Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1988, Síða 58
74
Andlát
Vera Siemsen, Laugateigi 3, lést á
hjúkrunardeild Hrafnistu, Reykja-
vík, að kvöldi 21. ágúst.
Erla D. Magnúsdóttir, Hraunbraut
22, Kópavogi, andaðist í Landspítal-.
S; anum 25. ágúst.
Marinó Jóhann Jóhannsson, Karls-
braut 1, Dalvík, lést á heimili sínu
21. ágúst.
Sýningar
Málverkasýning í blóma-
verslun Michelsens
| í dag opnaði Kristmundur Þ. Gislason
, myndlistarmaöur sýningu á 5 verkum í
, blómaverslun Michelsens, Lóuhólum 2,
Breiðholti. Sýningin stendur i tvær vik-
V ur.
Sýning Sóleyjar í
'v'! Gerðubergi framlengd
Sýning Sóleyjar Ragnarsdóttur í Gerðu-
bergi, Breiðholti, hefur verið framlengd
og mun hún standa til 10. september nk.
Sóley útskrifaðist frá kennaradeild
Myndhsta- og handíðaskóla íslands vorið
1986. Myndir hennar eru cohage- og ein-
þrykksverk, unnar með blandaðri tækni,
þrjátíu og flórar aö tölu, en helmingur
þeirra hefur þegar selst. Sýningin veröur
opin á opnunartíma Geröubergs mánu-
daga til fimmtudaga, kl. -9-21, fóstudaga
kl. 9-19 og um helgar kl. 15-19.
Hjónaband
I dag verða gefin saman af séra Guð-
mundi Þorsteinssyni, í Árbæjarkirkju,
Guðný Inga Þórisdóttir og Björgvin
">; Gylfason. Heimili þeirra er að Asparfelli
10, Reykjavík.
Messur
Guðsþjónustur í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi sunnudag 28. ágúst 1988.
Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11
árdegis. Organleikari Jón Mýrdal.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Organisti Jónas Þórir. Sr. Gísli
Jónasson.
Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11.
Organisti Guðni Þ. Guðmundsson.
Einsöngur Guðrún Jónsdóttir. Prest-
ur sr. Ólafur Jens Sigurðsson. Sókn-
arnefndin.
Dómkirkjan: Messa kl. 11. Dómkór-
inn syngur. Organisti Marteinn Hun-
ger Friðriksson. Sr. Lárus Halldórs-
son.
Viðeyjarkirkja: Messa kl. 14. Dóm-
kórinn syngur. Organisti Marteinn
H. Friðriksson. Sr. Lárus Halldórs-
son. Kl. 16.00 - orgelleikur. Marteinn
H. Friðriksson ieikur á nýja orgelið
í Viðeyjarkirkju í 30 mín.
Landakotsspítali: Messa kl. 13. Org-
anleikari Birgir Ás Guðmundsson.
Sr. Hjalti Guðmundsson.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl.
10. Sr. Árelíus Níelsson.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Guðný Margrét
Magnúsdóttir. Sr. Hreinn Hjartar-
son.
Fríkirkjan í Reykjavík: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organisti Kristín Jóns-
d,óttir. Sr. Cecil Haraldsson.
Grensáskirkja: Messa kl. 11. Organ-
isti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór
S. Gröndal.
Hallgrimskirkja: Messa kl. 11. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag:
Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr.
Ragnar Fialar Lárusson.
Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Tóm-
as Sveinsson. Kvöldbænir og fyrir-
bænir eru í kirkjunnni á miöviku-
dögum kl. 18.
Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11
árdegis. Sr. Árni Pálsson.
Langholtskirkja: Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Ólöf Ólafsdóttir. Org-
anisti Jón Stefánsson. Heitt á könn-
unni eftir athöfn. Sóknarnefndin.
Laugarnessókn: Laugardaginn 27.
ágúst: Messa í Hátúni lOb 9. hæð kl.
11. Guðsþjónusta í Áskirkju sunnu-
dag kl. 11. Sóknarprestur.
Neskirkja: Messa kl. 11. Orgel- og
kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Ólaf-
ur Jóhannsson. Miðvikudag: Fyrir-
bænamessa kl. 18.20. Sr. Ólafur Jó-
hannsson.
Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Guðni Gunnarsson skólaprestur
messar. Organisti Kjartan Sigurjóns-
son. Seljasókn.
Seltjarnarneskirkja: Messa ki. 11.
Organisti Sighvatur Jónasson. Sr.
Guðmundur Örn Ragnarsson.
SrLaugalæk 2,
simi 686511, 656400
HEFUR ÞÚ
SK0ÐAÐ 0KKAR
TILB0Ð
Vi svín, frágengið að þín-
um óskum 383 kr. kg
Nautahakk kr. 495,- en
aðeins 425 kr. í 10 kg
pakkningum. Kindahakk
451 kr. en aðeins 325 kr. í
10 kg pakkningum.
simi 686511, 656400
Tilkynningar
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á mofg-
un, sunnudag. Kl. 14: frjálst spil og tafl.
Kl. 20: dansað til kl. 23.30.
Varaforstjóri Alþjóðavinnu-
málaskrif-
stofunnar í Genf kemur til
landsins
Hinn 28. ágúst kemur varaforstjóri Al-
þjóðavinnumálskrifstofunnar í Genf,
Bertil Bolin, í heimsókn til íslands. Hann
dvelur hér á landi fram til 3. september.
Meðal þeirra sem hann hittir eru forseti
íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og félags-
málaráðherra, Jóhanna Siguröardóttir.
Auk þess á hann fundi með fulltrúum
Alþýðusambands íslands og Vinnuveit-
endasambands íslands. Einnig heimsæk-
ir hann lagadeild og félagsvísindadeild
Háskóla íslands. Alþjóðavinnumálaskrif-
stofan er ein þriggja fastastofnana Al-
þjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO).
Hinar eru Alþjóðavinnumálaþingið, sem
er allsheijarþing fulltrúa aöildarríkja
stofnunarinnar, og stjórnarnefnd ILO.
Alþjóðavinnumálastofnunin hóf starf-
semi árið 1919, eftir fyrri heimsstyijöld-
ina, sem hluti af Þjóðabandalaginu. Frá
árinu 1946 hefur hún verið ein af sér-
stofnunum Sameinuðu þjóöanna. ísland
hefur verið í hópi aðildarríkja ILO frá
árinu 1945.
Hjálpræðisherinn
Útisamkoma á Lækjartorgi kl. 16 í dag.
Kristniboðssamkoma verður í Hjálpræð-
ishernum kl. 20.30 í kvöld. Kapteinn
Myriam Óskarsdóttir syngur og talar og
brigaderarnir Ingibjörg og Óskar stjóma.
Fórn verður tekin til starfs Myriam í
Panama. Allir velkomnir.
LAUGÁRDAGUK 27. ÁG'OST'l988.
Fréttir
Fiskeldi á tímamótmn:
Ákvörðun um sölu á norskum seiðum frá islandslaxi til Lindalax hefur vakið miklar hræringar í fiskeldisheiminum.
Norsku laxaseiðin eru
að taka yfir markaðinn
- mikill órói vegna undanþágu til íslandslax og Lindalax
Akvöröun um sölu á norskum
seiðum frá íslandslaxi- til Lindalax
hefur vakiö miklar hræringar í fi-
skeldisheiminum enda um stóra
ákvörðun að ræða. „Þetta er tilfinn-
ingamál hjá forráðamönnum seiða-
eldisstöðva því í þessu felst að þeirra
fiskur, af íslenskum stofni, er nú
kominn í annan flokk,“ sagði for-
stöðumaður einnar seiðaeldisstöðv-
ar en flestar stöðvarnar eiga nú í
miklum vandræðum vegna erfið-
leika við sölu á seiðum.
Á sínum tíma fengu tvær strand-
eldisstöðvar að flytja inn hrogn frá
Noregi, íslandslax og ísnó í Keldu-
hverfi. Var þaö samkvæmt undan-
þágu frá landbúnaðarráðuneytinu.
Framleiðsla íslandslax á seiðum átti
bara að vera fyrir þeirra eigin stöð
og til útflutnings. Þar eð útflutnings-
markaðurinn á seiðum brást í ár sat
stöðin uppi með mikinn fjölda seiða.
Með annarri undanþágubjörgun frá
landbúnaðarráðuneytinu var fyrir-
tækinu gert kleift aö selja 200.000
seiði til Lindalax af 650.000 seiða
framleiðslu. Mun íslandslax ætla að
nota um 300.000 seiði. Mismuninn
verður annaðhvort að selja eða að
stöðin reynir að ala þau áfram.
Salan hefur ekki enn farið fram en
að sögn Sigurðar Friðrikssonar,
framkvæmdastjóra íslandslax, verð-
ur líklega gengið frá henni á næstu
tveim vikum. Um verð vildi Sigurður
ekkert segja en samkvæmt heimild-
um DV er ekki óeðlilegt að gera ráð
fyrir 70 kr. á seiði þannig að hér er
um 14 milljónir kr. að ræða.
Pólitísk fyrirgreiösla
Af viðtölum við menn í fiskeldi má
ráða að almenn óánægja ríkir með
þessa sölu. Segja menn aö hér sé um
hreinræktaða pólitíska fyrirgreiðslu
að ræða en íslandslax er aö stórum
hiuta tengt SÍS og Lindalax eiga
framsóknarmenn með Eirík Tómas-
son sem stjórnarformann. Þetta skili
sér síðan í undanþágurunu frá land-
búnaðarráðuneytinu.
Niðurstaðan sé að á meðan aðrir
seiðaeldismenn berjist í bökkum og
viö sumum blasi ekkert nema gjald-
þrot fái íslandslax undanþágu sem
tryggi sölu á vöru þaðan. Reyndar
vilja flestar matfiskstöðvar gjarna fá
að kaupa þessi seiði frá íslandslaxi
og hafa trú á þeim. En þó menn vilji
kaupa norsku seiðin af íslandslaxi
fær það enginn nema Lindalax.
Guðmundur Sigþórsson, skrif-
stofustjóri landbúnaðarráöuneytis-
ins, sagði aö auðvitað kæmi sér vel
fyrir íslandslax aö fá að selja seiðin
en það hefði verið Lindalax sem hefði
lagt inn beiðni um söluna. Guðmund-
ur sagðist ekki sjá neitt óeðlilegt við
söluna. Fisksjúkdómanefnd hefði
talið öllu óhætt og þarna væri um
sjúkdómalausan fisk að ræða sem
mönnum þætti fýsilegt að rækta.
Leyfi frá fisksjúkdómanefnd
umdeilt
Ákvörðun um að leyfa sölu á milli
stöðva var meðal arinars tekin að
fengnu samþykki frá fisksjúkdóma-
nefnd en menn eru ekki sáttir við
hvernig nefndin stóð að ákvörðun-
inni. Meðal annars virðist ekki hafa
verið haft samráð við neinn fisksjúk-
dómafræðing en innan stéttarinnar
eru menn ekki sammála um hvort
norski fiskurinn haíi verið nógu
lengi í sóttkví. Þá mun fisksjúk-
dómur hafa komið upp í einni þeirra
stöðva í Noregi sem seldu íslandslaxi
hrogn á sínum tíma og segja menn
að það eitt sé næg ástæða til að stöðva
frekari sölu frá fyrirtækinu um
skeið.
Að sögn Árna ísakssonar, forstöðu-
manns Veiðimálastofnunar sem sit-
ur í fisksjúkdómanefnd, breytir litlu
hvort þessi norski fiskur er í einni
strandeldisstöð eða tveim og ástæða
Fréttaljós
Sigurður M. Jónsson
þess að Lindalax fékk þennan fisk
hafi einfaldlega verið sú að engin
önnur strandeldisstöð hafi beðið um
hann.
í Veiðimálastofnun ríkir ágreining-
ur um framkvæmd málsins og sagði
einn viðmælenda í stofnhninni að
fáir vildu sjá þennan fisk flæða um
landið en mönnum þætti það þó sök
sér á meðan útbreiðsla hans væri
bundin við strandeldisstöðvar.
Gullgrafaraæði!
En af hverjuer þessi norski fiskur
svo eftirsóttur? „Staðreyndin er sú
að hann vex mjög hratt enda eru
Norðmenn 10 árum á undan okkur í
kynbótum í fiskeldi," sagði Sigurður
Friðriksson. Fiskur, sem hefði verið
að vaxa síðan í mars, væri orðinn
tveim mánuðum á undan samsvar-
andi íslenskum eldislaxi. Undir þetta
tók einn matfiskseldismaöur sem tók
meira að segja dýpra í árinni og sagði
að það væri í raun lífsspurssmál fyr-
ir íslenskt fiskeldi að leyfa sölu á
þessum fiski - og þá ekki hara til
pólitískra gæðinga.
Fiskeldisfræðingar vilja ekki allir
taka undir þetta og segja að hér séu
menn komnir með gullgrafaraæði og
engar marktækar rannsóknir renni
stoðum undir að norskur fiskur sé
betri en íslenskur hér við land. Þá
sagði einn fiskifræðingur að þeir hjá
íslandslaxi gerðu allt of mikið úr
ágæti fisksins og nefndi að forráða-
menn ísnós, sem eru meö sama fisk,
vildu ekki taka undir allar fullýrð-
ingar íslandslax-manna.
Eitt atriði, sem menn tína til, er
ótímabær kynþroski í norska laxin-
um. Er þá um það að ræða að 15 cm
seiði verða kynþroska en um leið því
sem næst óhæf sem markaðsvara.
Þá draga menn í efa aö fiskurinn sé
eins kynbættur og menn vilji vera
láta. Hér sé bara um norskt afbrigði
að ræða sem algerlega eigi eftir að
sanna ágæti sitt hér á landi.
Erfðablöndun eða ekki
Og þá eru það erfðamálin sem
ávallt hella olíu á eldinn. Margir, og
þá sérstaklega líffræðingar, telja að
rækta verði upp íslenskan stofn með
íslenskum eiginleikum. Með inn-
flutningi á þessum norsku seiðum
og útbreiðslu þeirra sé hætta á alvar-
legri erfðamengun sem skaði íslenskt
lífríki. Auk þess sé óvíst að nokkur
fjárhagslegur ávinningur sé af því til
langs tíma.
Aðrir segja að möguleikar á gróöa
í fiskeldi velti á því að unnt sé að
grípa til þessa norska fisks því Norð-
menn séu 10 árum á undan okkur í
fiskeldi og við náum þeim einfaldlega
ekki nema með því að taka þennan
fisk. „Norski stofninn gefur okkur
mun meiri vaxtarhraða á matfiski
og því er þessi stofn nauðsynlegur
fyrir okkur,“ sagði Svanur Guð-
mundsson hjá Snælaxi í Grundar-
firði og undir það taka aðrir mat-
fiskræktendur.
Tímamót fram undan
Eins og áður segir sjá margir
ákveðin tímamót í þessari sölu. Að
sögn Friðriks Sigurössonar, fram-
kvæmdastjóra Landssambands lax-
eldis- og hafbeitarstöðva, vonast
menn til að í haust verði farið að
selja hrogn frá þessum stöðvum enda
sé að koma kynslóð sem sé komin
af hrognum ræktuðum hér. Það er
sú viðmiðun sem menn nota oft í fisk-
eldi til að útrýma sjúkdómahættu
sem hlýst af því að flytja fisk á milli
landa. Ef þetta verður leyft þá er ljóst
að þessi fiskur verður allsráðandi því
að forráðamenn þeirra matfisk-
stööva, sem rætt var við, sögðust
umsvifalaust vilja þennan fisk. Þar
með telja sumir að dagar laxa af
hreinum íslenskum stofni séu taldir.