Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Blaðsíða 47
LAUGARÐAGUR 27. ÁGÚST 1988. 63" LífsstOI Ferðamennirnir spilla ekki stóískri ró gömlu mannanna sem eyöa deginum á kaffihúsi með talnabandið milli fingranna. breiðu strandanna og myndrænna kirkna og vindmylla. Hér eru veitingastaðimir betri og fjölbreyttari en annars staðar. Tungumálakunnátta eyjaskeggja er mun meiri og ferðir til og frá Aþenu' mun tíðari. A Míkonos er verölagið líka mun hærra en á nágrannaeyjun- um og mun erfiðara að forðast ys og þys mannlífsins. Matur og drykkur Vel á minnst, maturinn er fjöl- breyttari á Míkonos. Það verður að segjast eins og er að matur á eyjun- um slær seint í gegn í heimsfrægum eldhúsum. Margir eiga í erfiðleikum með að venjast hinni miklu ólífuolíu sem er ríkjandi í matargerð eyjabúa. Kjötmeti, aðallega svínakjöt, er steikt í miklu af olíu og borið fram með grísku salati. Salatið, sem gert er úr tómötum, gúrkum, lauk og ólífum með fetaosti, verður dálítið þreytandi til lengdar. Alger óþarfi að örvænta, heimsins besta souvlaki fæst á Paros og hvít- lauksaðdáendur þreytast seint á tsat- siki. Kartöflumar eru alltaf steiktar en góðar þvi óhfuohan er alltaf fyrsta flokks. Fiskurinn er öðravísi en viö eigum að venjast en er alltaf ferskur. Stórir humarhalar era gómsætir og um að gera að haga sér eins og heimsmaður þegar kokkurinn kemur sigri hrós- andi með innvolsið hrært saman viö majónes. Hráar skeljar með sítrónu eru fáfengið lostæti en grihaðir smá- bitar af smokkfisksörmum eru næst- um vanabindandi. Grisk vín þykja ekki stórkostleg en venjast þegar ekki er annað að fá. Borðvínið er retzina, fremur hrátt og lítt spennandi. Víninu ouzo geta ekki alhr vanist, hinn sérstæði lakkrískeimur fellur ekki aö smekk allra. Máltíðinni lýkur svo með litl- um bolla af góðu, sterku kaffi og staupi af metaxa, nokkurs konar koníaki Grikkjanna. Veitingastaðirnir eru yfirleitt fá- brotnir nema á helstu túristaeyjun- um. Enginn má samt missa af því að setjast að málsverði á ósvikinni ta- vema sem eru úti um allt. Það er undir hælinn lagt hvort borðbúnaö- urinn er samstæður en hann er yfir- leitt hreinn. Stólarnir eru venjulega tréstólar með ofinni setu og oftar en ekki eru fæturnir mislangir. Vín og baunir Ef heppnin er með er möguleiki að lenda í miðri vínuppskeruhátíð, sem er einstök upplifun. Ailir sem vettl- ingi geta valdið taka þátt og smakka hið nýja vín. Hver og einn fær drykkjarkönnu sem aldrei tæmist. Maturinn, sem boðið er upp á, er litl- ir djúpsteiktir fiskar á stærð við hornsíli og soðnar baunir. Fyrir 'ýf M »• * 1 Mn K jS "y ÍSL j HrgBt 3.1 Á Paros er mikið úrval af handunnum listmunum til sölu. Hof Apollons á Naxos sem aldrei var fullklárað. suma maga er þessi blanda af nýju vini og baunum hrein ofraun. Gleðin nær svo hámarki þegar eyjaskeggjar dansa og syngja í gleði sinni undir bozookitónlist. Santoríni er sérstæð að lögun Landslag eyjanna er mjög misjafnt en yfirleitt eru þær hijóstrugar. Sér- kennilegust í úthti er eyjan Santor- íni. Fyrir 3.500 árum var eyjan hring- laga en eftir mikið sprengigos hvarf miðjan og mikið af útlínunum. Eftir stendur hálfhringur sem er þver- hníptur öðrum megin í sjó fram. Lending er við klettana og ferða- menn hafa um tiio kosti að velja til uppgöngu. Hvorugur er fýsilegur en um aðra leið er ekki að velja. Annar er að feta einstigi með 587 þrepum upp á baki asna. Hinn kosturinn er kláfur sem rennur beint upp þver- hnípið og vissara fyrir lofthrædda að hta ekki til baka. Þegar upp er komiö er útsýnið yfir nærhggjandi eyjar stórkostlegt. Bát- arnir vagga á öldunum og hafið merl- ar í sólskininu. Veitingastaðirnir slúta fram af klettunum og verslanir bjóða ferðamönnum fallega listmuni. Santoríni er vinsæl ferðamannaeyja og skemmtiferðaskipin, sem sigla um Miðjarðarhafið, hafa oft viðkomu á eynni. Þess vegna ber hún keim af ferðamannaiðnaðinum og ágangur fólks, sem er að selja eitthvað, er mikill. Hreinar strendur og mikil saga Hinar eyjarnar í hringnum eru minna þekktar en vel þess virði að dvelja þar, sérstaklega ef maður kýs einfalt líf og að komast nær heimi þeirra sem byggja þær. Paros býður upp á heillandi strend- ur, bæði fyrir hálfnakta og allsnakta. Stærsti bærinn er hreinn og vinaleg- ur og þeir sem eru hrifnir af hand- unninni leðurvöru hafa úr miklu úrvali að moða. Á Tínos er fræg kirkja sem heittrú- aðir heimsækja og færa gjafir. Niður úr loftinu hanga þúsundir skraut- muna en mest ber á trélíkneski, skreyttu gulli og gimsteinum. Naxos er fræg fyrir marmaranám- umar sem gefið hafa efnið í mörg fræg listaverk. Við hafnarmynnið í samnefndum bæ tróna háar mar- marasúlur á hæstu hæðinni. í upp- hafi átti þetta að verða hof tileinkað Apolon en það var aldrei fullkláraö. Á súlunum, sem áttu að mynda inn- ganginn, sést þvílíkt stórvirki var hér í undirbúningi. Hvort sem leitað er að lífi og fiöri eða einfaldleika bjóða eyjarnar upp á aht. Ferjumar eru eins og strætis- vagnar á milli eyjanna. Ef manni leiðist þá hoppar maður bara yfir á næstu eyju og uppgötvar eitthvað nýtt. Því eyjarnar í Kíklades-klasan- um eru hver annarri fallegri, skemmtilegri og meira heillandi. -JJ FILMU Framköllun iiniiirp LJÓSMYNDAÞJONUSTAN HF I angavpgi 178 - Reykjavík • Sími 685811 .......
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.