Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Page 53

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1988, Page 53
MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 1988. .57 Tow' Watts í nýjasta hlutverkinu. Lofty úr Austurbaeingum er á bak og burt. Frá Lofty til elskhugans Hver man ekki eftir Lofty úr Aust- urbæingum, mestu veimiltítu í gjör- vallri sögu sjónvarpsins? Hann hefur nú skipt um ham, eða öllu heldur leikarinn sem fór með þetta skemmtilega hlutverk. Hann heitir Tom Watts og leikur aðalhlutverkið í nýrri breskri sjónvarpsmynd um ástir hermannsins Normans í síðari heimsstyrjöldinni. „Norman er allt öðruvísi en Lofty,“ segir Tom Watts. „Hann er dálítið flókin persóna, í rauninni dálítið vondur gæi. Ég vona þó að fólk skilji af hverju hann hagar sér eins og hann gerir.“ Watts hefur nú yfirgefið mynda- flokkinn sem skaut honum upp é stjörnuhimininn. En ekki hefur hanr setið iðjulaús. Hann hefur leikið i eigin leikriti, Nokkrum orðum vifi matarborðið, óg einnig í vinsælu leikriti í West End, Útlendingnum. „Síðasthðnir sex mánuðir hafa ver- ið stórkostlegir," segir hann skæl- brosandi. „Allt sem ég hef gert síðan ég yfirgaf Austurbæinga er nokkuð sem ég hef aldrei gert áður. Þess vegna er nú svona gaman að vera leikari." Þetta er Stallone. Því miður eigum við ekki mynd af bílnum hans. Rambó- bíllinn kvaddur Sylvester Stallone ætlar að selja skothelda rambóbílinn sinn. Sá er af tegundinni Chevrolet Suburban og er miklu líkari Sherman skriðdreka en venjulegum fjölskyldubíl. í ferlík- inu eru tveggja tommu þykkir gluggar, sérstyrkt fjöðrun til að halda uppi öllum þunganum, styrktir hjólbarðar, lögreglusírena og hátal- arakerft svo hægt sé að segja gang- andi vegfarendum að forða sér, komi eitthvað upp á. Sly hefur sett 'bíhnn á sölu vegna þess að morðhótunum við hann hef- ur fækkað allverulega' að undan- fómu. Verðið, sem sett er upp, er um fimm milljónir króna. Samt mun karlinn tapa á viðskiptunum. Ekki fylgir sögunni hvemig bíl Stahone ætlar að fá sér. Eitt er þó víst að ekki verður það Trabant. Sviðsljós „Féll strax fyrir Sykurmolunum'' - Bandarísk hjón unnu íslandsferð hljómsveitarinnar. Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum; Bandarísk hjón, Dan og Carol Brown frá borginni Wakefield í Massachusetts, voru á ferð í Vest- mannaeyjum í síðustu viku, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi ef ekki hefði verið tilefni ferðarinn- ar. Þar komu Sykurmolarnir við sögu. „Við fórum í hljómplötuverslun í heimabæ okkar þar sem viðskipta- vinum var boðið upp á að útfylla miða með nafni og heimilsfangi. Hljómplötufyrirtækið Electra var þarna að kynna íslensku hljómsveit- ina Sykurmolana sem hélt tónleika í Boston um þetta leyti. Tilkynnt var að dregið yrði úr nöfnum þátttak- enda og átti sá heppni að fá fimm daga ísalandsferð fyrir tvo í verð- laun. Okkar nafn var dregið út og hingað erum við komin,“ sögðu hjón- in. Þetta var fyrir sex vikum. Vissu- lega hafði þau langað til að ferðast til Evrópu en fram að þeim tíma hafði ísland ekki verið á óskalistanum. Vissu htið um land og þjóð nema að Reagan og Gorbatsjov höfðu fundað hér 1986 - en þau heföu ekki orðið fyrir vonbrigðum. Landið væri fal- legt og fólkið vingjarnlegt. Ferðin hefði verið sannkallað ævintýri.. Sykurmolana þekktu þau fyrir og líkar vel tónlist þeirra. „Ég féll strax fyrir Sykurmolunum, þegar ég heyrði í þeim. Við eigum eina spólu með þeim og finnst hún stórkostleg. Hljómsveitin er að verða stórt nafn í Bandaríkjunum og ég er viss um að hún á eftir aö ná langt,“; sagði Carol. /• : ; :.............................. Dan og Carol Brown í Vestmannaeyjum.' DV-mynd Omar MAMMA! HVAÐ Á ÉG AÐ GERA? eftir Jón Karl Helgason. Hér er á ferðinni ótrúlega nytsöm bók fyrir þá sem langar (eða verða!) að standa á eigin fótum. í fimm köflum sem nefnast: Land- ncminn, Völundurinn, Græðarinn, Kokkurinn og Þrifillinn er að finna lausnir við vandamálum eins og; Hvernig á að stytta buxur? Hvað fer í suðuþvott? Hvaða múrboltar passa fyrir sex milli- metra bor? Hvenær á að senda vín til baka? Pottþétt bók fyrir allt ungt fólk. EYMOHDSSC)l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.