Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Page 2
2 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988. Fréttir Jólaumferð' in ekki jafnþung og áður Mikil umferð var í Reykjavík á laugardag enda verslanir opnar til tíu um kvöldið. AUs uröu 24 árekstrar og þar af þrjú slys. Þó var umferöin ekkert i líkingu við það sem hún var fyrir tíma Kringlunnar en þá þurfti oftast að loka Laugaveginum síðustu verslunardagana fyrir jól. Nú fer umferðin að miklu leyti inn í Kringlu þó hún hafi einnig verið nokkuð þung í miðbænum. - Talsverð ölvun var á fostudags- kvöldið og mikill erill hjá lögregl- unni vegna þess. Vinnustaöir voru margir með jólaglöggveisl- ur. Laugardagskvöldiö var mun rólegra, að sögn lögreglunnar. Nokkuð var um rúðubrot. Rúða var brotin í skartgripaverslun að Skólavörðustíg 5 óg hvarf tals vert af skartgripum úr glugganum. Þjófurinn er enn ófundinn. Þá var tilkynnt um innbrot í söluturn við sundlaugarnar á Seltjarnar- nesi en ekki var ljóst hversu miklu hefði verið stolið. -ELA Ófriðlegt í Kópavogi Mjög mikið var að gera hjá lög- reglunni í Kópavogi um helgina vegna ölvunar. Ófriður var tals- verður hjá ýmsum bæjarbúum sem sáu sig tilneydda að óska eft- ir lögregluaðstoð vegna ölvaðra manna sem bönkuðu á glugga og dyr. Þá var nokkuö um að brotist væri inn í bifreiöar. Stolið var úr tveimur bílum og sá þriðji var skemmdur mikiö. Að sögn lög- reglunnar var þetta óvenju erfiö helgi og áberandi fyllirí á götum úti og í heimahúsum. -ELA Smygl í Svamnum: Jóiaveigar bornar frá borði um hánótt Þeir urðu að sjá á eftir jólaskin- kunni, skipverjamir á Svanin- um, og einhverju af jólaáfenginu líka þvi að lögreglan á Akranesi kom að þeim í fyrrinótt þar sem þeir voru aö bera mat og vín frá borði í ómældu magni. Svanur- inn hafði verið tollafgreiddur í Hafnarfirði þar sem ekkert at- hugavert fannst. Skipiö hélt síðan til Akraness með varning fyrir Sementsverk- smiðjuna og smygliö vel falið. Þar átti aö landa hvoru tveggja en skipveijar höfðu ekki áttað sig á hversu athugul lögréglan á Skag- anum er. Alls fundust 160 kiló af skinku í skipinu og talsvert magn af áfengi. Skipverjar verða látnir svara til saka en þeir gátu litlar skýxingar gefið á smyglvarningi sinum. -ELA Leiðréttíng Tryggvi Stefánsson, bóndi í Fnjóskadal, hefur beðið blaðið um að koma eftirfarandi á fram- færi: „Ummæli þau sem eftir mér voru höfð í DV um kaup Sam- vinnubankans á kartöfluverk- smiðjunni á Svalbarðseyri voru byggð á misskilningi og leiörétt- ast hér með“. Skotveiðíkeppni í Húsafelli: Sigurvegarinn fékk aðeins tvær rjúpur Rjúfa varð loft í söluturni á Skólavörðustig i gær er eldur kom upp í bak- herbergi og breiddist fljótt út. DV-mynd S Eldur á þremur stöðum um helgina: Eldur kom upp í söluturni aö Skólavörðustíg 22 í gærdag. Logandi kerti stóð á borði í litlu herbergi bak við afgreiðsluna. Svo virðist sem kviknað hafi í út frá kertinu. Komst eldur í gardínur og breiddist hann fljótt upp í timburloft sölutumsins. Afgreiðslustúlkan var frammi í versluninni við störf sín er eldurinn kom upp og varð hans ekki vör fyrr en of seint. Slökkviliðið þurfti að ijúfa gat á loftið til að ná tökum á eldinum. Talsverðar skemmdir urðu á húsnæðinu. Þá kom upp eldur í íbúð fullorðinna hjóna á Meistaravöllum 23 á laugar- dagsmorgun. Eldur kom upp í stof- unni og fylltist íbúðin fljótt af hita og reyk. Hjónin forðuðu sér út á sval- ir og stóðu þar í reykjarkófi er slökkviliðið kom á staðinn. Hjónun- um var bjargað með stiga. Ekki er vitað um eldsupptök. Hjónin voru flutt á slysadeild og þaðan á Land- spítalann til frekari rannsóknar. Þriðja útkall slökkviliðsins um helgina var aöfaranótt sunnudags að Austurbrún 4 en þar logaði í feiti- potti í mannlausri íbúð. Nágranni heyrði í reykskynjara og fann bruna- lykt leggja fram og gat hann brotist inn í íbúðina og slökkt í pottinum með dufttæki. -ELA Sólmundur Einarsson vann fyrstu verðlaun í keppni sem Skotveiðifélag íslands hélt á laugardag í Húsafelli í Borgarfirði. Verðlaunin voru tví- hleypa en keppnin var falin í því að veiða sem mest í sem fæstum skot- um. Sólmundur náði sér í tvær rjúp- ur. Alls tóku sextán manns þátt í keppninni og að sögn Hallgríms Mar- inóssonar, formanns félagsins, var aðeins sextán skotum hleypt af. Ekki mátti skjóta aðra fugla en rjúpur. „Tilgangurinn meö þessari keppni var sá að kenna mönnum að skjóta ekki á bráð nema vera vissir um að hitta. Einnig var lögð áhersla á að segja mönnum hvernig ganga ætti um landið og virða rétt landeigenda. Hér var ekki um neitt fjöldadráp að ræða,“sagði Hallgrímur. „Við fengum nokkra gagnrýni og þá helst frá formanni Skotveiðifélags Reykjavíkur vegna keppninnar. Eg er mjög hissa á ummælum hans og tel hana vera persónulega óvild. Mér skilst að formaðurinn hafi kallað saman neyðarfund í félaginu til að lýsa vanþóknun á keppninni en ekki náð samstöðu. Keppnin var fyrst og fremst til að kenna veiðimönnum og hvetja þá til hóflegrar skotnýtingar," sagði Hallgrímur. Einar Guðmundsson lenti í öðru sæti og Karl Bridde í þriðja. Hall- grímur sagði að alhr keppendur hefðu virt bann við drápi á öðrum fuglum og fengu því endur, mávar og hrafnar að fljúga framhjá skot- staðnum í friði. Flestir keppendur komu úr Reykjavík. -ELA Eftir keppni var sest niður og reiknað og spáð í skotnýtingu. Sextán menn skutu sextán skotum. DV-mynd S Hallgrimur Marinósson óskar sigur- vegaranum, Sólmundi Einarssyni, til hamingju með árangurinn. Heimsfegurðardrottning 1 önnum: Búið að vera brjálað að gera - segir Linda Pétursdóttir „Það er búið að vera alveg brjálað að gera síöan ég kom heim. Ég Lef því ekki mikið sofið, þetta 3-4 tíma á sólarhring. í morgun var ég komin á fætur klukkan fimm til að ná í vin- konu mína út á flugvöll en hún var að koma frá Bandaríkjunum," sagði Linda Pétursdóttir, ungfrú heimur, þegar DV ræddi viö hana í morgun. „Ég hef verið mikið í viðtölum og myndatökum síðan ég kom heim. Svo hefur verið mikið um boð, til dæmis á Hótel íslandi á laugardags- kvöldið," sagði Linda. „Ég get ekki neitað því að þaö hefur verið æðislega gott að koma heim og viðtökurnar hcifa veriö alveg frábær- ar. Ég get ekki annað sagt en að ég er alveg ofsalega ánægð meö þetta allt saman.“ Á morgun heldur heimsfegurðar- drottningin til síns heima, austur á Vopnafjörð, þar sem foreldrar henn- ar eru búsettir. Er fyrirhugað að íbú- ar kaupstaðarins og nágrennis safn- ist saman á ílugvelhnum til að taka á móti Lindu. Annan í jólum verður svo barnaball og hefur hún verið beðin um að flytja ávarp þar og ræða viö börnin. „Annars ætla ég að reyna að nota tímann hér heima sem allra mest til að hvíla mig og búa mig undir næstu mánuði, sem vafalaust eiga eftir að verða strangir,“ sagði Linda. Víða um lönd næstu mánuði Hún dvelur á íslandi í þrjár vikur. Þá hggur leiðin til Sviss á vegum Flugleiða. Þaðan fer hún líklega til E1 Salvador og Japan er á dag- skránni í febrúar. Linda heimsækir einnig Rússland og Kína, svo og lönd í þriðja heiminum. En hvernig skyldi þetta langa ferðalag, sem fram undan er, leggjast í hana? „Það leggst bara mjög vel í mig. Að vísu veit ég ekki hvað ég er að fara út í en þetta á örugglega eftir að verða mjög gott. Samt setur að mér örlítinn kvíða þegar ég hugsa til þeirra hörmunga sem ég á kannski eftir að sjá. Mér hafa til dæmis verið sýndar myndir af neyö fátækra barna. Efst í huga mér situr mynd af þriggja ára stúlku sem var fost í rúminu sínu. Hnakk- inn og bakið voru gróin við það vegna óhreininda og vanhirðu. Það tekur mikið á mann að sjá svona hluti.“ -JSS Skák: Sovétmenn unnu naumlega Sovétmenn unnu nauman sigur á heimsúrvalinu í skák, 32,5 gegn 31,5, en keppnin fór fram í Madrid á Spáni. Hér var um hraðskákmót að ræða því tefldar voru 25 mínútna skákir. Jóhann Hjartarson teíldi í heimsúr- valinu og stóð sig vel, náði 50 prósent vinningshlutfalli. Það var Stórmeistarasambandið sem stóð fyrir keppninni en allur ágóði hennar rann til Bamahjálpar Sameinuþjóðanna. -S.dór Kertaljós kveikti í söluturni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.