Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Síða 41
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988. 57 Nýjnng fyrir bílskúrsrokkara og aðra: Gítamámskeið með hljóm- sveit og stúdíóviimu Friðiik Karlsson og Bjöm Thoroddsen með eigin rafmagnsgítarskóla „Hugmyndin fæddist í sumar. Það er gífurleg ásókn í rafmagns- gítarkennslu. Tónlistarskóli FÍH getur einungis tekið inn ákveðinn fjölda af nemendum sem eru kannski einn fiórði af þeim sem sækja um,“ sagði Björn Thorodds- en gítarleikari en hann og Friðrik Karlsson, gítarleikari Mezzoforte, eru að fara í gang með allnýstár- lega og nútímalega kennslu á raf- magnsgítar í húsnæði tónlistar- skóla FÍH. „Það var skólastjóri tón- listarskólans sem kom með þá hug- mynd að við yrðum með námskeið. Við slógum til og settum á stofn okkar eigin skóla sem verður til húsa á sama stað. Námskeiðin verða með alveg nýju sniði hér á landi en Friðrik var að koma af slíku námskeiði í Bandaríkjunum þar sem hann kynnti sér kennslu- hætti,“ sagði Bjöm enn fremur. Bara með gítarinn Ekkert aldurstakmark verður í skólann og eru einu skilyrðin að nemandinn sé með eigiö hljóðfæri. „Nemandinn verður að geta æft sig heima,“ útskýrði Björn og bætti við að við íslendingar værum heppnir þar sem hljóðfæri og þá sérstaklega rafmagnsgítarar væru mun ódýr- ari hér á landi en erlendis. „Það er hægt að fá ágætisrafmagnsgítar fyrir byijendur fyrir minna en tíu þúsund krónur," sagði hann. Nám- skeiðin verða í þijá mánuði í senn og lögð verður áhersla á að kenna nemendum að leika rokk og popp. „Við munum á okkar námskeiði líkja eftir þeim námskeiðum sem ganga í Bandaríkjunum. Þarna fá strákar og stelpur tækifæri til að spila með rythmasveit sem verður skipuð einhveijum bestu hljóð- færaleikurum landsins." Meðal hljóðfæraleikara í henni er Jóhann Ásmundsson, annar Mezzoforte-maður. Við höldum að þaö verði áhugaverðara fyrir nem- endurna að þeir geti verið virkir með alvöruhljómsveit. Við munum . skipta í flokka eftir getu og verða sex nemendur í hveijum hópi. Ég veit að okkur hefði þótt gaman á sínum tíma að fá að spila með þungavigtarmönnunum en við höfðum ekki um annað að velja en klassískt gítarnám.“ Látið reyna á áhugann Þeir félagar, sem sjálfir eru með bestu rafmagnsgítarleikurum landsins, eru vongóðir um að bíl- skúrshljómsveitastrákar og aðrir ungir áhugamenn um rafmagns- gítarleik fái þarna tækifæri sem ekki hefur áður þekkst hér á landi. „Þessir strákar hafa átt um það að velja að fara í nám í tónlistarskóla FÍH sem er mjög mikið nám, tíu tímar á viku. í raun er það háskóli en í þessum námskeiðum geta þeir komið til að spila án þess að læra tónfræði og teóríur. Námskeiðið verður sambland af tómstunda- skóla og alvörunámi. Eftir þriggja mánaða námskeið ættu nemend- urnir að vita hvort raunverulegur áhugi er fyrir hendi til að halda áfram á námskeiðum, fara í lengra tónlistamám eða snúa sér að ein- hveiju öðru. Sá sem kæmi byijandi inn núna á að kunna töluvert fyrir sér eftir þijá mánuði," sagði Frið- rik. Gítarskóli popparanna hefur göngu sína 5. september og ætla þeir félagar að sitja við síma síðari hluta dags alla næstu viku og skrá nemendur. „Slík námskeið í Bandaríkjunum em mjög vinsæl. Sem dæmi má nefna að skólinn, sem ég var á, var með hundrað og fimmtíu nemendur fyrir þremur árum er hann byijaði en nú eru þeir fimmtán hundruð," sagði Frið- rik. Fyrir alla ’ ■ Mjög líklegt má telja aö ungir strákar með hljómsveitardrauma eigi eftir að notfæra sér þessi nám- skeið en þeir Björn og Friðrik vildu leggja á það áherslu að námskeiðin væru ekki síður fyrir stelpur og eldra fólk. „Við viljum t.d. gjaman sjá gamla hippa sem einhvern tíma hafa fiktað við gítarinn og hætt síð- an,“ sagði Friðrik. „Við ætlum að skipta námskeiðunum niður í rokk 1, rokk 2, rokk 3 og svo framvegis þannig að menn geta haldiö áfram upp eftir því sem þeir læra meira. Síðan verðum við með jazz fyrir þá sem vilja.“ Þeir Bjöm og Friörik kenna báðir í tónlistarskóla FÍH en bæta við sig námskeiðunum núna. Auk þess rekur Friðrik eigið stúdíó ásamt öðrum meðlimum Mezzoforte. Þar eru unnar allmargar plötur ann- arra hljómsveita, en Mezzoforte er einnig að vinna að eigin plötu sem kemur út í janúar á næsta ári. „Hún verður allfrábrugðin fyrri plötum hljómsveitarinnar," sagði Friðrik en sagðist ekki á þessu stigi geta skýrt nánar frá efni hennar. Hljómsveitin Mezzoforte mun taka til starfa aftur með tilkomu plöt- unnar. Björn Thoroddsen er einnig að vinna að plötu, jazzplötu, með dönskum jazzistum. Sú plata kem- ur út eftir rúman mánuð samtímis á íslandi og í Danmörku. Auk þess spilar hann á jazzkvöldunum sem haldin eru í hverri viku og hafa sinn trygga aðdáendahóp. Stúdíóupptaka í lokin Þeir Björn og Friðrik hafa aldrei spilað saman í hljómsveitum en eru góðir vinir. Báðir eru þeir með háskólapróf í gítarleik. Björn lauk sínu námi i Bandaríkjunum en Friðrik lauk námi hérlendis auk þess sem hann hefur farið á all- mörg námskeið erlendis. „Við ák- váðum að nýta krafta okkar á með- an við erum ungir og ekki enn þá útbrunnir," sögðu þeir og hlógu. „Rúsínan í pylsuendanum verður síðan í lok hvers námskeiðs en þá forum við með nemendurna í stúdíó og tökum upp leik þeirra. Þeir geta síðan lallað heim til mömmu og pabba með upptökuna og leyft þeim að heyra árangurinn. Slíkt er algjör nýjung hér á landi.“ Þessi nýi skóli þeirra Friðriks og Björns tekur sextíu nemendur. Búast má við að einhver hlutiþess- ara nemenda séu efnilegir raf- magnsgítarleikarar. „Það má reikna með að út úr þessum nám- skeiðum komi nokkrir góðir at- vinnuleikarar. Við munum vissu- lega komast að því og gefa ráð. Enn fremur getum við gefið krökkunum ráöleggingar varðandi hljómsveit- arleik," sögðu þeir félagar, bjart- sýnir á að námskeiöin eigi eftir að höfða til sem flestra sem áhuga hafa á rafmagnsgítarleik. -ELA „Við hefðum sjálfir kosið að geta farið á slíkt nám- skeið þegar við vorum að byrja en þá þurftum við að fara í kiassiskt gitarnám," segja tveir af fremstu gítar- leikurum landsins, Friðrik Karlsson og Björn Thor- oddsen, sem nú hafa sett upp ailsérstök námskeið á rafmagnsgítar i tónlistar- skóla FÍH. Hér er brugðið á leik með kontrabassa. DV-mynd Kristján Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.