Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Fréttir Kviknaði í Eldsmiðju og fonduepotti Allt tiltækt slökkvilið var kallað að verslunarsamstæðunni Kleifar- seli 18 um sexleytið í gærmorgun. Þar var töluveröur eldur og reykur í húsnæði pitsustaðarins Eldsmiðj- unnar, blómabúðinni Kaktus, við hiiðina, og hárgreiðslustofunni Hár- blik, á hæðinni fyrir ofan. Var eldur- inn í millivegg og læsti sig í milliloft sem var úr tré að hluta. Varð að rjúfa gat á þakið til aö komast að eldinum. Hrólfur Jónsson varaslökkviliós- Gekk slökkvistarf fljótlega eftir þaö. Taliö er að eldur hafi komið upp út frá pitsuofni við millivegginn. Eld- vagninn mun hafa ætlað að opna pit- sugerð þarna í gær og hafði ofninn verið prufukeyrður. Varð hár- greiðslustofan fyrir mestum skemmdum í eldinum. Á laugardagskvöld var allt tiltækt slökkvilið kallaö að Garðastræti 16 þar sem feiti í fonduepotti hafði of- hitnað og myndast eldur og mikill reykur. Var loftræst með blásara og gekk fljótlega að slökva eldinn. Skemmdirurðuekkiteljandi. -hlh stjóri i húsakynnum Eldsmiójunnar. Unnið að slökkvistörfum við verslunarmiðstöðina Kleifarseli 18. DV-myndir S Akureyringar vilja fá að smíða nýja togara: Engin svör frá Fiskveiðasjóði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er alveg ljóst að við fórum að endurskoða máhð í heild ef svar fer ekki að koma frá Fiskveiðasjóði. Þetta mál veröur að fara að skýrast og það hlýtur reyndar að fara að gera það,“ segir Þorsteinn Már Baldvins- son hjá Útgerðarfélaginu Samherja hf. á Akureyri en fyrirtækið hefur nú beðið mánuðum saman eftir svari Fiskveiðasjóðs viö beiöni um aö fá aö hefja smíði á nýjum togara. Fyrir ári laskaöist einn af togurum fyrirtækisins, Þorsteinn EA-610, í hafís úti af Norðurlandi. Togaranum var lagt í kjölfar þess óhapps og mun ekki verða notaður aftur. Samherja- menn, sem reka mjög sterka útgerð, sóttu í kjölfar þess um leyfi til að fá að hefja smíði á togara í stað Þor- steins og fyrirtækið hafði reyndar gert bráðabirgðasamning við spænskt fyrirtæki um smíði á skip- inu. En svör hafa ekki borist frá Fisk- veiðasjóöi og vekur það furöu margra. Þótt Þorsteinn Már vildi ekki tjá sig mikið um þetta mál, sagði hann að svona gæti máhð ekki gengið áfram, svör yrðu að fást hið fyrsta frá Fiskveiðasjóði. ÚA sækir um líka Útgerðarfélag Akureyringa hefur nú einnig sótt um leyfl til Fiskveiða- sjóðs um aó fá að hefja smíði á tog- ara og er ætlunin að það skip leysi togara félagsins, Sólbak, af hólmi en Sólbakur er kominn á þrítugsaldur. Stjórn Fiskveiðasjóðs mun hafa fjallað um umsókn ÚA en frestað afgreiðslu málsins eins og máli Sam- heija. Útgerðarfélag Akureyringa keypti Sólbak fyrir nokkrum árum með það í huga að eignast nýtt skip í hans stað áður en langt um liði og Vilhelm Þorsteinsson, forstjóri ÚA, hefur látið hafa það eftir sér að nauð- synlegt sé fyrir félagið aö geta end- urnýjað togaraflota sinn á löngum tíma, einn og einn togara í einu. Flugfélögiii: Fólk f lykkist I páskaferðir Mikil ásókn er þegar í flugferð- ir, bæði innanlands og milh landa. í samtölum við starfsfólk Flug- leiða og Amaflugs kom frara aö vélar félaganna væru fúllsetoar fram aö páskum. Hjá Flugleiðum voru biðlistar á raarga staöi og útht fyrir margar aukaflugferðir og hjá Amarflugi vom menn aö gera ráðstafanir til að ekki mynd- uðust biðlistar. Mesta feröavika ársins er runn- in upp og af öllum sólarmerkjum að dæma virðast margir þegar vera komnir í páskafrí. Hvort það er afar stutt jóiafrí sem veldur ferðafárinuskalósagtlátið. -hlh Dorgveiðikeppni um páskana „Dorgveiöin þessar þrjár helgar, sem við höfum haft opið í Hvamms- víkinni, hefur verið góð og em komn- ir þúsund regnbogasilungar, besta helgin gaf 450 fiska,“ sagði Ólafur Skúlason í samtah við DV í gærdag en veiðimenn hafa verið fá í soðið síðustu helgar í Kjósinni. „Það verð- ur opið hjá okkur um páskana og við vonum aö veiðimenn fjölmenni. Haldin verður dorgveiðikeppni og verða veitt verðlaun fyrir stærsta fiskinn. Það eru Veiðivon og Sport- veiðiblaðið sem gefa verðlaunin." - Hafa veiðst einhverjir vænir fiskar síðustu helgar? „Einn veiðimaður setti í rígvænan fisk og var með hann í hálftíma, kom honum aldrei upp úr vökinni og að lokum fór hann af. Þeir eru til vænir ennþá í vatninu hjá okkur og kannski taka þeir um páskana," sagðiólafurílokin. G.Bender Veiðin i Hvammsvík í Kjós hefur verið góð síðustu helgar og eru komnir þúsund regnbogasilungar á land. Þessir veiðigarpar eiga sinn þátt í þvi. DV-mynd G.Bender í dag mælir Dagfari____________________ Útvarpslög fyrir Þjóðviljann Nú hggja fyrir drög að nýjum út- varpslögum sem samin em af nefnd sem menntamálaráðherra sKipaði til þess arna. Er þetta raun- ar ein af fjölmörgum nefndum sem Svavar hefur skipaö síðan hann settist í stól menntamálaráðherra og hætti að skipta sér opinberlega af pólitík. Hann situr hinn róleg- asti og bíður eftir áliti nefnda á öllu mihi himins og jarðar sem viðkem- ur ráðuneytinu, en styttir sér bið- ina meö því aö halda tækifærisræð- ur og bjóða í samkvæmi hvenær sem tilefni gefst. Þó tekur hann ein- staka sinnum á sig rögg og gefur út tilskipanir, til dæmis um að stór- hækka námslánin. Reiddist þá sjá.lfstæðismaðurinn í stól for- manns lánasjóðs og sagði óþarft að hækka námslán meöan verkalýö- urinn fengi engar kauphækkanir. En Svavar er löngu hættur aö skipta sér af verkalýðsmálum og hélt sínu striki um að hækka lánin. Útvarpsnefndin er sögö hafa lagt nótt viö dag aö komast til botns í málefnum Ríkisútvarpsins sem hefur verið á hvínandi kúpunni svo lengi sem elstu menn muna. Ein af ástæðum þess er sögð sú aö æ færri hlustendur sjá sér fært að greiða afnotagjald til stofnunarinn- ar og segir nefndin að frá 15 þúsund íitúðum berist ekkert afnotagjald. Til þess að mæta þessu hefur af- notagjaldið verið hækkað um nær 30% til að reyna að ná meiru út úr þeim sem enn fást til aö borga. Auk þess var innheimtudeildin tölvuvædd svo betur mætti halda utan um báknið en sú tölvuvæðing mun hafa skilað svo litlum árangri að ríkisendurskoðun sér ástæðu til að láta gera úttekt á málinu. Þeir hjá innheimtudeildinni segja hins vegar að tölvumálin hafi verið í ólestri vegna þess að enginn innan útvarpsins hafi kunnað aö gera við tölvumar ef bilanir komu upp. Eft- ir nokkurra mánaða vesen datt svo einhverjum það snjallræði í hug að ráða utanaðkomandi mann í verkiö og nú er miklu fljótlegra að sjá hve margir greiða ekki afnota- gjaldið. En til aö höggva á þennan hnút vill nefndin leggja niður af- notagjaidið og setja þess í stað út- varpsskatt á allar íbúöir í landinu. Þar með losnaði innheimtudeildin viö að innsigla tæki þeirra sem ekki borga og gæti þess í stað boðiö upp íbúðir þeirra sem ekki standa í skilum og sjá allir að það er mun áhrifaríkari aöferð. Svo vill nefndin leggja útvarps- ráð niður og láta Ríkisútvarpið sjálft um að ráða til sín fólk án þess aö pólitískir fulltrúar flokk- anna séu þar með puttana. Nái þetta fram að ganga gæti svo fariö að dagskrárfólk og fréttamenn verði ráðið eftir hæfileikum en ekki pólitík og er þá ekki mikið eftir af flokksvöldum ef þau veröa ekki lengur þess megnug að ráða póli- tíska bekkjarbræður í stööur hjá sjálfu Ríkisútvarpinu. Útvarpsnefndin sá hins vegar að það þyrfti að bæta flokkunum þetta upp með einhverjum hætti. Þess vegna vill nefndin að ljósvakamiðl- ar og blöð og tímarit borgi 12% skatt af auglýsingum í sérstakan fjölmiðlasjóð og er áætlað að í sjóð- inn renni um 300 milljónir króna á ári. Þessum peningum á svo aö eyða meðai annars í að styrkja dag- blöð sem ekki bera sig. Það er skemmtileg tilviljun að þetta kem- ur upp á sama tíma og Þjóðviljinn er að krepera út af blankheitum vegna þess hve blaðið er iélegt og leiðinlegt ef marka má orð for- manns útgáfustjórnar blaðsins. Margir halda því fram að menning- arskrif Þjóðviljans hafi hrakið margan áskrifandann í burtu, en útvarpsnefndin leggur einmitt áherslu á að efla verði menningu í landinu. Þess vegna er mjög eðli- legt að fjölmiðlar eins og DV og Mogginn, sem fjalla um menning- armái án þess að stórtapa á því, greiði skatt til menningarskrifa Þjóðviljans sem enginn vill lesa. Svo er líka ætlast til þess að fjöl- miðlasjóðurinn styrki ljósvaka- miðla sem vilja útvarpa og sjón- varpa íslensku efni því það vilji þjóðin helst sjá og heyra. Þetta er auðvitað þörf ábending og ekki hægt að ætlast til þess að tekjur af afnotagjöldum og auglýsingum renni í innlent dagskrárefni heldur verði þeim byrðum dreift á auglýs- endur blaða og tímarita sem voga sér aö vera með allt sitt efni á ís- iensku. Hefur þetta fariö fyrir brjóstið á sjónvarpsstjórum sem benda auglýsendum stíft á sitt helsta menningarefni sem er Matlock, Derrick og Santa Bla- blala. Vilji almenningur fá meira fyrir snúö sinn verða því blöðin aö borga því það er svo dýrt að tala íslensku á ljósvakanum. Dagfari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.