Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. Fréttir Togararallið kemur nokkuð misjafnt út Hinu árlega togararalli er nú um það bil að ljúka. Því er raunar lokið fyrir sunnan og vestan en hefur taf- ist fyrir norðan og norðaustan vegna veðurs. Enda þótt ekki sé enn hægt að segja endanlega til um niðurstöð- umar er ljóst að útkoman að þessu sinni er nokkuð misjöfn boriö saman við árið í fyrra. Samkvæmt heimiid- um DV fékkst þrisvar sinnum meiri afli fyrir sunnan og vestan að þessu sinni en í fyrra. Aftur á móti er útht fyrir að útkoman sé mun lakari fyrir norðan og hrein ördeyða fyrir N- Austurlandi. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, sagði í samtah við DV að hann gæti ekki sagt til um útkomuna fyrr en öll gögn hefðu borist. Hann staðfesti þó að útkoman væri betri fyrir sunnan og vestan en í fyrra. Búist er við að togararahinu ljúki um helgina. Togararallið byggist á því að láta ákveðinn íjölda togara toga árlega jafnlangan tíma á sömu slóð og gera samanburð milli ára. Togararallið er hugmynd Jakobs Jakobssonar, for- stjóra Hafrannsóknastofnunar. Talið er að þegar frá líður verði það eitt hið marktækasta sem fiskifræðingar hafa í höndunum varðandi mælingar fiskistofna. -S.dór VÖRUGJALD AF INNLENDRIFRAMLEIDSLU Vörugjaldsskyldar vörur Greiða skal vörugjald af innlendri framleiðslu, pökkun eða annarri aðvinnslu vara sem falla undir þau tollskrárnúmersem tilgreind eru í lögum um vörugjald. Vörugjald er9% áflestum vöruflokkum, en á aðra leggst einnig sérstakt 16% vörugjald, þ.e. samtals 25% vörugjald. Meðal vöruflokka, sem bera 9% vörugjald, eru þessir: ■ Forsmíðaðir hlutar í byggingar og mannvirki, svo sem gluggar, hurðir, burðarvirki, grindur og handrið, hvort sem þessir hlutar eru úr steinsteypu, tré, járni, stáli, áli eðaplasti. ■ Flestar aðrar trjávörur, svo sem húsgögn og innréttingar. * Flestar aðrar vörur úr málmi til bygginga og mannvirkja, svo sem loftræstikerfi, stokkar, túður o.þ.h. ■ Sement, steinsteypa og vörur úr steinsteypu, svo sem gangstéttahellur, götu- og stéttahellur, kantsteinaro.fi. I Gler og glerspeglar, ofnar til miðstöðvarhitunar, málning og lökk, hreinlætistæki, gólfefni, gólfdúkar, veggfóður, einangrunarefni, ýmis heimilistæki, lamparog Ijósabúnaður. II llmvötn, snyrtivörur og hárþvottalögur. ■ Yfirbyggingar fyrir vélknúin ökutæki, tengivagna o.fl. Ýmsir fylgihlutar fyrir ökutæki. Meðal vöruflokka, sem bera 25% vörugjald, eru þessir: ■ Sykur hvers konar, sælgæti, kakóvörur, sætakex, ávaxtasafi og gosdrykkir. Nánari upplýsingar um vörugjaldsskylda vöruflokka er að finna í reglugerð nr. 47/1989, um vörugjöld. Skylda til að innheimta og standa skil á vörugjaldi hvílirá þeim sem framleiða, vinna að eða pakka vörgjaldsskyldum vörum innanlands. Einnig á þeim sem annast heildsöludreifingu þessara vara. Þessum aðilum er skylt að tilkynna um starfsemi sínatil skattstjóra í því umdæmi sem þeir eiga lögheimili. Eyðublöð fást hjá skattstjórum. Vörugjaldsskínteini Athygli skal vakin á því að innlendir framleiðendur eiga rétt á skírteini sem heimilar kaup á hráefnum og aðvinnslu vegna framleiðslunnar án vörugjalds. Útgáfa skírteinanna er í höndum skattstjóra. Upplýsingar um vörugjaldsskyldu, vörugjaldsskírteini o.fl. fást hjá skattstjórum. Áríðandi er að vörugjaldsskyld starfsemi sé tilkynnt til skattstjóra sem fyrst. RSK RÍKtSSKATFSTIÓRt Nokkrir þátttakenda á námskeiðinu á Höfn. DV-mynd Ragnar Þeir anda léttar á Höf n Júlía Imsland, DV, Hö£n: Námskeiðið „Öndum léttar" fyrir þá sem vilja hætta að reykja var nýlega haldið á Höfn. Þátttakendur voru 18 og leiðbeinandi Jón Hjörleif- ur Jónsson. Einnig kom Máni Fjal- arrson læknir á námskeiðið og ræddi við fólkið og svaraði fyrirspurnum. ' Jafnt var af konum og körlum á námskeiðinu. Jón Hjörleifur fór í skólana og ræddi við nemendur um reykingar og skaðsemi þeirra. Fyrir þrem til fjórum árum reykti stór hluti gagnfræðaskólanemenda og vegna þess tóku kennarar og nem- endur þá ákvörðun aö ekki skyldi reykt í skólanum eða á lóð hans. Þessi ákvörðun bar það góðan árang- ur að í dag reykja fimm nemendur af 70 og þá aðeins þegar þeir eru ekki í skólanum. Námskeiðiö „Öndum léttar“ var á vegum lionessuklúbbs- ins Kolgrímu. Alþýðubankinn fær Sovétviðskipti Aö sögn Jons Sigurðssonar við- skiptaráðherra sér hann ekkert því til fyrirstöðu að Alþýðubankinn fái viðurkenningu og heimild til þess að hafa milligöngu um viðskipti á milli íslands og Sovétríkjanna. Þessa heimild hefur hann ekki haft til þessa. Þetta kom fram á Alþingi við utan- dagskrárumræðu sem Guðmundur Ágústsson, þingmaður Borgara- flokksins, stofnaði til. Ástæða þess aö Guðmundur hóf þessa umræðu voru þau viðskipti sem urðu á milli Alþýðubankans og olíufélagsins Olís í kjölfar mikilla deilna Olís og Lands- bankans sem hefur verið viðskipta- banki fyrirtækisins. Sagði Guð- mundur að vegna þessa máls hefðu vaknað ýmsar spurningar varðandi olíuviðskipti íslands og Sovétríkj- anna. Sagði Guðmundur einnig að svo virtist af þessu máli að ýmsir aðilar í íslenska bankakerfmu hefðu rekið þetta mál á óeðhlegan hátt því engin ástæða væri til að efast um greiðslu- stöðu Ohs. Sakaði hann bankastjóra Landsbankans um að hafa ekki veitt fyrirtækinu þá fyrirgreiðslu sem eðlileg mátti teljast. Viöskiptaráðherra sagöi að aðild Alþýðubankans að þessu máli væri til bráðabirgða. Það væri ekki síst tilkomið vegna afskipta starfsmanna Olís sem hefðu gengið fram í því að stofnað var til þessara viðskipta milli bankans og Olís. ' -SM J Akureyn: Iðja átelur stjórnina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Iðja, félag verksmiðjufólks á Ak- ureyri, hefur sent frá sér ályktun vegna veröhækkana aö undanförnu en ályktunin var samþykkt á al- mennum félagsfundi. í ályktuninni átelur fundurinn rík- isstjórnina harðlega fyrir fyrir- hyggjuleysi í verðlagsmálum. Öllum, jafnvel ráðherrum, hafi átt að vera ljóst að við lok aðhalds í verðlagsmál- um myndu einhverjir reyna að ná óeðlilegum hækkunum á vöru og þjónustu. „Þær hækkanir, sem nú hafa dunið yfir verkafólk og boðaðar eru, munu leiða til hærri krafna en ella heföi orðið. Fundurinn lýsir því allri ábyrgð á hendur stjórnvöldum vegna þeirra hækkana sem hafa átt sér stað og vegna þeirra áhrifa sem þær munu hafa á gerð kjarasamninga. Fundurinn skorar á ríkisvaldið aö grípa nú þegar til þeirra aðgerða sem nauösynlegar eru til að auðvelda gerð kjarasamninga og ná stöðug- leika í verðlagsmálum," segir í álykt- un fundarins. Austurland: Tæplega helmingur kennara er konur Sigiún Björgviiisdóttir, DV, Egilsstöðum: Konur á Egilsstöðum héldu sam- komu og baráttufund í Hótel Vala- skjálf í tilefni 8. mars. Sjötíu konur sóttu fundinn. Þar var söngur, glens og gaman, erindi flutt og sagt frá Nordisk Forum í sumar. Margar konur af Héraði sóttu þá Osló heim. En hvernig miðar baráttunni? Kon- ur eru í miklum meirihluta í kenn- arastöðum hér á landi, a.m.k. í grunnskólum. Á Austurlandi eru þær tæplega helmingur kennara og eru þá taldir allir skólar nema Al- þýðuskólinn á Eiöum, framhalds- skóli í A-Skaftafellssýslu og efri bekkir Verkmenntaskóla Austur- lands í Neskaupstaö. Aðeins sex kon- ur eru skólastjórar. Af 181 sveitastjórnarmanni eru konur einungis 33 og þar af tvær oddvitar. Þessar tölur eru frá síðasta ári og tölur um kennara frá skólaár- inu 1987-1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.