Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTM1, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Árangur kreppunnar Á því ári, sem senn er liðið, hafa orðið meiri og íleiri breytingar í rekstri fyrirtækja en dæmi er um áður. Er þá ýmist um að ræða samruna tveggja eða fleiri fyrir- tækja, rekstrarstöðvun eða gjaldþrot. Athyglisvert er að þessi umbrot eiga sér fyrst og fremst stað í verslun- ar- og þjónustugreinum en það er einmitt sú atvinnu- grein sem sagt er að hafi hagnast mest á neysluæðinu og fjármálafylliríinu. í almennri smásöluverslun eru eigendaskipti nánast daglegur viðburður og það sama má segja um myndbandaleigur og sjoppurekstur. Þar hafa menn ekki fyrr tekið við en þeir eru hættir aftur. Að einhverju leyti er því um að kenna að búið er að telja fólki trú um að slíkur rekstur sé mikil gróðavon og kaupsýsla sé uppspretta fjár og vellystinga. Áróður- inn um gróðann í versluninni hefur síast inn. En það er ekki allt gull sem glóir og það gullæði hef- ur reynst mörgum dýrkeypt áður en yfir lýkur. Á það líka við um stærri verslanir og má nefna í því sam- bandi Sláturfélag Suðurlands, JL matvöruverslun, Kjöt- miðstöðina og Víði, af þeim stórverslunum sem skipt hafa um eigendur á árinu. Á þessu ári hefur bílasala verið sú þriðja mesta í sögu bifreiðainnflutningsins. Samt hefur hver umboðs- aðilinn á fætur öðrum þurft að gefast upp ellegar gert róttækar breytingar á rekstri sínum. Veltir hf. hefur skipt um eigendur, BMW umboðið er komið á nýjar hendur og nú síðast hafa Bílaborg hf. og Sveinn Egils- son sameinast í eitt fyrirtæki. Það er auðvitað dapurlegt þegar einstakhngar eða fyrirtæki hafa sokkið svo djúpt í skuldafenið að engin leið önnur er fær, nema uppgjöf eða gjaldþrot. Bílaum- boðin geta að einhverju leyti sjálfum sér um kennt eftir að hafa lifað gósentíma í bílainnflutningi síðastliðin tvö ár. Þau hafa reist sér hurðarás um öxl og þola þess vegna ekki samdrátt sem er þó ekki meiri en svo að bílainnfLutningur hefur verið með mesta móti. Það er hins vegar ánægjulegt ef hin meinta kreppa í þjóðfélaginu knýr fyrirtæki til endurskoðunar á rekstri sínum og leiðir til samruna fyrirtækja eins og nú hefur gerst með Ford og Mazda umboðin. Talsmaður hins nýja fyrirtækis heldur því fram að eitt hundrað mihjón- ir sparist við þennan samruna, sem er ekki lítið fé. Kannski atvinnufyrirtækin og þjóðfélagið aht þurfi á svona kreppum að halda til að komast niður á jörðina? Kannski að nú sé runnið af okkur eftir íjármála- og neyslufylliríið og árangurinn verði sá að hagræðing og hagkvæmni í rekstri taki við af fjárfestingum og of- vexti. Kreppan getur orðið sá hreinsunareldur sem kennir mönnum að sníða sér stakk eftir vexti. Augu launafólksins eiga líka að opnast fyrir þeirri staðreynd að afkoma þess er háð afkomu fyrirtækjanna og gleggsta dæmið um hin nýju viðhorf er ákvörðun starfsfólks Arnarflugs að lækka sjálfviljugt laun sín um tíu prósent. Það gerir það enginn nema nauðugur að lækka sín eigin laun en starfsmenn Arnarflugs skilja og viðurkenna að launakostnaður er stór þáttur í því hvort fyrirtækið lifir eða deyr. Almennt hafa fyrirtæki dregið mjög úr eftirvinnu og launþegar hafa tekið því með skilningi. Allt bendir þetta til þess að hugarfarið í þjóðfélaginu sé að breytast í þá átt að vinnuveitendur og starfsmenn verði ekki stríðandi stéttir heldur hafi sameiginlega hagsmuni gagnvart því að fyrirtækin beri sig. Þá eru erfiðleikarnir ekki allir unnir fyrir gýg. Ellert B. Schram Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: Hann hefur talað um storkun. Karl Steinar Guðnason alþingismaður: Hann heimtar sinn rétt. Storkun eða nauðvörn? Mér sýnist lítil storkun í því að takmarka samningsrétt og verk- fallsrétt ef slíkar aögerðir eru þátt- ur í því að koma í veg fyrir víðtækt atvinnuleysi eða forða heimilum og fyrirtækjum frá því að leggjast í rúst. Ríkisstjórn félagshyggju og jafn- réttis er búin aö slá því föstu að hér ríki ástand sem jaðri við neyð- arástand og þá virðist ekki ósann- gjarnt að allir fari í félag á jafnrétt- isgrundvelli og sætti sig viö tíma- bundnar takmarkanir á rétti sínum ef í nauöir rekur. Þetta finnst mér nafni minn Stefánsson og ASÍ ekki vilja taka méð í reikninginn. Sættir með nauðung Þetta er auðvitað ekki annað en sá hálffasismi eða korporativismi sem sósíalistar taka fram yfir markaðslausnir í þeirri trú að þannig sé félagslegt öryggi almenn- ings best tryggt, án þess að afnema lýðræði með öllu, eins konar sættir með nauðung milli vinnukaupenda og vinnusala. Lausnir sósíalista fela almennt í sér að frelsi mitt og annarra tak- markist af efnahagslegum ástæð- um en ekki t.d. af kristnum rökum sem fela í sér að frelsi mitt og ná- ungans takmarkist af kærleika. Einhver sósíalisti kann að segja að frelsishugmyndir þeirra miðist við sanngirni og um leið almenna skynsemi og umhyggju fyrir illa stöddum meðbræðrum. Út af fyrir sig kann það að vera rétt. En ef við flytjum umræðuna yfir á það stig að kapítalistar stjórnist af græðgi, jafnaðarmenn af frekju og kommúnistar af grimmd fer málið að vandast. Hvað stjórnaði Karli Steinari? I þessu sambandi get ég ekki stillt mig um aö spyrja hvað hafi stjórn- aö Karh Steinari Guðnasyni, al- þingismanni af Suðumesjum á vegum krata, þegar hann hótaði að KjáUariiui Ásmundur Einarsson útgáfustjóri styðja ekki ríkisstjórnina nema Suðurnesin fengju sitt. Var það sóknarharka Suðurnesjamanna, samnorræn frekja jafnaðarmanna eöa braust fram einhver skortur á sjálfsstjórn sem annars sést ekki hjá dagfarsprúðum þingmannin- um? Þessum spurningum geta aörir svarað betur en ég en á hitt verður að benda að hafi sanngirnissjónar- miðin verið að verki er augljóst að „sanngimi" getur valdiö usla og fellt ríkisstjórnir. Skortir svör Þaö er ekki einu sinni vist að sanngimi til skamms tíma litiö fari saman við sanngirni til langs tíma litið. Hér á landi er talað um vax- andi launamismun, að sumir hafi „hróplega" há laun en aðrir „smánarleg". Ég efast ekki um að þetta kunni að vera rétt. En um- ræður á Alþingi í vetur sannfærðu engan mann um að fulltrúar laun- þegasamtaka heföu lausnina á reiðum höndum frekar en aðrir. Þó er lausnin á valdi launþegasam- taka með breytingum á launahlut- föllum, upp að því marki sem það er á valdi nokkurs manns, nema cdmenn skilyrði batni, t.d. að gróði fyrirtækja vaxi. - Mikill launamismunur En rétt er að benda á að við ís- lendingar erum staddir á því stigi í hagþróun yfir lengri tíma litið, þegar launamismunur er sögulega skoðaður, að við erum að reyna að koma okkur af þrepi vanþróunar á það stig sem kallast efnahagslega þróað þjóðfélag. Við slíkar kring- umstæður er launamunur mikill og það á ekki við um kapítalisk þjóðfélög einvörðungu heldur má benda á Sovétríkin sem dæmi. Jafnframt má benda á að „kvenna- störf‘, eins og lækningar, eru held- ur ekki sérlega hátt metin þar um slóðir. Með þessu eru Sovétmenn ekki að setja konur niður eða vis- vitandi að skapa þrælandi lág- launahópa. Þessi þróun er í nafni framfaranna og þangað til menn hafa fundið nýjar leiðir til að ná markmiðum sínum er naumast um aðrar að ræöa. Ásmundur Einarsson ,,En ef viö flytjum umræöuna yfir á þaö stig aö kapítalistar stjórnist af græögi, jafnaðarmenn af frekju og kommúnist- ar af grimmd fer málið aö vandast.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.