íslenskum og dönskum jafnaðar-
Niðurfærsla gæti bitnað harðast á þeim lægst launuðu
Þeir betur settu finna alltaf
leiðir fram hjá reglunum
- segir danski jafnaðarmaðurinn Anker Jörgensen
af einhveiju tagi við EB og þá í
samfloti með norrænum grannríkj-
um. Norðurlándaþjóðirnar' geta
ekki unað sælar við sitt úti í horni.
Þær eiga ekki annars úrkosti en
hafa samvinnu við EB.“
„Eru það beinharðar efnahags-
legar staðreyndir sem liggja þar að
baki?“
Hinn sjóaði stjórnmálamaður
baðar út höndunum eins og í undr-
un yfir því hvað venjulegu fólki
hættir til að gylla fyrir sér tilver-
una: „Já, en þannig er því háttað í
langflestum málum, ekki satt?“
Líka pappírsflóð í litla
alþinginu ykkar
Síðan Anker Jörgensen lét af for-
ystu í jafnaðarmanna- (eða krata-)
flokknum danska, þar sem Svend
Auken gegnir nú formennsku,
skiptir hann tíma sínum milli
stjómunarstarfa í Norðurlanda-
ráði og þingsetu hjá Efnahags-
bandalagi Evrópu. Finnst honum
þetta ekki ólíkar stofnanir? Er
Norðurlandaráö nokkuð annað 'en
endalaust málþóf þar sem sívax-
andi skjalahaugar eru eini sýnilegi
afraksturinn?
Anker segir að pappírsflóðið sé
alls staðar of mikið, „líka í litla al-
þinginu ykkar.“ Það sé auðvitað
munur á Norðurlandaráði og EB,
en þessar tvær stofnanir fari þó
svipaðar leiðir. (Hann sagöi: „De
korer pá paralelle linier," og ég
held hann hafi átt við aö í báðum
ríkti þingræði). Stóri munurinn
væri sá að hjá Norðurlandaráði
væri ekið í fyrsta gír en hjá EB
langt yfir æskilegum hámarks-
hraöa. „Viö verðum að standa
öflugan vörð um þær félagslegu
úrbætur sem við höfum getaö kom-
ið á í Danmörku. Engar ákvaröanir
EB mega draga úr þeim. Á móti
kemur að við viljum gjarnan taka
þátt í að lyfta þeim sem búa viö
verst kjör í öðmm EB-löndum. Þeg-
ar til lengdar lætur getum við ekki
haldiö okkar góðu lífskjörum í
Danmörku nema þeir sem eru á
„botninum“ annars staðar í Evr-
ópu fái nokkra úrlausn sinna
mála.“
Ekkert gervilandslag
á íslandi
Á sínum langa starfsferli hefur
Anker oft áður komið til íslands,
nú síðast fyrir hálfum mánuði. Þá
fór hann í Veiðivötn með stöngina
sína og fannst það stórkostlegt. Það
sem heillar hann mest hér á landi
er landslagið, náttúran. „Svo heið-
arleg, engar gerviskreytingar,“
segir hann. „Engin tilbúin vötn né
sérhannaðir lystigaröar, gerðir af
manna höndum." Hann hefur kom-
ið tvisvar til Akureyrar og heim-
sótt Húsavík, Vestmannaeyjar með
nýrunnu hrauni, og í góða veðrinu
á miðvikudaginn var komst hann
í annað sinn til Þingvalla. „Þar er
ein af vöggum lýðræðisins í Evr-
ópu,“ segir hann og lætur í Ijósi
forvitni um hvernig elstu lögin
okkar hafi eiginlega verið.
En þegar ég segi aö einhver þyrfti
að gefa honum Grágás í þýðingu
Vilhjálms Finsen fórnar hann
höndum. „Nei, nei, það máttu alls
ekki setja í blaðið,“ hrópar hann,
og það rifjast upp fyrir mér hvað
stjórnmálamenn erlendis eru oft
hræddir við ásakanir um að þeir
séu að kría sér út fríðindi. Það varð
allt vitlaust í Danmörku fyrir
nokkrum árum þegar upp komst
að hátt settur flokksmaður hans,
Ritt Bjerregaard, hafði búið í vel-
lystingum á einu dýrasta’ hóteli
Parísar á kostnað ríkisins.
Engar gjáfir. í hæsta lagi vill
hann senda Gylfa Þ. Gíslasyni og
konu hans kveðju, „gegnum blað-
ið“. Þau eru gamlir vinir sem hon-
um þykir fjarska vænt um.
Hann segir að unga kynslóðin í
Danmörku muni alls ekki lengur
eftir því þegar íslendingar slitu
sambandi við Dani, en bækur Lax-
ness og íslendingasögurnar. séu
mikils metnar og þyki dýrmætar
hjá Dönum. „Þess vegna reyndum
við að halda handritunum sem
mönnum segir hann aðeins: „Það
er ekki orð á gerandi en vera kann
að Hannibalsson hafi svolítið önn-
ur sjónarmið í varnarmálum held-
ur en ég.“
Þegár hann er spurður hvernig
honum lítist á niðurfærsluleiðina,
segir hann aðeins: „Að einu verður
aö hyggja - hættan er sú að niður-
færsla bitni harðast á þeim lægst
launuðu. Þeir betur settu finna allt-
af leiðir fram hjá reglunum."
Að lokum sígilda spurningin:
„Datt þér í hug þegar þú varst sex
ára að þú ættir eftir að gegna þeim
miklu ábyrgðarstörfum sem raun
hefur borið vitni?“
Anker hikar: „Ekki á þeim aldri,
og ég veit ekki hvort ég hugsaði
nokkurn tíma beinlínis þannig. En
ég var mjög ungur þegar hugsjónir
verklýðshreyfingarinhar lögðu
undir sig hjarta mitt. Það hefur
alltaf verið mín djúpa sannfæring
að innan hennar ætti ég að starfa
alla mína ævi.
Og þaö hef ég gert!" -ihh